Vikan

Tölublað

Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 47

Vikan - 06.09.1973, Blaðsíða 47
veriö aö kalla á hjálp, sagði hún mynduglega, til að taka af skarið. — Þú sérö afturgöngur um miöjan dag, en ef þú ert eitthvað óróleg, þá getur þú bara hringt til frú Söderberg, til að athuga málið. Ungfrú Ingeborg gekk hikandi fram í anddyrið. — En ef hún skildi nú ekki svara? — Þá veröum við liklega að ganga þangað yfir og sjá hvort allt er meö felldu. — Já, auövitað, sagði ungfrú Ingeborg dauflega og gekk fram til að hringja. Einni minútu siöar kom hún aftur inn til systur sinnar. — En hvernig gátum við gleymt þvi, Louise, að I dag er áttundi júni! sagöi hún glaðlega. — Það er afmælisdagur frú Söderberg. Systir hennar kemur i dag. Það hlýtur aö hafa veriö hún, sem ég sá, i svörtum siðbuxum. Ljós- blikið hefir auðvitað verið al stóra demantshringnum hennar frú Söderberg. Ég gat auðvitað hringt, en þú veizt það Louise, að frú Söderberg vill vera ein með systur sinni þennan dag. Ungfrú Ingeborg stóð alveg á öndinni i ákafa sinum til að út- skýra málið. — Já, já, Ingeborg, sagði ung- frú Louise róandi, áttunda júni kemur ungfrú Malmström alltaf klukkan tiu. Klukkan er nú all- nokkuð meira en tiu núna. Ef eitt- hvað hefir skeð, þá kemur ungfrú Malmström hingaö, til að segja okkur það. Viö þurfum ekki aö hringja. Ungfrúrnar voru nú rólegar, þegar þær voru búnar aö taka þessa ákvöröun. Þannig atvikaðist þetta um morgunin og þegar Cilla kom, ó- velkomin eins og hún var, voru þær búnar að afgreiða málið frá sinni hlið, og þaö var eins og Staffan Jernberg sagði, þær vildu alls ekki breyta skoðun sinni. Staffan Jernberg hringdi texta sina til Stokkhólms, gleypti i sig einhvern bita á kaffiteriunni og fór svo meö Onnu Lisu til hússins, þar sem einkennilegi maöurinn bjó. Þetta var gamall maður, sem bjó til stórar styttur úr tré af elg- dýrum, með vélsög. Þessi kofi var mjög afskekktur, það var aö minnsta kosti tveggja „milna leiö til næsta sima, svo Anna Lisa varð að láta bllinn blða, til aö geta ekið til Vesteras, þegar hún var búin að taka myndirnar og hún lofaði að senda leigubilinn til baka eftir Staffan, ekki seinna en eftir klukkutima. Karlinum fannst ekkert liggja á, hann hafði mikið að segja og var búinn að taka fram flösku af heimabruggi, til að gæða Staffan á, þegar kerlingin með mynda- vélarnar væri farin. En Staffan sat eins og á nálum. öróleikinn nagaöi hann, þótt hann reyndi að telja sjálfum sér trú um að hann væri ekki betri en tauga- veikluð kerling. Unga stúlkan hafði nefnilega verið óttaslegin i raun og veru, það var engin upp- gerð. Það var lika ljóst að hún var ekki neinn asni. Hann fékk önnu Lisu miðann með sfmanúmeri hjá systur Cillu og sagði: — Vertu nú svo elsku- leg aö hringja i þetta númer, strax þegar þú kemur til Vesteras. Segðu bara, að ég komi innan skamms, svo fljótt sem mér er mögulegt. Það heyrðu engir, aðrir en Cilla og Isaksson, þegar eldhúshurðin skall i lás. Isaksson tók lykilinn af króknum við dyrnar og stakk honum i vasann. Cilla var of hrædd til að segja nokkuð. Hún sat sem steinrunnin, meðan hann var að læsa, bæði þvottahúsinu og aðaldyrunum. Hún þekkti varla sjálf rödd sina, þegar hún sagði: — Hvar er frú Söderberg? Þér hljótið að vita það! Isaksson var að draga rimla- tjöldin fyrir alla glugga, svo nú var orðið dimmt inni. — Hún er I skýli garðyrkjumannsins, læst inni til öryggis. — Er hún... meidd? — Ef svo er, þá er þaö henni sjálfri að kenna. Þaö var hún, sem gerði uppsteit i morgun. Ég var um það bil að fara, þegar hún fór að gera mér erfitt fyrir. Cilla hrópaði i æði: — Hafið þér myrt hana? Hann starði fram fyrir sig og andlitið var alveg sviplaust: — Það sem skeði, var henni sjálfri að kenna, sagði hann þrjózkulega. — En hversvegna? sagði Cilla, eiginlega frekar við sjálfa sig. — Hún var svo elskuleg sál og engum til ama. Hún hefði aldrei viljandi gert nokkrum manni mein. Hvað hafði hún gert yöur? — Hún þekkti mig, sagði Harald Isaksson snöggt. Frh. i næsta blaöi. PRENTIlll 36. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.