Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.10.1973, Side 10

Vikan - 25.10.1973, Side 10
Steingrímur Hermannsson Dekurbarn foreldra og flokks EFTIR LÚPUS Mörg eru dæmi þess meö Islendingum, aö göngufúsir æskumenn reyni aö feta i spor stórstigra feöra. Slikttekst misjafnlega hér á landi eins og annars staöar um heimsbyggð- ina. Sumir komast harla langt, aðrir miklu skemmra, en vist gefur að skilja, að sá, sem eftir fer, njóti mjög hins, er á undan gekk. Margir hefðu sennilega aldrei lagt upp nema vegna þess, að farin slóð blasti við þeim. Svo er um stjórnmálaafskipti Steingrims Her- mannssonar, sem er mestur pabbadrengur i liði Framsóknarflokksins. Hann vær^ bara þaulsætinn skrifstofumaöur i Reykjavik, sem skryppi aðeins öðru hvoru út á land vegna at- vinnu sinnar og sér til ánægju og hressingar, ef fööursporin heföu ekki eggjaö hann i póli- tiskan leiðangur. Steingrimur fékk kjördæmi i arf og hreppti flokksvöld út á faðerni sitt. Svo sker reynslan úr um, hverjir séu að ööru leyti verðleikar mannsins. Slik forréttindi eru á borð við að fá upp i hendur auö, hús og fyrirtæki svo þurfi ekki að afla slikra verömæta sjálfur. Aöstööu- munurinn er og samkeppnislega svipaöur þvi, aö einn bruni á vélknúnum sleöa I áttina aö settu marki, en annar kafi ófærö. Samt nægir forskotiö aöeins sumum. tsland er fjöllótt og ógreiöfært, og sleöinn festist kannski I sprungu fyrr en varir og dugir þess vegna litt i samanburöi viö sterka og þolna fætur. Steingrlmur Hermannsson veröur því að treysta á fleira en föðurarfinn, þó að mik- ils virði sé, ef hann ætlar að komast leiðar sinnar eins og hugur hans girnist. Steingrimur Hermannsson fæddist I Reykjavlk 22. júnl 1928 og er sonur Hermanns Jónassonar, fyrrum alþingismanns og for- sætisráðherra, og konu hans, Vigdlsar Stein- grimsdóttur. Hann varö stúdent I Reykjavik 1948, en nam slðan verkfræöi i Bandarikjun- um og lauk prófi 1952. Heimkominn gerðist Steingrimur verkfræðingur hjá Rafmagns- veitu Reykjavikur og siöar Aburöarverk- smiöjunni, en var svo nokkra mánuði fulltrúi i varnarmálanefnd utani^kisráöuneytisins. Hann fluttist til Bandarikjanna 1955 og starf- aði sem verkfræðingur I Kaliforniu fram á árið 1957, er hann hvarf aftur heim til fs- lands. Átti Steingrimur þá hlut aö stofnun fyrirtækis I Reykjavik til verklegra fram- kvæmda, en réðst sama haust framkvæmda- stjóri Rannsóknaráös rikisins og varö jafn- framt framkvæmdastjóri Atvinnumála- nefndar rikisins frá ársbyrjun 1958. Hann á 10 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.