Vikan

Útgáva

Vikan - 25.10.1973, Síða 32

Vikan - 25.10.1973, Síða 32
Hefði hann verið svona tauga- spenntur og bitur, ef hann hefði kvænst annarri konu en Laurel, einhverri rólegri og háttbundinni konu, eins og til dæmis Claire Bently? Hann leit ekki einu sinni upp, þegar hún gekk til hans. — Getur þú ekki heldur sofið? Þegar hann svaraði henni ekki, sagði hún: — Michael, við verð- um að reyna að tala saman. — Eins og þú vilt. Janet sagði mér, að þú legðir i vana þinn að fara út á nóttunni. Rödd hans var ásakandi. — Við gætum kannski talað um það: — Ég gerði það aðeins einu sinni, til að elta Consuelu. Veiztu að hún hefur farið nokkrum sinn- um með Jimmy til þessa altaris... til að óska þess, að mamma hans kæmi til hans? — Vesalings Consuela. Hún hefur svo ákveðnar skoðanir um móðurást. Hvers vegna komst þú aftur? Hann var með dökka skugga undir augunum, sem voru mjög rannsakandi. Hún fylltist þessum sama ógnvekjandi ótta, sem ætið kom yfir hana, þegar hann leit beint á hana. — Ég veit það ekki. — En það svar! — Ég get ekki munað það, Michael, ég man ekki neitt, ekki neitt um þig, ekki neitt um Jimmy.... Ég vissi ekki einu sinni hvað ég hét, fyrr en ég hringdi til þin frá gistihúsinu. Nafnið þitt var skrifað á bréfsneþil, sem ég fann undir buxnastrengnum. Ég get ekki sagt hvar ég heti veriö, vegna þess, að ég veit það ekki. Þú trúir mér ekki, það veit ég! — Já, ég hefi heyrt, að þú baíir misst minnið. Það er auðvitað þægileg skýring. Ó, drottinn minn, hvað á ég að gera við þig? Það var svo mikið vonleysi i rödd hans, að henni var nú skiljanlegt, að það var ekki hún ein, sem átti við vandræði að striða. Hún fann sárt til þess hve erfitt hann átti, það var skiljanlegt, það hlaut að verá óbærilegt að eiga konu, sem hann hataði, en gæti ekki losað sig við. Á næsta augnabliki brotnaði glasið i mola á steinstéttinni og hann greip hana harkalega i faðm sér. — Hvaðan fékkstu þessa hug- mynd? Ég er ekki svo heimskur eins og þú heldur. Hann þrýsti henni svo fast að sér, að hún stóð á öndinni og hún fann heitan and- ardrátt hans við ennið og hún fann fyrir köldum hnöppunum á HVERl LAURE einkennisjakkanum hans gegnum náttkjólinn. — Ég skal segja þér hvers vegna þú komst. Það hefur liklega ekki gengið vel hjá þér og þessum náunga, sem þú bjóst með. Þið hafið kannski verið auralaus? Þá hefur þér dottið i hug, aðþað væri ekki svo vitlaust, að finna Michael gamla, kynnast svolitið munaðarlifinu, já og kannski hefur þér fundist sniðugt, að sjá hvernig drengurinn var, drengurinn, sem þú yfirgafst, getur það ekki verið? Kannski þú hafir lika gert eitthvað af þér á annan hátt og neyðst til að flýja af hólmi. Ég gæti tekið þetta sem skýringu, en ég ætla ekki að kyngja annarri eins vitleysu og þeirri. að þú hafir misst minnið. Hann sleppti henni og settist á stein. Eitt andartak var hann vandræðalegur, eftir þetta reiði- kast, enda þagnaði hann, eins skjótt og hann hafði byrjað. — Munaðarlifið, sem þú ert að tala um... það getur ekki verið ástæða til þess, að ég leitaði þig uppi. Mér liður mjög illa hérna. — Hvers vegna i fjandanum ferðu þá ekki burt? Láttu okkur i friði. Þegar þessum réttarhöldum i Denver lýkur, ertu frjáls sem fuglinn. Ef það eru peningar, sem þú ert að sækjast eftir, þá getur þú fengið nóg af þeim. Aðeins ef þú hverfur úr lifi okkar Jimmys. Hún var ekki eins hrædd við hann, þegar hann hækkaði róm- inn. Það var verra þegar hann var þögull og þungbúinn. — Jimmy þarfnast móður, Michael. Skilurðu það ekki? Hún settist á steininn við hlið hans. — Heldurðu ekki að hann hafi lika þarfnast móður fyrir tveim árum siðan? Þú, sem lézt þig hafa það, að yfirgefa nýfætt barn, ættir ekki að koma hingað til að segja mér frá móðurleysi hans! — Ég skil ekki hvernig ég gat... að nokkur manneskja skyldí geta gert annað eins og þetta. Ef þið væruð ekki svona viss um, að ég sé Laurel, þá myndi ég sverja fyrir að ég hefði getað yfirgefið Jimmy þá. Ég man það ekki.... en ég hefi á tilfinningunni, að ég hefði ekki getað það. Það hljóta að hafa verið einhverjar ástæður. En ekkert, sem getur afsakað þetta....þetta,sem þúsegir, að ég hafi gert. — Nei! Komdu þér þá i burt, áður en þú gerir meira af þér. — Ég get það ekki, ég verð að reyna að bæta fyrir gerðir minar. — Hvernig fer fyrir honum, ef hann fer að lita á þig sem móður sina, og svo... svo gripur flökku- —Trúðu mér, elskulega eiginkona, sagði hann og lagði áherzlu á hvert orð. — Ef ég ætlaði mér að myrða þig, þá myndi ég ekki nota til þess svo ósmekklegt áhald eins og öxi.... 32 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.