Vikan

Útgáva

Vikan - 25.10.1973, Síða 40

Vikan - 25.10.1973, Síða 40
hann var andstyggilegur karl. — Hvenær dó hann?r' — Fyrir átta árum. Pá var ég búin að halda hann út I tlu ár og þú getur bókað, að ekki feldi ég tár viö jarðarför hans. Og þaö, hvernig hann kom gagnvart Paul, var sannarlega hegningarvert. — Ég hef heyrt að Paul og föður hans, hafi ekki komiö vel saman, tautaöi Laurel. — Það er raunar vægt aö oröi komizt! Góöa mln, þetta var ekkert annað en hatur... Og það sýndi karlinn lika eftir andlátiö. t erfðaskránni, sagði Janet. — Hvað stóð I erfðaskránni? — En góða Laurel, þú hlýtur þó að muna það. Röddin I Janet var einna llkust þvl að köttur væri að mala. — Hvers vegna ertu annars hingað komin? — Tengdafaðir þinn þekkti mig alls ekki, Janet. Ekki gat erföa- skrá hans snert mig. — Stundum liggur við, aö ég trúi þér. Þú ert einhver sá sleip- asti lygari, sem ég hefi hitt. Þessi erfðaskrá var síðasta glæpa- verkiö karlsins gagnvart Paul. Það eina rétta hefði verið, að hann skipti auönum milli Pauls og Michaels. — Gerði hann það ekki? — Að hluta. En stærsti hlutinn átti að ganga til fyrsta barnsins, sem annar hvor þeirra eignaðist. Eftir að ég er nú búin að ná mér eftir mesta áfalliö, er ég sannar- lega ekki hissa á þvi, að þú skildir koma aftur. — Jimmy. — Já, þegar Jimmy litli Dever- eux verður stór, þá veröur hann llka stórauðugur maöur, Og hann getur þá hugsað vel um móður sina. Þú sérð um«að. — Hvernig gat tengdafaðir þinn vitað, að þið eignuöust ekki fyrsta barnið? Þiö eruö kaþól- ikkar... — Nei. Paul er kaþólikki, ekki ég. Ég vildi alls ekki leggja það I hættu, að eignast barn og þurfa að ala upp einhvern óþekktarorm. Það sagði ég karlinum, þegar hann ásakaöi mig fyrir það, að ég ætti ekki von á barni og þaö sem meira var, hann ásakaði Paul fyrir vangetu. — Ef ekki fæddist erfingi á næstu tiu árum, eftir dauða karls- ins, eða ef barnið næði ekki full- oröinsaldri, þá áttu öll auðæfin að skiptast á milli þeirra bræðranna. En hann þekkti Michael, sem snemma sýndi þess merki að verða kvennakær. Það væri þvl aöeins timaspurning, hvenær ein- hver stelpa flækti honum upp að altarinu. Og siðan myndi hún sjá til þess, að verða barnshafandi, áður en hún næöi þvl aö bursta hrísgrjónin úr hárinu. — Vesalings Jimmy. Þaö er raunar furðulegt að enginn skuli hafa kæft hann I koddanum, sagði Laurel og beit sig I vörina. Henni hafði orðiö á, að hugsa upphátt. — Eöa brotið á honum höfuö- kúpuna meö öxi? Rödd Janet var hörkuleg. — Láttu ekki hug- myndaflugiö hlaupa I gönur með þig, Laurel. Þú hefur nógar áhyggjur þar fyrir utan. Æltar þú að flytja til Michaels i Phoenix? — Það hefur alls ekki veriö til umræðu, sagði Laurel undrandi. — Ég vil nú ráðleggja þér, að gera það ekki. Það er ekki auðvelt að umgangast Michael, sérstak- lega ekki, þegar hann veröur reiöur. Nei, nú er kominn tlmi til hádegisverðar. Þú getur komið og dundaö við þessa kistu á eftir, ef þú vilt. Hún fór úr sloppnum og hengdi hann upp á nagla við dyrnar. Svo sneri hún sér að Laurel og sagði lágt og Ismeygilega: — Hvað sem þú gerir, Laurel, þá skaltu aldrei reita hann til reiði. Varaðu þig á honum. Þær gengu út I hitann, en þegar þær voru komnar hálfa leiö að húsinu, staðnæmdist Janet og fór að leita I töskunni sinni. — Ég er reyndar meö svolitið til þin. Hún rétti henni bréf. — Vilt þú svara þessu, þá hættir hún kannski að þreyta mig. Þetta var bréf frá móöur Laurel, Lisa Anna Lawrence, til Janet. Nokkrar llnur, innileg bón um að senda sér einhverjar fréttir af Jimmy og beiðni um að senda henni mynd af honum. Svo var Hka tekið fram, að hún mætti ekki senda bréfið heim til hennar, heldur til nágrannanna, svo að herra Lawrence kæmist ekki aö þvl, að hún væri aö skrifa. Laurel sá næstum fyrir sér tárin, sem höfðu fallið á þessar linur. Það leið næstum heill mánuöur, áður en hún svaraði þessu bréfi. Það var svo margt, sem hún hafði i huga. Réttarhöldin I Denver nálguðust óöum. Hún varö aö vera varkár og hún treysti engum. Ekkert sérstakt haföi komiö fyrir, slöan um nóttina hræðilegu. Heilbrigö skynsemi sagði henni, að liklega hefði hún imyndaö sér þetta allt saman. En eitthvað, sem lá I loftinu, sagði henni, aö heimilisfólkið væri ekki eingöngu óþægilegt, heldur væri það beinllnis hættulegt öryggi hennar og Jimmys. Þess vegna var hún á verði á nóttunni lika og fór oft um nætur, til að gæta að Jimmy og hún reyndi líka aö vera sem oftast i námunda við hann á daginn. Eftir aö hún heyröi þetta meö erföaskrána, fannst henni liggja i augum uppi, að dreng- urinn gat veriö I bráðri hættu. En, ef einhver heföi viljað Jimmy feigan, þá hefði sjáfsagt verið búiö aö koma honum fyrir kattar- nef fyrir löngu. Hvers vegna hafði þvi þá verið frestað fram að þessu? • Fjölskyldan sá til þess, aö hún hafði ýmislegt að gera. Hún dundaöi i verkstæðinu hjá Janet pg hljálpaði Paul með ýmislegt smávegis. Janet datt einu sinni I hug, að halda veizlu I hátíöaborö- stofunni á föstudegi. Þær Laurel og hún sátu viö aö fægja silfur, þegar Michael kom heim frá flug- stöðinni. — Mér datt i hug, að timi væri til þess kominn, að við héldum upp á heimkomu Laurel og ég bauö Evan Boucher áð verða kyrr og borða með okkur hátiða- matinn. Mér datt i hug, að þaö væri ekki úr vegi, að sjá ný andlit við miödegisveröinn. Öllum, að Janet undantekinni, hlaut að finnast þessi máltfð leiöinleg. Það lá I augum uppi, að það var erfitt fyrir sex persónur, aö halda uppi samræðum við matborð, sem var ætlað fyrir þrisvar sinnum fleiri mann- eksjur. Það var reyndar ekkert við hljómburðinn að athuga, ,svo það var hægt aö heyra lágværasta hvlsl. En bilið milli stólanna gerði það aö verkum, að það var engu likara en að þau sætu hvert á sinni út á hafi. Laurel heyrði Claire kvarta yfir þvi við Michael, að hann heföi ekki komið inn til Jimmys um morg- uninn, fyrr en Laurel opnaöi dyrnar. Hún heyrði lika Janet út- skýra þaö fyrir Evan Boucher, að vesalings Laurel gengi meö það I maganum, aö einhver væri að sitja um að myröa hana meö öxi. Þegar hún leit i kringum sig, sá hún að þau brostu öll hæðnislega, — öll, nema Evan Boucher, sem sat við hliðina á henni. Hann hvislaði að henni, að hún skyldi bara hringja til sln, ef hún yröi óttaslegin, skrifaöi slmanúmeriö á munnþurrkuna og rétti henni hana svo laumulega. Einn rétturinn kom eftir annan og öll drukku þau of mikið vin. Michael hafði greinilega gát á hverri hreyfingu Laurel. Hún sat á móti honum og mætti áköfum og starandi augum hans, I hvert sinn, sem hún leit upp. Samræður voru mjög stirðar og að lokum þögðu allir. Þaö eina sem heyröist, var glamur i diskum og glösum og fótatak Consuelu, sem gekk um beina. Laurel óskaði þess inni- lega, aö boröhaldiö tæki enda, svo hún gæti komizt upp á herbergiö sitt og haft gát á Jimmy. Ef hann vaknaöi nú, myndi enginn heyra til hans. Hrúts merkið 21. marz — 20. april Vandamál, sem þú hefur átt við að etja, hlýtur skjótan endi. Þú ættir að taka þér fri nokkurn tlma, sé þess nokkur kostur. Boð hjá ættingjum eða vinum mun veita þér mikla ánægju. Vinur, sem þú hefur mikið haft af aö segja, gerir þér gagn, svo um munar. Nauts- merkið 21. aprll — 21. mai Það er enn ekki kom- inn rétti timinn til aö tilkynna kunningjun- um fyrirætlanir þínar, þar sem þær eru enn á frumstigi, og allt get- ur brugðist. Vikan verður þér fremur erf- ið, og gættu þessvel aö ofbjóða «kki sjálfum þér. Taktu ekki neinar ákvarðanir, sem gætu bundiö hendur þlnar Tvibura- merkið 22. mal — 21. júni Þú skalt treysta á hag- stæða lausn máia þinna. Láttu vonir þin ar og óskir I ljós við þær persónur, sem helst gætu oröiö þér aö liði. Þú munt mæta skilningi þaðan sem þú átt sist von á. Kaup og sala er þér mjög hagstæö. Geföu þér tima til að lyfta þér upp um helgina 22. júni — 23. júlf Þú átt við mótstöðu einhverra aðila að etja og þarft að beita nýj- um aðferðum, ef þú ætlar að bera sigur af hólmi. Notaðu hæfi- leika þina á hvaða sviöi sem er og þér mun gefast tækifæri til að hafa áhrif á gang máls, sem þér er mikilvægt. Ljóns merkið 24. júll 24. ágúst Það getur vel veriö, aö þú veröir að leggja meira á þig til aö ná settu marki, heidur en þú kærir þig um. Allt bendir til þess, að ef þú leggur þig allan fram múnir þú upp- skera eins og þú hefur sáö. Vertu þvi samt yiðbúinn aö fá slæm- ar fréttir i vikunni. Meyjar merkiö 24. ágúst — 23. sept. Haltu þig mest að fjöl- skyldu þinni, þvl hún mun veita þér mesta uppfyllingu. Leggðu ekki út i neinaför,áöur en þú hefur athugað allar aðstæður nógu vel. Það getur sparað þér tfma og erfiði. Fimmtudagskvöld verður kvöld elsk- enda. 40 VJKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.