Vikan

Tölublað

Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 46
húsið til að hvíla sig. Þær sofnuðu sjaldan, en sátu upp við dogg i rúmunum, hlóöu koddum i kring- um sig og skrifuðu þessi eilifu bréf, sem þær fundu sig knúðar til aö skrifa systkinum sinum, mág- konum og bróðurbörnum. Ungfrú Ingeborg stóð við gluggann á herbergi þvi sem hún hafði sofið i frá þvi hún var barn. 1 þúsundasta skipti þakkaði hún fyrir það i huganum, að það skildi einmitt vera frú Söderberg, sem hafði keypt stóru lóðina, sem þær þurftu að selja, vegna skattanna. Hún var bæöi tillitssöm og háttvis kona og mjög góður nágranni. Hún hafði lika látið gömlu trén þeirra standa og byggt lágreist hús, sem var algerlega i skjóli viö runnana. Það var rétt svo að hægt væri að greina þakið á húsinu hennar. Það eina sem sást vel, var verkfæraskúrinn og skýli garðyrkjumannsins. Hún haföi lika staðið þarna um morguninn. Hún var ekki ennþá viss um hvað hún hafði séð og heyrt, en hún vonaði að það hefði veriö einhver skynvilla. Hún hafð farið upp, eftir morgunverð, til að sækja prjónana sina og Svenska dag- blaöið og þá hafði hún heyrt ópið. En þaö gat ekki verið rétt, hver skyldi svo sem vera aö kalla á hjálp á þessum stað? Það hlaut að vera einn af þessum fuglum — þeim hafði fjölgað svo ótrúlega mikið, slðan frú Söderberg fór að rækta þessar alparösir. Þetta voru svartþrestir, skjórinn og máfarnir voru meira að segja farniraö flykkjast þangað. Til að fullvissa sig um, að ekkert væri þarna furðulegt á ferð, hafði hún gengið alveg út að glugganum og þá fannst henni hún sjá eitthvað sem glitraöi, rétt eins og það væri ljósmerki. Hún brosti vandræða- lega. Þetta var aöeins vegna þess, að hún las svo mikiö af glæpareyfurum. Hún haföi lik- lega vanizt þvi að lesa slikar bækur, vegna þess að hún átti svo marga bræður. Þetta gat ekki verið annaö en gargið i máfunum. En nú, þegar hún horfði yfir aö litla húsinu, sá „hún tvær manneskjur og þaö var engu lik- ara en að þær væru I slagsmálum. Þær hurfu reyndar strax af sjónarsviðinu. En þá sá hún aftur þetta ljósmerki og nú var það greinilegt. Svo breyttist birtan fyrir framan húsið, eins og hurðin hefði fokið upp og skyggði á gang- stiginn. Mér hlýtur sannarlega að vera farið að förlast sýn, hugsaði ung- frú Ingeborg. Eg hefi liklega horft of lengi á sjónvarpiö I gærkvöldi. Hún fór inn i baðherbergið og þvoði augun upp úr bórvatni: það hafði móðir hennar kennt henni fyrir fjörtlu árlim . Hún stóð kyrr I baðherberginu með lokuð augu og taldi upp að hundrað. Svo gekk hún aftur inn I svefnherbergið sitt og leit út um gluggann aftur. Þá var ekkert annarlegt að sjá. Dyrnar að rauða kofanum voru læstar. Þar voru engir á ferð. Ég ætti llklega að hætta að góna á þetta sjónvarp, hugsaöí ungfrú Ingeborg. Ég segi bara viö Louise, að ég sé farin að verða þreytt á kvöldin. Hún myndi annars segja, að ég hefði alltof mikiö hugmyndaflug. Þaö verður að segja, ungfrú Louise til afsökunar, að frásögn systur hennar af þessum at- burðum, var svo margslungin, að það var svo sem ekkert undar- legt, aö hún leggði ekki verulega eyrun að þvl. — Hugsaðu þér, mér fannst sem einhver væri aö hrópa á hjálp, sagði ungfrú Ingeborg. Já, og svo fannst mér eins og einhver væri aö gefa ljósmerki. — Manstu ekki Louise, að við lásum einhverntima um þaö, aö hermenn gæfu svoleiðis merki? Carl Frederik átti svo margar ævintýrabækur, manstu ekki hvað uppáhaldshöfundurinn hans hét? Þegar ungfrú Ingeborg var komin að manneskjunum sem voru að berjast hvort við annað, þá missti uiigfrú Louise alveg áhugann á frásögn syrsturinnar. Ingeborg horfir of mikið á glæpa- myndir sjónvarpinu, hugsaöi hún ergileg. Það þarf ekki annað en svolitinn mun á skini og skugga, þá er hún strax farin að Imynda sér allskonar vitleysu. . — Að sjálfsögðu hefir enginn RAFMAGNS- ELDAVÉLASETT Við Öðinstorg, sími 10322 - Hafnarfirði, sínii 50022 Sendum gegn póstkröfu - Greiðsluskilmálar 46 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.