Vikan

Útgáva

Vikan - 20.09.1973, Síða 48

Vikan - 20.09.1973, Síða 48
Náttúruhamfarir mig dreymdi Kæri draumráöandi! Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem mér fannst merkilegur og langar til að fá ráðningu á. Hann var svona: Ég var stödd á bæ, sem var mjög líkur bænum, sem ég á heima á, en mér fannst það þó ekki vera hann. Allt í einu varð mér litið út um gluggann og þá sé ég að farið er að gjósa úr f jallinu handan árinnar. AAér varð mikið um þetta, en svo fannst mér eins og þetta væri gosið í Vestmannaeyjum og gígurinn væri á flug- vellinum þar. Þá kveikti ég á útvafpinu og þá var verið að tilkynna í því, að eyjabúar ætfu að flytja til megin- landsins og var þeim sagt, að þeir skyldu ekki vera hræddir og taka eins lítinn farangur með sér og þeir framast kæmust af með. Eftir nokkurn tíma fannst mér vera komin stór sprunga þverf í gegnum landið og margar smá- sprungur út frá henni. Þá fannst mér eins og verið væri að flytja íslendinga úr landi og til Englands og þegar þangað kom varöllufólkinusafnaðsaman á stórt, opið svæði og síðan vartekin kvikmynd af því. Þá kom allt í einu maður þar og hlýtur hann að hafa verið hátt- settur í þvísa landi, því að hann bar mikið af heiðurs- merkjum. Hann bað fólkið að fara til ættingja, ef ein- hverjir væru, en hinir fengju ókeypis húsnæði um ókominn tíma. Þá fannst mér eins og flestir færu til Skotlands. Flestum samdivel við Englendinga og allt var reynt að gera til að gleyma óförunum á (slandi. Svo fannst mér einsog ég sæi einn daginn, að landið spryngi í loft upp og brást þá von margra um að byggja það upp aftur. Þetta kom mjög illa við fólkið og lengi á eftir voru sýndar myndir frá landinu í sjónvarpinu. Þakka fyrirfram ráðninguna. Kitta. — Draumurinn þinn er óneitanlega með þeim merki- legri, sem draumráðningaþættinum þefur borizt. Táknin i honum eru mörg og hægt er að tengja þau saman á marga mismunandi vegu. Sumir draumráð- endur halda þvi fram, að eldfjöll og eldgos merki frið og gleði í draumi, og óskandi væri, að draumur þinn væri fyrir góðu, þvi að hann snertir ekki einungis þig heldur alla þjóðina. Alla vega er óhætt að spá þvi, að einhver stórtíðindi í landsmálum eru á næsta leiti og vonandi eru það góð tíðindi. Brúnir hestar. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég væri í útreiðartúr á tveimur brúnum hestum — annar hesturinn f læktist í net og ég kallaði á vinkonu mína og bað hana um að leysa hestinn fyrir mig. Hún gerði það. Þegar hún var búin að losa hestinn úr netinu, gaf hún mér fulla tösku af harðfiski. Við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Á.T.V.R. Þú lendir í einhverjum vandræðum, sem vinkona þín leysir úraf mikilli prýði og vinátta ykkar treystist enn. Þú mættir þó að ósekju leggja meira á þig fyrir vin- konu þína, en þú hefur hingað til gert. Málverk að gjöf Kæri þáttur! Ég var stödd í stórri verzlun og var að gá að brúðu, sem ég ætlaði að kaupa. Mér fannst, að það yrði að vera drengjabrúða. Ég var ekki búin að finna brúðuna og ég heyri voðalegan hávaða og fólk fór að hlaupa út úr búðinni svo ég fór að hlaupa líka. Allt í einu tek ég eftir því að ég er ein á hlaupum nema hvað tveir menn, sem ég kannast við, elta mig. Ég hljóp niður hól og beið neðst í brekkunni eftir því að mennirnir kæmu niðurog þá stökk ég yfir þá. Þegar ég leit við, sá ég að þeir voru báðir dánir og þótti mér það dálítið skrýtið. Ég fór aftur heim og nú fór ég ekki inn í verzlun, heldur stóra og fallega kirkju. Ég fór inn í kirkjuna og læsti henni á eftir mér með stórum og fallegum lykli. Þá fannst mér það vera lykillinn, sem mennirnir tveir höfðu verið að sækjast eftir. Þegar ég kom innar í kirkjuna, hitti ég þar mann með svart skegg«og góðlegan að sjá. Mér fannst ég þekkja hann í draumnum, en ég veit ekki hver það var. Þessi maður rétti mér lítið fallegt málverk af skipi á siglingu og égman aðsjórinn var óvenju grænleitur á myndinni. Þegar ég sé málverkið fer ég að hágráta. Maðurinn faðmar mig aðsérsem snöggvastog fersvo í burtu. I horninu á málverkinu voru stafirnir G.M.G. Draumurinn var ekki lengri. Ég vona að þið ráðið þennan draum fyrir mig, því að hann var eitthvað svo greinilegur og raunverulegur að ég á erfitt með að gleyma honum. Jónina. Draumur þessi er svolítið tviskiptur og ekki er augljóst samband milli hlutanna. Þú ættir að gæta starfs þfns vel, því að lykillinn táknar ábyrgðarstöðu, sem þér verðurtreyst fyrir. Þú þarftað keppa við aðra, sem einnig sækjast eftir stöðunni, og verður hlutskörp- ust. Þess vegna muntu sæta nokkurri gagnrýni.í fyrstu, en settu það ekki fyrir þig, því að málverkið boðar þér gott gengi. Svar til Kötu Láttu ekki fagurgala vinkvenna þinna hafa nein áhrif á þig, þviað varterað treysta þvi, sem þær segja. Þú átt eftir að standa þig vel í nýja starfinu og verður fljót að vinna þig i álit hjá vinnuveitanda þínum. Trúlega verður stutt í sambandi þínu og piltsins, sem þú getur um í niðurlagi bréfsins.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.