Vikan - 04.04.1974, Qupperneq 39
, PRJONAÐUR
UTIFATNAÐUR
Kátu stelpurnar, sem leika sér í
snjónum á myndinni hérna til hlið-
ar, klæðast skemmtilegri slá og
peysu pr'fónuðum úr garnafgöng-
um. Auðveldlega má prjóna þær í
prjónavél og er notað gróft garo í
peysuna. Slána er hins vegar
fallegra að prjóna úr þynnra garni
því þá kemur mýktin betur fram.
Rendurnar eru prjónaðar með
tveim litum saman og einnig sum
stykkin i peysunni. Hér eru allir
regnbogans litir notaðir, en þó ekki
mjög dökkir eða mjög Ijósir.
Stærðirnar eru: 4 (6) 8
SLÁIN: Fitjið upp þá breidd sem
óskué er og byrjið strax að fel)á 1
lykkjuaf í lok hverrar umf. Prjónið
3 1/2 cm breiðar rendur í ýmsum lit-
um (tveir saman) en gætið þess að
sami grófleiki haldist. Prjónið
þannig áfram þar til 2 lykkjur eru
eftir sem felldar eru af. Mælið út
hringinn sem sýndur er á teikning
unni og krítið með fatakrit. Saumið
með teygjuspori i saumavél eftir
strikinu og klipþið meðfram, þó
ekki of nálægt. Heklið2 raðir fasta-
hekl meðfram úrtökuhliðinni oa
utan um vélsauminn. Festið dúska,
4 cm í þvermál með 8 em hnilIibili
frá hálsmáli cg saumið 1 1/2 cm
stóra króka undir hvern dúsk.
Hnýtið marglitt kögur, 6 cm langt
með 1 1/2 cm millibili á hinar tvær
hliðarnar.
umsjón:
eva vilhelmsdóttir,
tízkuhönnudur
PEYSAN: Prjónið stykkin eftir
teikningunni og mælið vandlega
með málbandi um leið. Hvert stykki
er 8cm (9 1/2 cm) 10 cm breitt x 8
1/2 cm (9 cm ) 9 1/2 cm langt, nema
þriðja stykkið í erminni er 6 cm (7
cm ) 8 cm breitt. Bakstykkið er eins
og framstykkið nema helmingi
breiðara. Saumið saman með þétt-
um sporum i höndunum, axlirnar og
ermarnar í handvegina. Siðan
hliðar oq ermasaum i einu lagi.
Saumið hnakkasauminn á hettunni
og síðan hálsmál við hálsmál.
Pressið létt yfir saumana. Búið til
litla dúska, 4 cm í þvermál og festið
þar sem sýnt er á teikningunni.
Festið 1 1/2 cm stóra króka á fimm
efstu samskeytin á stykkjunum að
framan þannig að dúskarnir nái
saman.
/i H£7TA
’/l ttÁJ-SWÍU ÓXL