Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.09.1973, Qupperneq 18

Vikan - 20.09.1973, Qupperneq 18
Aldagamlir draumar um Fátt verkar eins örvandi á imyndunarafliö og sögnin um At- lantis og endalok þess. Sagan hef- ur hrifiö alls konar menn, skáld, heimspekinga, hugmyndafræö- inga, leikmenn og rithöfunda. Og þaö er alls ekki undarlegt, þvi sagan af Atlantis er hrifandi, æs- andi og dapurleg i aöra röndina. Henni svipar á ýmsan hátt til frá- sagnarinnar af aldingaröinum Eden. Saga um horfna paradis sem tekur hug okkar fanginn, og lætur okkur dreyma um sæluriki, sem kannski hefur veriö til. Goösögnina um Atlantis er fyrst aö finna hjá Platon i tveim- ur frásögnum hans, Timaios og Kritias. Þar er hægt aö lesa upp- runalegu söguna um Atlantis. Vitaö er, aö söguna hefúr Platon ekki samiö sjálfur, heldur hefur hann hana frá Egyptalandi eftir stjórnvitringnum og skáldinu Solon. Platon geröi sér ljóst, að sagan var goösögn og hana bar aö lesá með tilliti til þess, en hann' bendi samt fjórum sinnum á, aö frásögnin byggir aö einhverju leyti á staöreyndum. Hvað er þá hægt aö fullyröa samkvæmt frásögn Platons? Er yfirleitt nokkurt mark takandi á henni? Hvers konar menningu er Platon að lýsa? Þaö er greinilegt samkvæmt frásögn Platóns, aö endalok Atlantis standa i nánu sambandi viö strfö, sem ibúar þess hugöust fara meö á hendur Egyptum og Aþeningum. Af þvi má ráöa, aö Atlantis var herveldi, að minnsta kosti eins mikiö og Aþena og Egyptaland. Auk þess er óhætt aö fullyröa, að jaröyrkja hafi staöið i blóma i Atlantis og ibúar þess bjuggu við frelsi. Atlantis þaö sem Platon lýsir, er þróaö riki. Ibúar þess kunna aö fara meö verkfæri og kunna aö nota kopar, tin og brons. Þeir kunnu einnig aö vinna úr silfri og gulli. Byggingarlistinni i Atlantis er lika lýst. Höfuöborgin var umluk- in múr, sem var um þaö bil mila á lengd. I lýsingunni viröist hann hafa verið dæmigeröur fyrir forn- öldina. „Hluti steinanna var hvit- ur, hinnsvartur eöa rauöur.Hluti hússins var byggöur i einum lit, en hinir voru skreyttir meö stein- um i öörum litum”, segir Platon. Samkvæmt þessum skrifum Platons ætti Atlantis aö hafa átt sitt blómaskeið á bronsöldinni, eöa nánar tiltekiö á árunum 2000 til 1000 f. Kr. Platon lét okkur eftir lýsingu á Atlantis og samfélaginu þar. Hvernig leit það út, hvar var þaö staðsett á hnettinum, hvaöa þýö- ingu haföi þaö fyrir þróun sög- unnar, hvert á það rætur sinar aö Frá þvi á timum Platons hafa sög- urnar um eyna, sem hvarf, töfrað mannkynið. Vis- indamenn og grúskarar hafa velt þvi fyrir sér, hvar þetta ævintýraland hafi verið, en eng- Kortið: Margir studdu þá kenn- ingu, aö Atlantis heföi veriö eyja i miöju Atiantshafi. Stóra myndin: Olof Rudbeck hélt þvi fram fyrir þrjú hundruö ár- um, aö Atlantis heföi veriö i Svi- þjóö og þar heföi veriö vagga vestrænnar menningar. rekja og hvers vegna leiö þaö undir lok? 1 sögunni um þaö, hvernig guö- irnir skiptu milli sin jöröinni, er sagt frá þvi, aö sjávarguöinn Poseidon fékk I sinn hlut eyna, þar sem hinir fyrstu dauölegu bjuggu. Það voru Evenor, um hefur tekizt að sanna það svo óyggjandi sé. Ný- lega hefur flokkur ameriskra vísinda- manna komizt að raun um, að Atlantis hljóti að hafa verið úti fyrir strönd Spánar. Leukippe kona hans og Kleito dóttir þeirra. Þegar Evenor og Leukippe voru dáin, giftist Pos- eidon Kleito. Platon lýsir nokkuö nákvæmlega höfuöstaönum, þar sem Atlas, elzti sonur Poseidons, bjó, en hann var fyrsti konungur i Atlantis. „Mér hefur veriö tjáö, aö öll eyjan hafi risiö snarbrött úr sjó, en landslagiö kringum staöinn sjálfan hafi verið flatlent og um- lukiö háum fjöllum á alla vegu, sem náöu allt til hafs. Allt þetta landsvæöi sneri I suöur og var I skjóli fyrir noröanstorminum. Fjöllin umhverfis báru af öllu ööru að fegurö og stórfengleik. Þar voru auöugar, fjölmennar borgir. Þar voru ár og litil stööu- vötn og græn engi, sem sáu villt- um og tömdum dýrum fyrir fæöu, þar voru tré af öllum stæröum. Allir höföu gnægö alls, sem þeir þörfnuöust”. Eftir lýsingu Platons aö dæma tilheyröu tvær eöa kannski fleiri eyjar Atlantis. önnur var litil og hringlaga, en hin miklu stærri og sem næst ferhyrnd. Samkvæmt frásögn Platons, var þaö stærri eyjan, sem sökk i sjó á einum degi og einni nóttu. Allar götur til miörar sextándu aldar viröist ekki hafa veriö mikill áhugi fyrir þvi aö staösetja Atlantis. Þaö var eiginlega ekki fyrr en eftir för Kólumbusar til Ameriku, aö áhugi manna á Atlantis vaknaöi aö nýju. Um þaö bil sextiu árum siðar (1553) sagöi Francesco Lopez de Gomara, aö Amerika væri álfan hinum megin viö Atlantshaf, sem Platon heföi minnzt á i skrifum sinum: Atlantis — Atlantshaf — lausnin virtist vera augljós. Ef veriö haföi eyja eöa meginland i miöju Atlantshafi, væri auöveldara aö finna skýringu á þvi, hvers vegna svo margt var likt meö álfunum tveimur, sitt hvorum megin At- lantshafins. Þaö er llka þess vegna, sem kenningin um aö Atlantis heföi veriö i miöju At- Framhald á bls. 41 18 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.