Vikan - 04.04.1974, Síða 28
Vorstulka
yikunnar
í Evuklasóuín
X.
Brúnn jakki, rvkktur i bakiú meö beiti, frá
SOS og IB.
2.
Fóöraö, mynztraö pils I nýju siddinni frá
Cacharel. Beige veiourbolur frá SÖS og IB.
3.
Rifflaöar gráar flauelsbuxur frá JEAN
MICHEL, rauöur veiourboiur og skyrta frá
SÖS og IB.
4.
Stuttur rósóttur kjóll og taska úr sama efni
Fyrstu verðlaun: Mallorkaferð með
SUNNU.
Hrefna Valsdóttir varð 18 ára þann 1. april
s.l. og „hljóp” þvi yfir á 19. árið. Hún er dótt-
ir Ágústu Hafsteinsdóttur og Vals Júliusson-
ar og á heima i Hraunbæ 168 i Reykjavik.
Hrefna átti heima i Reykjavik til 6 ára ald-
urs, en fluttist þá með foreldrum sinum til
Seyðisfjarðar, þar sem faðir hennar var hér-
qðslæknir i 6 ár.
„Það var einmitt á sildarárunum og þvi
mikið um að vera á sumrin”, segir Hrefna.
„Ég fór auðvitað að salta sild eins fljótt og ég
gat, eins og allir krakkar á Seyðisfirði, en
varð fyrst að standa á hlaða af tunnulokum
til að ná niður i tunnuna. — Á veturna var
daufara yfir bænum, enda var maðúr alveg
innilokaður þarna milli fjallanna”.
Eftir að Hrefna fluttist aftur til Reykjavik-
ur fór hún i Verzlunarskólann og lauk prófi
þaðan á liðnu vori.
„Þegar ég var búin i prófum fór ég að
vinna við simavörzlu og skrifstofustörf’ hjá
heildsölufyrirtæki. Mér likar það prýðilega,
þarna kemur að góðum notum margt s.ém ég
lærði i skólanum, til dæmis vélrituri og bréfa-
skriftir.”
Hrefna er mikið fyrir útiveru og á Seyðis-
firði fór hún mikið á skiði.
„En ég hef gert skammarlega litiö af þvi
eftir að við komum suður. Aftur á móti fer ég
oft á hestbak. Fjölskyldan á nokkra hesta og
á veturna eru þeir i Reykjavik og þá er auð-
velt að skreppa á bak. Á sumrin eru þeir
hafðir i girðingu i Austur-Landeyjum og þá
get ég ekki farið nema ég eigi fridag”.
1 sumar fær Hrefna fyrsta sumarleyfið og
er ákveðin i að fara til útlanda. Hún er þó enn
ekki alveg ákveðin i hvert hún fer, en ttalia
og Grikkland eru efst á óskalistanum.
28 VIKAN 14. TBL.