Vikan - 25.10.1973, Qupperneq 11
sæti i mörgum nefndum og ráöum, enda
hlunnindagjarn.
Alltaf hefur talizt sjálfsagt, hvar Stein-
grímur Hermannsson væri i flokki, þvl aö
hann fékk einnig skoöanir i fööurarf. Þó lét
hann sig stjórnmál litlu varöa á námsárun-
um og eigi fyrr en aö lokinni seinni dvöl sinni
i Bandarikjunum. Tókst Steingrimur þá á
hendur formennsku I Félagi ungra fram-
sóknarmanna I Reykjavik og hugði brátt á
frekari pólitisk umsvif. Faöir hans lét svo af
þingmennsku 1967 eftir aö hafa veriö fulltrúi
Vestfiröinga óslitiö síöan á hausti 1959, en
haföi þangaö til notiö fulltingis Stranda-
manna allt frá 1934. Valdist þá Sigurvin Ein-
arsson efstur á lista Framsóknarflokksins á
Vestfjöröum, enda ætiö samfylgdarmaöur
Hermanns eftir kjördæmabreytinguna, en
var áður fulltrúi Baröstrendinga frá 1956.
Færöist Bjarni Guðbjörnsson viö það upp i
annaö sæti framboðslistans, en Steingrimur
Hermannsson settist öllum aö óvörum I
þriöja sætið, þegar Halldór Kristjánsson
hlaut enn að láta sér lynda hiö fjórða. Geyst-
ist Steingrimur um landsfjóröunginn og haföi
sig mjög i frammi á málþingum ásamt bónd-
anum og sálmaskáldinu á Kirkjubóli i
Bjarnardal, enda Sigurvin gamall og óhress,
en Bjarni lágvær og stirðmæltur. Sigurvin og
Bjarni voru báöir kosnir I hópi fulltrúa Vest-
firöinga, en Steingrimur skauzt af og til i
þingsalina á kjörtimabilinu sem varamaöur.
Féll honum vel þar og vildi tryggan sess.
Hann óx svo I áliti af aö komast I sveitar-
stjórn Garðahrepps 1970, en Steingrimur er
einn af ábúendum I Arnarnesi, þar sem húsa-
kostur þykir næsta rikmannlegur. Einnig
gafst honum ritaraembættiö i Framsóknar-
flokknum ári siöar, er Helgi Bergs vék úr því
til aö einskoröa sig viö bankastjórn. Sigurvin
Einarsson taldist svo ófær orðinn til þing-
mennsku fyrir siöustu kosningar. Réöst
Steingrimur þá I efsta sæti á lista Framsókn-
arflokksins i Vestfjaröakjördæmi og fékk þar
meö þann vilja sinn aö hljóta öruggan sess á
alþingi.
Steingrimur Hermannsson er ófeiminn í
málflutningi og treystir sýnu fremur á sókn
en vörn i umræðum. Þröngsýn sveitasjónar-
miö eru þessum bændaleiötoga fjarri skapi
og viöhorf hans flest borgarbúans og heims-
borgarans. Samt er hann gömlu kynslóöinni í
Framsóknarflokknum mun hugþekkari en
ungliðunum. Eldra fólkiö lætur hann njóta
uppruna og menntunar, en keppinautar hans
meöal jafnaldra og yngri samherja sjá
gjarnan ofsjónum yfir þvi, hvaö flokkurinn
hampar honum á kostnaö annarra, og saka
hann iðulega um eigingirni og ráöriki, enda
gætir Steingrlmur litt hófs, ef um frama eöa
hagsmuni er aö tefla. Honum finnst mjög til
um visindi og tækni Bandarikjamanna og lit-
ur umdeilanlega utanrikisstefnu þeirra oft
öörum augum en Islenzkt alþýöufólk, sem er
jafnan tortryggiö i garö stórvelda. Hins veg-
ar geöjast mörgum framfarahugur hans og
umbótavilji, og hann ávinnur sér yfirleitt
vinsældir I persónulegri kynningu, enda glaö-
lyndur og mannblendinn og hress I bragöi i
sérhverjum fagnaöi. Steingrimi er æriö hlýtt
til Vestfiröinga og einkum Strandamanna
fyrir hollustu viö þá feðga báöa, og honum
titra einnig hjartarætur norftur til Skaga-
fjaröar I ættræknisskyni, en hanri” myndi
hvergi vilja eiga heima nema I fjölmenni.
Þaban vill hann svo koma út I dreifbýli og fá-
sinni meö glaöhlakkalegu fasi og viömóti
gestsins. Hann þykir vinum sínum traustur
og veitull, en andstæðingum harölelkinn og
fjandmönnum grimmur. Steingrimur Her-
mannsson bregður sér I margan ham og er
skopskyggn á menn og málefni nema sjálfan
sig. Þá hefðarpersónu sér hann aöeins i ljósi
alvörunnar.
Hermann Jónasson varö stjórnmálamaöur
af nokkurs konar tilviljun og fannst vist löng-
um allt þaö stúss eins og skemmtileg Iþrótta-
keppni. Steingrimur sonur hans telur sllka
framtakssemi hins vegar likari atvinnuvegi,
og honum eru völd áreiöanlega miklu eftir-
sóknarveröari en fööur hans voru nokkru
sinni. Honum væri óljúf tilhugsun að berjast
fyrir hugsjónum I minnihluta, þar sem hann
stæöi höllum fæti. Hann skipar sér eindregiö
og hiklaust meirihlutamegin til aö hreppa
stundleg gæöi, en vorkennir hverjum þeim,
sem stritar úti I höröu vebri, meöan honum
hlær hugur í brjósti inni I háreistu og vistlegu
mammonsmusterinu. Steingrimur er fús til
leikja eins og faðir hans, ef þeir kosta ekki of
mikla fyrirhöfn og dýrmætan tima frá arö-
bærari iðju. Hann gengur á fjall til að njóta
einveru og vlösýnis stundarkorn eöa rennir
fyrir vænan fisk i spegilsléttu vatni til aö fá
sér I soðiö, en aöeins aö liðnum vinnudegi,
sem hefur gefiö honum drjúgar tekjur haöra
hönd. Hann sóar þvi er honum er trúaö fyrir
af eigum og aflafé annarra, en sklpuleggur
nákvæmlega frekur og ágjarn öll vinnubrögö
i þágu sjálfs sin og lætur þá ekkert ganga sér
úr greipum. Atkvæöasöfnun hans um Vest-
firöi er af þvi tagi. Steingrimur gæti hafa lært
áróöurstækni á skóla i Bandarikjunum alveg
eins og verkfræöina.
Steingrimur Hermannsson er dekurbarn
foreldra og flokks og þykir spilltur af sliku
meölæti. Hins vegar er táp hans nokkurt, og
þvi gæti hann vafalaust séö hag sinum eitt-
hvaö borgiö, þó aö vélsleðinn brotnaöi óvænt
undír honum I happaförinni, sem átti aö
veröa. Hann er útsjónarsamari og þrautseig-
ari en virðist i fljótu bragði. Þeim eiginleik
um þarf hann llka óspart á aö' halda, ef færið
versnar allt I einu og háski er á feröum. Og
hætt reynist mörgum öörum framsóknar-
manninum verr aö heiman búnum og á lak-
ara farartæki, ef Steingrimur veröur úti.
Hermann Jónasson var á sinum tíma snjall
glímukappi, sterkur og snöggur og mikilhapf-
ur, en nennti ekki aö þreyta fang viö aörá“
garpa nema skamma hrið og vandi sig brátt
á ljúfari viðureignir, en þó karlmannlegar.
Steingrfmur getur engan veginn státaö af
öörum eins likamsburöum, en hann er senni-
lega maður ólatari og langræknari. Faöirinn
var kannski lifsglaöari I Iþróttum sinum og
ófyrirleitnari meö byssu, en sonurinn er öllu
hneigöari fyrir veiöiskap, sem færir umtals-
verðari björg I bú en fuglakjöt.
Lúpus.
43. TBL. VIKAN 11