Vikan

Issue

Vikan - 20.09.1973, Page 36

Vikan - 20.09.1973, Page 36
RAFMAGNS- MIÐSTÖÐVARKETILL ELDAVÉLASETT Við Öðinstorg, sími 10322 - Hafnarfirði, sími 50022 Sendum gegn póstkröfu - Greiðsluskilmálar allt og þaut heim að húsinu til að hringja til lögreglunnar. Skiljið þér þetta ekki? Rödd hans var orðin skræk. Nákvæmlega einu árieftir morð- ið, áttunda júni i fyrra. Cilla starði á loöna rýamottuna. Hún mundi eftir heimsókninni til Hans frænda og I kirkjugarðinn, hádeg- isverðinum i garðinum. Hún leithægt upp og horfði á Is- aksson: — Það getur ekki verið, að þér hafið séð systur mína, sagði hún. — Attunda júni i fyrra var ég meö henni allan daginn. Hvað sem þér nú hafið gjört við systur mina, þá hefur það verið misskilningur. Þér hafið myrt hana að ósekju! Það varö dauðaþögn. Nú drep- ur hann mig lfka, hugsaöi Cilla. Frh. I næsta blaði. FLUGRAN_________________ Framhald af bls. 11 nafnið á farþeganum, ekkert ann- að. — Heyrðu, það er skritið! Hvers vegna skyldi Susie ekki hafa nefnt nafn hans? Hún hlýtur aö vita það... Hann þagnaði og horfði óróleg- ur á manninn með skammbyss- una, en maðurinn horfði inn i far- þegaklefann og sá ekki augnaráð flugstjórans. — Nú hefur feita kerlingin setzt. Og nú er hún að kjafta við vitleysinginn. — Þá komum við. Armistead gekk hægt aftur eftir ganginum, vitandi um, aö hluti farþeganna horfði forvitinn á hann. Aörir sátu og lásu eða sváfu, grunlausir um atburöina um borö. Það var ekki að sjá, að neinn órói væri meðal farþeg- anna, og hann fann, að það slakn- aði svolltiö á spennunni innra meö honum. Hræðsla og ofboö meðal farþeganna hefði verið þaö versta. — Viö göngum framhjá og lát- um hann ekki sjá, að við séum að fylgjast með honum, sagði hann yfir öxlina við manninn meö skammbyssuna. Siöan fylgjum viö flugfreyjunni eftir, þegar hún fer með kaffið. Sammála? Hann fékk ekkert svar, en hann vissi, að maðurinn bak viö hann fylgdist vel meö öllu, sem hann geröi og sagði, svo hann endurtók ekki spurninguna. Þegar þeir gengu fram hjá frú Warrender, sá hann, aö hún hlustaöi á manninn við hlið henn- ar — eldri mann með kröftuglegt andlit og djúpstæð augu. Hann virtist eðlilegur, en það sem hann sagöi var mjög geðveikislegt. Armistead heyröi ekki hvert orö, en það lét i eyrum sem eintóna bannsöngur. Armistead brosti til frú Warr- — Ég vona, að allt hafi lagazt, frú Warrender, sagöi hann kurteis- lega eins og heimsókn hennar i flugstjórnarklefanum hafi verið til að kvarta yfir einhverju. Maöurinn leit upp og söng: — Og ölium, sem ekki eru innritaöir i lifsins bók, mun verða kastaö á eld. — Hm — það er einmitt það, sagði Armistead, dálitið efins, þó að hann hafi búizt við þessu. Hann tók eftir rauða kassanum á hnjám iriannsins og fmgrinum á litlum rofa. Hann fékk gæsahúð á hand- leggina og maginn herptist sam- an, og siöan gaumgæfði hann andlit mannsins betur. Guð minn góður! Hann gaut augunum til frú Warrender, en hún hafði ekki rétt úr höfðinu, heldur hallabi þvi að manninum eins og hún hlustaði auðmjúk á fordæmingar manns- ins. — Jeminn góöur! sagði maður- inn með skammbyssuna I hásu hvisli. Hann er snarvitlaus! Susie fór fram hjá þeim meö bakka hlaðinn kaffibollum, sem hún bauð farþegunum. — Vertu nú varkár Susie, sagði hann, en varð svo ljóst, að aðvörunin var ónauðsynleg. Hún horfði á hann 36 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.