Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 25.10.1973, Qupperneq 47

Vikan - 25.10.1973, Qupperneq 47
ÁTÖK A NORÐUR- ATLANTSHAFI. Laugardagsmyndir sjónvarps- ins eru sennilega með vinsælla efni þess, þó að myndirnar séu misjafnar að gæðum. Á laugar- dag er á dagskrá mynd, sem heit- ir á frummálinu „Action in the North Atlantic”. Myndin getur státað af leikurum eins og Humphrey Bogard og Raymond Massey. 1 alþjóðlegri bók um kvikmyndir hefur þessi hlotið 4 stjörnur og eru það góð meðmæli. Söguþráöurinn er þessi: Ameriskt tankskip hlaðið eldfimri oliu öslar á Atlantshafi i þoku, þegar það verður fyrir tveim tundurskeytum. Eldur brýst út um borð og við sprenginguna rifnar byrðingur- inn miðskips. Jarvis skipstjóri (Raymond Massey) gefur skipun um, að skipið skulið yfirgefið. Rossi 1. stýrimanni og nokkrum skipsfélögum hans tekst að kom- ast undan i björgunarbáti. Kaf- bátur birtist og sökkvir björgunarbátnum. Mennirnir synda að fleka og reka stjórnlaust i 11 daga, áður en þeim er bjarg- að. Komnir i örugga höfn i New York ráða þeir sig á nýtt flutningaskip, „Sea Witch”, sem verður samflota 72 skipum i skipalest til Murmansk. Þegar lestin er umlukin þéttri þoku ráð- ast þýskir kafbátar á hana. Nokk- ur skip verða fyrir skotum og lestin tvistrast. Þegar „Sea Witch” er á leið til leynilegs fundarstaðar skipanna, verða þeir varir við, að þeim er veitt eftirför að þýskum kafbát. Frek- ar en að leiða kafbátinn til fundarstaðarins, ákveður Jarvis skipstjóri að breyta stefnu skips- ins og eltingaleikur upp á lif og dauða hefst. 1 myrkri næturinnar tekst „Sea Witch” að afvegaleiða kafbátinn. Kafbáturinn gerir fíughernum viðvart og um morguninn ráðast tvær óvina- flugvélar á skipið. Nokkrir menn eru drepnir og Jarvis skipstjóri særist, en áhöfninni tekst að skjóta niður báðar flugvélarnar. Pramhaldið fáum við að sjá i sjónvarpinu á laugardagskvöld. LÆKNADEILDAR HOMOR! Hvað sem segja má um alla framhaldsþættina,, sem byrjaö hefur verið að sýna i sjórivarpinu, þá er alltaf hægt að hlæja að læknanemunum, sem við fáumjað sjá á miðvikudagskvöldum. Þættirnir eru byggðir á bókum, sem komu út fyrir tæpum 20 árum. Bækur þessar hafa notið mikilla vinsælda og verið þýddar á, að minnsta kosti 18 tungumál og verið fluttar i leikritsformi á svið, i útvarpi og nú i sjónvarpi. London Weekend-sjónvarpið hefur með leyfi höfundar, Richard Gordon, framleitt 26 þætti i þessum myndaflokki, sem eru hálfs árs birgðir. Aðalsöguhetjan, Michael Upton, leikur Barry Evans. Hann er ungur og upprennandi leikari og hefur getið sér gott orð fyrir leik sinn i kynlifsmyndum þar i útlandinu. Félagar hans i læ;<na- deildinni eru flestir nýútskrifaðir úr leiklistarskólum. STRÍÐ OG FRIÐUR A sunnudag verðúr sýndur þriðji hluti myndaflokksins „Strið og friður”. Flokkurinn er i þessari útgafu i 7 hlutum og er frá rússneska sjónvarpinu, en fleiri aðilar hafa spreytt sig á gerð mynda og sjónvarpsefnis eftir þessari sögu. Má þar nefna BBC, sem framleiddi myndaflokk eftir þessari sögu i töluvert fleiri hlutum. Höfundurinn, Leo Tolstoj (1828- 1910) var á hátindirithöfundarfer- ils sins, þegar hann skrifaði Strið og frið á árunum 1863-1869. 1 sögunni er lýst margs konar and- stæðum: Lifið i Pétursborg, þar sem glysið og framapot er alls- ráðandi annars vegar, og lifið úti á landsbyggðinni hjá Rostov fjölskyldunni hins vegar. Þá eru andstæðurnar milli Rússlands á friðartimum og Rússlands á striðstimum, og Rússlands og Evrópu. Hinn 7. september 1812 var háö orrusta milli fylkinga Napólcons og Kutuzov viö Borodina, skammt frá Moskvu. Mannfall var mikið á báöa bóga, en Napóieon bar sigur úr býtum. 43. TBL. VIKAN 47 Hðr er vænn hluti læknadeildarliösins mættur meö eitt viöfangsefni sitt. Barry Evans i hlutverki Michael Upton.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.