Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 42
— Slefaði! öskraði pabbi,. ég
slefaði ekki neitt! Ef ég gæti skil-
ið hvaðan þú færð alla þessa vit-
leysu?
Já, góði, ég sá nú nóg til...
Hvað hafði hún séð? Ég sá iíka
myndina með Brigitte Bardot og
ég sá ekki að pabbi slefaði. ..
— Nú hef ég þrátt fyrir allt
hugsað mér aö leika þessa plötu
eins mikið og ég vil, lýsti mamma
yfir. Og ef það skyldi ekki henta,
þér, geturðu setzt niöur i kjallara
meö tappa i eyrunum!
Ég flissaði. Pabbi sitjandi á koll
niðri i kjallara með tappa i eyrun-
um, meðan mamma gaf sig
Viktor Klimeko á vald á sófanum
i dagstofunni!
— Nei, að mér heilum og lif-
andi!
Mildi, geðprúði pabbi haföi á/
augabragði breytzt i grenjandi
ljón. Stóll valt og Viktor þagnaði.'
Pabbi hafði greinilega tekið hann
af.
En mamma setti hann strax á
aftur. Þetta fer illa með plötuna,
hugsaði ég, og svo hugsaði ég um
verð plötunnar. Þau gátu vel fariö
betur með svo dýra breiðskifu.
Platan var komin af staö á ný
og flauelið rann eins og svart
sýróp úr hálsi Viktors.
— Eigum við að halda svona
áfram i alla nótt? spurði pabbi
reiðpr.
— Þú getur bara farið og lagt
þig, sagði mamma jafn reið.
Þetta var svei mér ánægjulegur
afmælisdagur!
Nú kennir hún i brjósti um
sjálfa sig, það heyrði ég. Og ég
kenndi i brjósti um hana. Gat hún
ekki fengið aö hafa Viktor sinn i
friði? Bara eina einustu nótt?
Þó að ég kenni auðvitað i brjósti
um pabba líka. Það gat ekki verið
gaman að vera farinn að nálgast
fertugt og þurfa að vfkká buxurn-
ar tvisvar á ári og horfa á greið-
una fulla af hári á hverjum
morgni og vita, að maöur er ekki
neinn Viktor Klimenko. Ég
meina, karlmenn finna líka til.
Þeir draga inn magann og lyfta
þungum hlutum til að sýna
hversu sterkir þeir eru, og blikka
sætar stelpur. Ég vorkenni þeim
nákvæmlega jafn mikið og
mömmu, þegar hún ber krem
undir augun og dæsir og segir að
meira sé ekki hægt að krefjast
eftir þrjú börn . . .
Nei, eitthvað varð að gerast.
Fullorðið fólk er svo ferlega
barnalegt, eins og pabbi og
manna eru nú, maður varð að
gera eitthvað.
Ég stóð upp og gekk niður.
— Ertu vakandi? sagði
mamma.
— Af hverju sefuröu ekki?
spurði pabbi.
— Það er ekki hægt að sofa,
þegar þið hagið ykkur svona,
sagði ég og gekk yfir að plötuspil-
aranum. Viktor þagði einmitt þá.
Ég tók plötuna, sneri mér aö for-
eldrum minum og braut hana á
hnénu. Hún var seig, en að lok-
um var Viktor i tveim bitum.
— Svona sagði ég. Þetta var
gott á hann. Hann var að eyði-
leggja hjónaband ykkar, tókuð
þið ekki eftir þvi?
Mamma og pabbi gláptu bara á
mig.
— Næst færöu Ragga Bjarna,
mamma, sagði ég. Og þú færð
Ellý Vilhjálms, pabbi. Þá fær
maöur kannski frið i húsinu1
Það var dauðaþögn i stofunni.
Mamma einblindi á brot sinnar
seinfundnu hamingju. Pabbi ein-
blindi á mömmu. Svo brast hann i
hlátur. Hann hló svo mikið aö
hann datt niður i djúpan stól, og
Hubbe kom þjótandi og flaug upp
á hné honum og sleikti andlit
hans.
Þá byrjaði mamma lika að
hlæja, og allt ieinu varö hún mjög
ungleg I útliti og augu hennar
voru glöð og glettin.
— Tibi est victoria, barnið mitt,
sagöi hún og faömaöi mig.
— Hvað þýðir það? Er það
rússneska?
— Nei, þaö er latina, og þaö
þýöir, að þú hefur sigraö. Gáfaða
barn, farðu nú og leggöu þig, svo
að foreldrar þinir geti fengiö sér
bjór og smurt brauð.
Hið Ijúfa lif
framhald af bls 19.
á braut, -sem i fyrstu vekur
spennu, en svæfir smám saman
skilningarvitin. Sérstaklega er
þetta auðvelt I Róm. Talitha var
vinsæl I veizlum. Hún var glað-
vær, djörf og veigraði sér ekki viö
að klæðast gagnsæjum flikum á
meðan heimurinn stóö enn á
öndinni af hneykslun yfir stuttu
pilsunum.
Samfélag auðjöfranna i Róm er
sjúkt samfélag. „Litill hluti
fólksins hérna neytir eiturlyfja,”
var mér sagt. „Kókains, heróins
eða annarra lyfja. Astandiö hér
er þó enn verra en I London, en
innan miklu þrengri hrings.
Eiturlyfjaneytenu„r i Róm eru
vellauðugir, þeir eru reiöubúnir
til að greiða offjár fyrir
ánægjuna. Þvi dýrari sem hún er,
þeim mun meira bragö er að
henni. Þess vegna sjá
dreifendurnir þeim fyrir hæfilega
miklu magni. Otsendarar vitis
hafa þrælatök á börnum
Paradísar.”
Þessi orð sagði erlendur frétta-
maöur þegar hann lýsti heimin-
um, sem Talitha og Paul lifðu i og
sem ég kynntist litillega á meðan
á dvöl minni i Róm stóð.
Villtar vwizlur hinna ungu.
Ég neýtti ekki eiturlyfja og ég
fullyrði ekki, að margir hinna
yngri auðmanna i Róm geri það.
En þetta var umhverfið, sem
Talitha og Paul hrærðust i.
Og það hafði sin áhrif. Sonur
þeirra fæddist 1969. Hvaða nafn
gáfu þau honum? Tara Gabriel
Grammófónn Getty.
„Grammófónninn er uppáhalds
hljóðfæri mannsins mins”, sagði
Talitha við blaðamenn.
Hún hætti algjörlega að gæta
hófs. Hún bar barnið um i poka,
sem hún batt á bakiö á sér. Hún
klæddist eins og Fransiskusar-
munkur. Á daginn sat hún hjá
hippunum, á nóttunni daðraði hún
i villtum veizlum hjá yngri auð-
mönnum Rómaborgar.
Ég átti tal við myndarlegan
eldri mann, sem enn var mikið
gefinn fyrir konur. Hann sagðist
hafa þekkt Talithu. „Hún
umgekkst hippana mikið. Hún
kunni þvi vel að umgangast yfir-
stéttarfólk, en var of lffsglöð til
þess aö einangra sig með þvi”.
Að þvi kom, að Talitha geröi til-
raun til þess aö draga sig út úr
hringiðunni. í oVtóber 1970
byggðu Talitha og Paul fjögurra
hæða hús i Chelsea i London.
„Við ætlum ekki aö hætta að
búa i Róm,” sagöi Talitha, „þvi
að þar vinnur Paul, en ég sakna
London svö' mikið, að við höfum
ákveðið að eiga hús hérna lika.”
En ef nýja húsið átti að stöðva
flóðbylgjuna, mistókst sú fyrir-
ætlun. A jólakvöld áriö 1970 var
Talitha aftur komin til Rómar og
hélt villtustu veizlu sina til þessa.
Hún leigöisvinastiu á .bóndagarði i
hæðunum utan við Róm og bauð
vinuni-. 'inum að halda jólin hátið-
leg meö þvi að drekka kampavln
úr sturtum, sem ætlaðar voru til
að þrifa svinin. Þar var lika á
boðstólum kindamjólkurbað
handa þeim sem þurftu aö þrifa
likamann auk sálarinnar.
„Veslings litla rika stúlkan”
var týnd aftur, og leitaði enn
hamingjunnar á veginum, sem
liggur til glötunar.
Endalokin voru á næstu grös-
um. 1 febrúar 1971 fór Talitha frá
Róm og tók son sinn og barnfóstru
hans með sér. Hún fór til hússins i
Chelsea. Paul varð eftir I Róm.
Ekkert var tilkynnt opinber-
lega um þetta og þess var ekki
einu sinni getið I slúöurdálkum
blaðanna. En þremur mánuðum
siðar, i mai 1971 sótti Paul um
skilnaö.
1. júli 1971 rauf Talitha skyndi-
lega þögnina og tilkynnti i
London, að hún byggi ekki lengur
með Paul. Hann vildi heldur búa i
Róm, en hún kynni betur við sig I
London. Skilnaðurinn ætti sér ein-
göngu landafræðilegar orsakir.
En henni gazt ekki að skilnaði.
Hún var skyldurækin gagnvart
syni sínum. Hún vildi sættast við
mann sinn 'og fór til Rómar og
geröi örvæntingarfulla tilraun til
þess aö bjarga hjónabandinu.
Hún skildi barn sitt eftir og kom
ein til Rómar laugardaginn 10.
júli 1971. Hún og Paul eyddu
nokkrum klukkustundum saman.
Seinna var haft eftir Paul I brezk-
um blöðum, að hann heföi verið
andvigur sættum og þau heföu
rifizt.
Þetta vissi amma Talithu. Hún
hefur sagt Hank van der Meyden,
að Talitha hafi hringt i hana þetta
laugardagskvöld til að segja
henni, að þau Paul hefðu ekki
komið sér saman og hún ætlaði
aftur til London á mánudeginum.
Hvernig eyddi hún siðustu
klukkustundunum þennan dag og
þeim fyrstu daginn eftir?
„Enginn vina þeirra er I Róm i
júli og ágúst,” var mér sagt.
„Þar er allt of heitt. Allir fara til
Kapri eöa Sardiniu eða eitthvað
annað. Hún hefur ekki getaö farið
til margra vina sinna”
1 brezkum blööum hefur verið
haft eftir Paul, að Talitha hafi
farið i rúmiö skömmu eftir mið-
42 VIKAN 36. TBL.