Vikan - 25.10.1973, Qupperneq 26
1
Þær voru allt annaö en álitlegar
dyrnar eða liklega til að vera inn-
. gangur I paradis islenzkra popp-
tónlistarmanna, - enskt upptöku-
studió. Húsið sjálft er bakhús við
Gamla Kirkjustræti i þeim hluta
Lundúnaborgar, sem nefndist
Chealse. Okunnugir gætu hæg-
lega farið á mis við húsið og and-
spænis þvi er þessi forkunnarlag-
legi pub eða bjórkrá, sem glepur
augað auðveldlega, sérstaklega
okkar tslendinga. Afskaplega
rólegt hverfi, fjarri öllum skar-
kala miðhluta Lundúnaborgar,
tilvalið fyrir upptökustúdió. Það
heitir Sound Techniques, og s.l.
sumar var hljóðrituð þar ný L.P.
hljómplata Magga Kjartans.,
Clockworking Cosmic Spirits.
Kjörið tækifæri gafst til þess að
fylgjast með þessari upptöku og
verður i þessum þætti reynt að
gefa sem ljósasta mynd af þvi,
hvernig hljóðritun nútima popp-
tónlistar fer fram.
Ekkert upptökustúdió er að
finna hérlendis, enda dýr i upp-
setningu og rekstri. Enginn hefur
enn séð hag I þvi, að koma á fót
einu sliku hérlendis. Allt það, sem
á sér stað i kringum upptöku-
stúdió, er þvi Islendingum lokuð
bók. Með þessari grein verður
reynt að opna þessa lokuðu bók og
fletta a.m.k. einum kafla,
kaflanum um byrjendur.
Þegar inn um þessar óálitlegu
dyr er komið, tekur við fátæk-
legur gangur og við enda hans,
þrjár tröppur. Gangurinn liggur
til hægri og upp á aðra hæð.
Lokaðar dyr og enn aðrar
Lokaðar dyr. Skilti er á
veggjunum.sem á stendur á ensku
„upptaka”. Skiltið er rautt og
mikið og það kemur ljós, þegar
mark skal á þvi taka. Þegar inn
um seinni dyrnar og framhjá
rauða ljósinu er komið, blasir við
sjálfur draumaheimurinn. Þegar
þessi húsakynni eru augum litin i
fyrsta skipti, eru likur til þess, að
spilaborgin islenzkra popp-
unnenda hrynji til grunna.
Glæstar hugmyndir um upptöku-
stúdió Bitlaborgarinnar við
Thames verða að gjalti Hvorki
er upptökusalurinn iburðarmikill
né það, sem kalla mætti „flott
slott”. Við augum blasir eitthvað
i likingu við venjulega skólastofu
sjálfan sig: er þetta allt og sumt?
Er þettat enskt upptökudtúdió
fyrir ofan meðallag? Litur það
svona út eftir allt'’ Já. um það er
engum blöðum :ið fletta. t bessu
stúdiói haia hljómsveitirnar Jet-
hro Tull og Fairport Convention
m.a. hljóðritað og likað mjög vel,
- Sound Techniques.
Og hvernig leit þetta svo út
svona i stuttu máli. Litill salur,
tiu metrar sinnum tuttugu að
stærð, gamaldags hanabjálka-
stigi upp á efsta loft, sem hýsti
kaffistofuna og vaffséið, annar
stigi svipaður að smið er i hinum
endanum og liggur upp i upptöku-
herbergið sjálft eða hibyli véla-
mannsins. tvélamaöur er hér
notað fyrir enska orðið engineer )
Tviskipt rennihurð skiptir
þessum litlu . salarkýnnum i
tvennt. Þar með ælti að vera
komin greinargóð lvsing á
stúdióinu, en þvi er þó ekki
þannig farið. Upptökustúdió er
svo sannarlega allt annað, en það
sem augað sér. Tækjabúnaður i
upptökúherberginu og iiljóm-
burður i upptökusalnum er það
eina, sem máli skiptir. Hvort það
eða bara gamla vöruskemmu,
sem flikkað hefur verið uppá.
Þegar augun hafa vanizt birtunni
innan dyra, vanizt þessari sjón,
er ekki hægt annað en spyrja