Vikan


Vikan - 04.04.1974, Síða 50

Vikan - 04.04.1974, Síða 50
------------------------------ Cinguaphone Þú getur lærf nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan háttog þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. Aótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu ,,Sautján ára,” hrópaöi hún. „Þaö er einmitt bezti aldurinn. Hr. Mulholland var einmitt sautján ára. En ég held, aö hann hafi verið eilítið lægri i vexti en þú. —Já, ég er viss um það, og tennur hans voru ekki alveg svona hvitar. Þú ert með dásam- legar tennur, hr. Weaver, vissir þú það?” ,,Þær eru ekki jafn góðar og þær lita út fyrir að vera,” sagði Billy. ,,Það er fylling i næstum hverjum einasta jaxl.” ,,Hr. Temple var að sjálfsögðu dálitið eldri,” sagði hún, eins og hún hefði ekki tekið eftir athuga- semd hans. ,,Hann var orðinn 28 ára. Það hefði mér aldrei dottið i hug, aldrei i lifinu. Það var ekki svo mikið sem eitt ör á húð hans. ,,A hverju?” sagði Billy' „Húð hans. Hún var alveg eins og á ungbarni.” Það varð þögn. Billy tók upp bollann sinn og fékk sér annan sopa af tei, og setti hann siðan varlega aftur á undirskálina. Hann beið þess að, hún segði eitt- hvað fleira, en hún gerði sig ekkert liklega til aö rjúfa þögnina á ný. Hann sat þarna og starði beint fram fyrir sig á f jarlægasta horn herbergisins og nagaði neðri vörina. „Þessi páfagaukur,” sagði hann loks. „Vitið þér nokkuð? Hann blekkti mig algjörlega, þegar ég sá hann fyrst gegnum gluggann utan af götunni. Ég hefði getað svarið, að hann væri lifandi.” „Æ, nei, þáð er hann ekki lengur.” „Það er -stórkostlegt, hvað þetta er vel gert,” sagði hann. „Hann lftur alls ekki út fyrir að vera dauður. Hver gerði þetta?” „Ég.” „Þú?” „Auðvitað,” sagði hún.” og varst þú búin að taka eftir honum Basil minum lika?” Hún benti i áttína að hundinum litla', sem hringaði sig svo'þægilega fyrir framan eldinn. Billy leit á hann. Og skyndilega gerði hann sér grein fyrir þvi, að þetta dýr hafði allan timann verið jafn þögult og hreyfingarlaust og páfagaukur- inn. Hann teygði út hendina og snerti bak hundsins varlega. Það var hart og kalt og þegar hann ýtti stifu hárinu til hliðar með fingrunum, sá hann, að húðin undir þvi var dökkgrá, næstum þvi svört og alveg óskemmd. „Ja, hvert þó i...” sagði hann. „Þetta er alveg stórfurðulegt.” Hann snéri sér frá hundinum og starði með djúpri virðingu á litlu konuna, sem sat við hlið hans á sófanum. „Það hlýtur aö vera geysierfitt að gera svona nokkuð.” ,,-Alls ekki,” sagði hún. „Ég stoppa upp öll litlu gæludýrin min sjálf, þegar þau deyja. Langar þig i annan tebolla?” „Nei, þökk fyrir,” sagði Billy. Það var eitthvað remmubragð pf teinu, sem hann kunni ekki alls- kostar við. ;,Þú skrífaðir örugglega i bókina, var það ekki?” „Jú, jú.” „það var gott, þvi að þá get ég alltaf litið i hana seinna, ef mér verður þaö á að gleyma, hvað þú hézt. Ég þarf ennþá að lita i hana vegna Hr. Mulholland, og það sama er að segja um hr...hr....” „Temple,” sagði Billy. „Gregory Temple. Fyrirgefið, að ég spyr, hafa engir gestir verið hérna aðrir en þeir siðastliðin tvö eða þrjú ár?” Hún hélt á tebollanum i annarri hendi, hallaði höfðinu örlitið til vinstri, leit á hann út undan sér og brosfl aftur vingjarnlega til hans. Nei, ljúfurinn,” sagði hún. „Aðeins þú.” ^ Furöuveröld fjallanna Framhald af bls. 17 leit stundum um öxl til þess að sjá hvernig félaga sinum gengi, en þá var þar enginn. Hann var þarna einn, aleinn i umkomuleysi sinu, þræðandi hála fláa á hæsta tindi jarðar. Hann fann þó aldrei til einfnanaleika. Þótt hann sæi eng- an, hvarf honum ekki sú bjarg- fasta vissa, að einhver fylgdi sér um einstigin. Og þegar hann stansaði til að borða kökubita, sem hann haföi með sér, braut hann brauðið i tvennt og rétti aftur fyrir sig til félaga sins. Það var ekki fyrr en hann kom niður að tjaldstaö, að hann var „leyst- ,ur” úr gönguvaðnum við þennan „félaga” sinn, en þá lagðist ein- stæðingsskapurinn yfir hann þótt Shipton biði hans i tjaldinu. Annað bar fyrir hann undarlegt þarna uppi i hátindinum. Hann sá á lofti furðulegar verur svifandi, eins og uppblásnar svifblöðrur, likar drekum i lögun. Þessir drekar voru tveir. Annar hafði stutta k.lumps.lega vængi, hinn skringilegt nef. Þetta voru stórar skepnur. Honum fannst hann sjá hjörtu þeirra slá og þau slógu miklu hægar en,- hjartað i hans eigin brjósti. Smythe gaf sér tima til að athuga þetta fyrirbrigði. Hann lokaði augunum og leit i allt aðra átt. Þá sást ekkert undar- legt, en strax og hann leit aftur i áttina til N orðurhryggsins, sá hann drekana. Þeir voru þarna svifandi án þess að bæra væng- ina. Þetta lifði Smythe á Everest, þegar hann var þar einn. Annar maður ætlaði að klifa Everest einn — eða svo mátti heita. Það var Earl Denman, sem frægur varð fyrir fjallgönguafrek i Af- riku. Hann réð til sin tvo sherpa og gerði að félögum sinum. Annar þeirra, Tensing Norkay, er nú orðinn heimsfrægur fyrir sigur- inn yfir Everest 1953. Þeir stálust inn i Tibet og komust alla leið til fjallsins, en harla litið upp eftir þvi, enda mikill munur að glima viö slikan risa eöa að klifa tinda i Afriku. F. Younghuband segir um þau áhrif, er hann varð fyrir, þegar hann kom fyrir múla nokkurn i Karakoram og næsthæsta fjall jarðar, Lamba Pahar eöa K2, birtist honum skyndilega: 50 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.