Vikan

Útgáva

Vikan - 20.09.1973, Síða 16

Vikan - 20.09.1973, Síða 16
VAR ÞAÐ BARA DRAUMUR Ég hitti hana, og eftir það lifði ég aðeins fyrir ástúð hennar, atlot og orð. Ég var svo algerlega niðursokkinn i og töfraður af öllu, sem hana snerti, að mér stóð orð- ið á sama, hvort dagur var eða nótt, sum- ar eða vetur. Ég skeytti engu i viðri vel- öld nema henni. Ég hafði elskað hana mjög heitt. Hvi elskar maður? Já, hvi elsk- ar maður? Hve það er einkenni- legt að sjá i rauninni aðeins eina veru I öllum heíminum, að láta aðeins eina hugsun ráða yfir huga manns, að láta aöeins eina þrá rikja I hjartanu og að endurtaka stöðugt aðeins eitt nafn, nafn, sem kemur jafnan aftur og aftur fram á varir manns frá dýpstu fylgsnum sálarinnar likt og vatn i uppsprettu, nafn, sem er slfellt endurtekið, sem er stöðugt hvisl- aö alls staðar likt og bæn! Ég ætla að segja ykkur sögu okkar tveggja, þvi aö ástin býr aöeins yfir einni sögu, sem er I rauninni alltaf stl sama. Ég hitti hana, og eftir það lifði ég aðeins fyrir ástúð hennar, atlot og orð. Ég var svo algerlega niöursokk- inn I og töfraöur af öllu, sem hana snerti, að mér stóð orðið á sama, hvort dagur var eða nótt, sumar eða vetur, skeytti engu I viðri ver- öld nema henni. Og svo dó hún. Hvernig? Ég veit það ekki. Ég veit ekki lengur neitt. Það er allt I þoku fyrir mér. En kvöld eitt kom hún vot heim, þvi að það var hellirigning það kvöld. Næsta dag hóstaði hún mikið, hélt þvi áfram heila viku og lagðist veik I rúmið. Ég man ekki núna, hvað gerðist i raun- inni. En það komu til okkar lækn- ar. Þeir skrifuöu eitthvaö á blað og fóru siðan á brott. Svo var komiö með meöul, og eitthvert kvenfólk fékk hana til þess að taka þau inn. Hendur hennar voru sóttheitar, enni hennar brann, og augu hennar voru skær og döpur. Þegar ég yrti á hana, þá svaraði hún mér, en ég man ekki, hvað hún sagði. Ég hef gleymt öllu, öllu, öllu! Hún dó, og ég man vel eftir hinum siðustu, vieku and- vörpum hennar. Hjúkrunarkonan sagöi aðeins: „Já, svona fór það”. Ég skildi hana. Ég veit ekkert meira, ekkert. Einhver prestur vék sér að mér og spurði: „Var hún ástmey yð- ar?” Og mér virtist sem hann væri að móðga hana. Það hafði enginn rétt til þess að segja það lengur.þareð hún vardáin. Og ég rak hann út. Annar prestur kom, sem var mjög góöur og fullur samúðar. Og ég grét, þegar hann talaöi við mig um hana. Fólk talaði við mig um jar&ar förina, en ég man ekki eftir ncinu sem það sagði, þó að ég muni eftir likkistunni og hamarshöggunum, þegar þeir negldu lokiö yfir hana i kistunni. 0, Guð almáttugur! Hún var grafin, — grafin I jörö niöur! Hún! Grafin I þessa holu! Eitthvert fólk fylgdist meö til kirkjugarðsins, einhverjar vin- konur hennar. Ég flýði og hljóp eitthvað burt. Éghljóp fyrst beint af augum, og síðan gekk ég eftir borgarstrætunum, fór heim, og næsta dag lagði ég af staö i ferða- lag. í gær sneri ég aftur til Parisar. Þegar ég sá aftur herbergið mitt — herbergið okkar, rúmið okkar, húsgögnin okkar, allar þær leifar, sem eftir verða af lifi mannlegrar veru hér i heimi eftir dauða henn- ar, þá nisti sorgin mig allt i einu á ný af hálfu meira magni. Ég var kominn á fremsta hlunn að opna glugga og henda mér niður á göt- una. Ég gat ekki dvalizt lengur á meðal þessara hluta, á milli þess- ara veggja, sem höfðu umlukt hana og veitt henni skjól, sem geymdui rifum sinum þúsundir frumeinda frá lfkama hennar, hári hennar og hörundi og jafnvel andardrætti hennar. Ég greip hatt minn og flýöi út. Ujn leið og ég komst að útidyrunum, fór ég fram hjá stóra speglinum i and- dyrinu, sem ég hafði látið setja þar, til þess að hún gæti skoöað sig á hverjum degi frá hvirflf til ilja, um leið og hún fór út, til þess aö athuga, hvort föt hennar litu vel út og færu vel, allt frá litlu skónum upp til hattsins hennar. Ég snarstanzaði ósjálfrátt fyrir framan þennan spegil, sem hafði svo oft endurspeglað mynd henn- ar, svo oft, svo oft, að spegilmynd hennar hlaut að vera þar geymd. Ég stóð þarna skjálfandi, og augu min starblindu á spegilinn, á þetta flata, tóma og næstum dul- arfulla gler, sem hafði falið I sér alla mynd hennar og hafði jafnt og ég, jafnt og min ástriöufullu augnatillit. Mér fannst ég eiska þetta gler. Ég snerti það. Það var kalt. 0, sú brennandi endurminn- ing! Dapri spegill, brennandi spegill, hryllilegi spegill, sem lætur mennina þjást þannig! Sælt er það mannshjarta, sem gleymir öllu þvi, sem spegillinn hefur geymt, öllu sem hefur birzt hon- um, öllu, sem hefur virt fyrir sér spegilmynd sina I honum eða end- urspeglazt I hjartanu, þrungnu ást! Ó, hve ég þjáist! Ég gekk út án þess að vita af þvi, án þess að óska þess. Ég gekk I áttina til kirkjugarösins. Ég fann hina óbrotnu gröf hennar, sá hvita marmarakrossinn með hin- um fáu orðum: Hún elskaði, var elskuð og dó Hún er þarna niðri I jöröinni, rotnuð! Hve það er hræöilegt! Ég hné til jarðar, og enni mitt snart moldina. Og ég grét. Ég lá þar I langan tima, i óralangan tima. Þá sá ég allt i einu, að byrjað var að dimma. Þaö greip mig einkenni- leg, brjálæöiskennd þrá örvænt- ingarfulls elskhuga. Ég þráði að eyða nóttinni, hinni siðustu nótt, grátandi á gröf hennar. En vörð- urinn sæi mig og ræki mig út. Hvernig átti ég að fara að þvl að felast fyrir honum? Ég var kænn, stóö upp og byrjaöi að ráfa um I borg hinna dauðu. Ég gekk og gekk langa-lengi. Hve litil er þessi borg I samanburði við hina borgina, borgina, sem við lifum i! Við viljum há hús, breiö stræti og mikið svigrúm fyrir hinar fjórar kynslóðir, sem lita dagsljósið á sama tima, drekka vatnið úr upp- sprettunum, viniö af vinviðnum og éta brauðið af ökrunum. Og þaö er varla neitt rúm, varla neitt rúm, fyrir allar kynslóöir hinna dauðu, fyrir öll þau þrep, sem hver kynslóð á hinum mikla Framhald á bls. 40 Smásaga eftir Guy de Maupassant. 16 VIKAN 38. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.