Vikan - 04.04.1974, Síða 34
V
„Menn ættu að skipta
um starf tvisvar til
þrisvar á ævinni
Rætt við
Guðlaug Þorvaldsson,
háskóiarektor
Það veittist ekki erfitt að fá
„já” háskólarektors við beiðni
um viðtal. Aftur á ntóti reyndist
erfiðara að finna stund, sem ekki
var þegar skipulögð til funda-
halda 'eða annarra starfa. Þegar
við hringdum f hann lá hann í
kvefi, en á þeim tlu dögum, sem
liðu, þar til hann gat fundið
smugu til að spjalla við blaða-
mann, þurfti hann, auk daglegra
starfa I háskúlanum og starfa,
sem dregizt höfðu vegna veikind-
anna, að vaka I þrjá sólarhringa I
lokahrið. samningaviðræðna
verkalýðsfélaga og vinnuveit-
enda á Hótél Loftleiðum. Og
hálfum sólarhring hafði hann eýtt
með 6 félögum sinum við að
minnast þess veglega. að aldar-
fjórðungur var liðinn frá því þeir
byrjuðu að leika bádminton
saman. Ekki. var þó að sjá að
veikindi, vökur og gleðskapur
hefðu haft á hann nokkur áhrif —
hann var eins léttur I bragði og
ólikur „prófessornum” i skrýtl-
unni og hugsazt getur.
Gúðlaugur Þorvaldsson tók við
starfi háskólarektors á liðnu
hausti, eftir að hafá verið
próféssór við viðskiptafræðideild
Háskóla íslands um 6 ára skeið.
Það hafði ékki borið mjög mikið á
honum og sumir spurðu „hver er
hann?” — og þvi fannst ókkur vel
viö eigandi að biðja hánn að segja
okkur fyrst svolftið frá uppruna
sinum og æsku.
Ég er fæddur á Jámgerðar-
stöðum I Grindavik fyrir tæpum
50 árum. Foreldrar minir voru
Þorvaldur Klemenssón og
Stefania Tómasdóttir og systkin
min fjögur eru Tómas, útgerðar-
maður I Grindavik, Margrét, gift
i Hafnarfirði, Halldóra, gift I
Reykholti og Valgerður, gift i
Grindavik. Ég ólst upp i Grinda-
Þeir hafa spilað saman badmin-
ton I 25 ár. 1 fremri röð eru Ragn-
ar Georgsson og Guðiaugur Þor-
valdsson, en I aftari röð: Kristján
Benediktsson, Gunnar Petersen,
Pétur Georgsson og Kristján
Benjaminsson. Sá sjöundi, Sigur-
geir Jónsson, var ekki á æfing-
unni, þegar myndin var tekin.
34 VIKAN 14. TBL.
vik, eins og allt mitt fólk og eigin-
iega var ég skyldur öllum i
•Grindavik á þeim árum. Ég tel
mig ennþá Grindvfking og á enn
mikinn frændgarð suður með sjó.
Ég ólst upp á kreppuárunum og
þótt viða væri fátækt var þetta
mjög ánægjulegur timi. Maður
vann i heyi og fiski og fjaran var
aðalleikvangurinn.”
„Hvernig var Grindavik á
þessum árum?”
„í Járngerðarstaðahverfinu,
þar sem ég fæddist, voru um 300
ibúar og svo voru tvö önnur hverfi
með um 150 ibúa samtals. Fyrst,
þegar ég man eftir mér, var ekki
einu sinni til steypt bryggja,
heldur var lagzt við klappirnar og
fiskurinn seilaður og jafnvel
borinn upp á bakinu. Opnu
bátarnir voru hifðir upp á hand-
knúnum spilum og við krakljarnir
fengum að taka þátt i þessu.
Ahöfn hvers báts verkaði sinn fisk
og þurrkaði hann um sumarið og
yfirleitt tók öll fjölskyldan þátt i
þvi. Faðir minn átti hlut i bát, en
var einnig með kýr, svo ég var
jöfnum höndum i fiski og við
búskap.”
„Fórstú mikið á sjó?”
„Ég fór oft á sjó sem strákur,
en þegar ég var 13 ára fór ég i
Flensborgarskólann og var þvi
aldrei á sjó af neinni alvöru, enda
77
hefði ég sennilega orðið lélegur
sjómaður. En ég vann áfram i
fiski og heyi á sumrin, þar til
striðið skall á, en þá fór ég I
Bretavinnu og siðar Amerikana-
vinnu. Þar vann ég við sitt af
hverju, átti til dæmis, þegar ég
yar 17 ára, að heita verkstjóri yfir
verkamönnum, sem byggðu
Helgafellsspitalann i Mosfells-
sveit, en það var stærsti spitalinn,
sem herinn var með hér. Hópur
manna úr Grindavik, undir vérk-
stjórn Tómasar bróður mins, tók
að sér að rifa flugskýlin i
Kaldaðarnesi, en þau voru siðar
flutt hingað til Reykjavikur. 1
Kaldaðarnesi vann ég i eldhúsínu
hjá Bretum i einn mánuð. Einnig
vann ég við gerð Keflavikurflug-
vailar. Sumarið eftir að ég varð
stúdent, vann ég á næturnar i
grjótnáminu i öskjuhlið — vann
hverja nótt fram á haust frá átta
að kvöldi til átta næsta morguns.
Ég byrjaði i þessu daginn eftir að
ég kom hingað suður eftir
stúdentspróf, 18. júni 1944. A
daginn sváfum við i bröggum
innan um rotturnar og þótt það
væri hálf ömurlegt var það að
mörgu leyti skemmtilegt.” ,
' J
Ætlaði að læra landa
fræði og jarðfræði
Ætlaðirðu þér alltaf I lang-
skólanám?”
„Það var nú eiginlega meira
öðrum að þakka en mér, að ég fór
i skóla. 1 þá daga tiðkaðist ekki i
Grindavik að menn færu áfram til
náms, en þó fór svo, að ég fór i
Flensborg með frænda minum,
Tómasi Tómassyni, sem nú ær
forseti bæjarstjórnar i Keflavik.
Fyrir góðvild Lárusar Bjarna-
GuOIaugur og Kristin H. Kristins-
dóttir, kona hans, á heimili þeirra
i Reykjavik. Enginn sona þeirra
fjögurra var viðstaddur til að
vera meö á myndinni, en þeir
eru: Steinar Þór, 23 ára, við Hft
fræðinám við Oslóarháskóla^
Gylfi Kristinn, 19 ára, I mennta-
skóla, Þorvaldur óttar, 15 ára., I
gagnfræðaskóla og Styrmir, 10
ára.