Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 5
Þroskaþjálfun
Kæri Póstur!
Mig langar til að leita til þin i
vandræðum minum, þvi að ég get
hvergi fengið svör viö þessum
spurningum, hvorki hjá mömmu
minni eða kennurum.
Ég vona þess vegna, að þú getir
leystúr þessum spurningum fyrir
mig. Ég yröi mjög þakklát.
Hér koma svo spurningarnar:
1. Er ekki til skóli hér á landi
sem heitir Þroskaþjálfaskóli?
2. Hvar er hann til húsa, ef hann
er til?
3. Hverjum á ég að skrifa til að
fá upplýsingar um skólann?
Með kæru þakklæti og fyrir-
fram þökk.
Lesandi.
Póstinum er þaö sönn ánægja
að leysa úr þessum spurningum
fyrir þig.
1.—2. Þroskaþjálfun er kennd
viö Kópavogshæliö og til þess aö
geta hafiö nám þarf viökomandi
aö vera oröinn átján ára og hafa
lokiö landsprófi eöa gagnfræöa-
prófi meö góöum einkunnum.
Námiö tekur hálft þriöja ár og er
einkum fólgiö i verklegu námi á
hælinu og auk þess nokkru bók-
legu námi, einkum i uppeldis- og
sálarfræöi. Nemar fá greidd
nokkur laun meöan á námi stend-
ur.
3. Frekari upplýsinga er væn-
legast að leita hjá forstöðumanni
Kópavogshælisins, sem heitir
Björn Björnsson.
Menningarbylting
Halló Vikupóstur!
Ég ætla aö biðja þig að gera
mér þann greiða að segja mér,
hvað fyrirbærið menningarbylt-
ing er.
Bless og þökk fyrir.
S.L.
Þarna kemuröu Póstinum i
nokkurn vanda, þvi aö menn-
ingarbyltingu er mjög erfitt aö
skýrgreina, aö minnsta kosti i
stuttu máli og sjálfsagt má deila
endalaust um skýrgreiningar á
þessu hugtaki. En til þess aö þú
farir ekki alveg bónleiö(ur) til
búöar, er rétt aö gera tilraun:
Menningarby lting er róttæk
breyting á viöhorfum fjölmennr-
ar samfélagsheildar til rikjandi
skipulags og viötekinna skoöana
og leiöir af sér gagngera breyt-
ingu á Hfi samfélagshcildarinnar.
Af tilefni
vill Pósturinn geta þess, aö hann
birtir ekki danslagatexta, nema i
örfáum undantekningartilfellum
og ráöleggur þvi þeim lescndum
sinum, sem eru á höttunum eftir
slikum textum, aö leita þeirra i
danslagatextaheftum.
Of lítið samband
Kæri Póstur!
Ég hef aldrei leitað ráða hjá þér
áður, en nú ætla ég að reyna það.
Þannig er mál meö vexti, að ég
eignaðist son fyrir stuttu og er
reyndar mjög ánægö með það,
nema hvaö ég og barnsfaðir minn
erum ekki saman, þvi að meðan
ég gekk með barnið fékk ég óbeit
á honum og gat ekki séö hann frá
þvi að ég var kominn þrjá mánuði
á leið, svo aö við hættum aö vera
saman þá.
Hann kom i heimsókn til min
viku eftir aö ég kom heim af fæö-
ingardeildinni til að sjá drenginn
og við sátum saman heilt kvöld og
töluðum um daginn og veginn, en
hann reyndi ekki hið minnsta viö
mig. Nú, þegar tæplega tveir
mánuðir eru liðnir, frá þvi að ég
átti barnið, hringir hann til min á
hverju kvöldi, en hann spyr
aldrei, hvort ég vilji taka upp
samband okkar aftur.
Ég er alveg aö gefa upp alla von
um að ná honum aftur. Ég elska
hann.
Og nú spyt- ég, hvaö ég eigi að
taka til bragös.
Hvaö heldur þú, að ég sé göm-
ul?
Getur þú lesið eitthvaö úr þessu
krassi?
Einstæö móðir.
P.S. Þetta er ekkert „blöff”.
Þér er óhætt aö halda áfram aö
lifa I voninni á meöan hann heldur
áfram aö hringja til þfn og spjalla
viö þig. Þaö bendir ekki til ann-
ars, en hann hafi áhuga á aö
halda sambandi viö þig. Kannski
þaö sé bara þér aö kenna, aö þiö
hafiö ekki tekiö upp fyrri hætti.
Hann á sjálfsagt erfitt meö aö
gleyma þvi, aö þú visaöir honum
á bug meöan þú gekkst meö barn-
iö. Reyndu nú aö bæta fyrir þaö
og vita, hvort allt kemst þá ekki I
gott lag ykkar á milli. Þú ert á-
tján eöa nitján ára. Skriftin bend-
ir til þess, aö þú sert alls trausts
verö og Póstinum kemur ekki til
hugar aö halda, aö bréfiö þitt sé
„blöff”.
Mikið úrval af skólaritvélum.
Sendum í póstkröfu.
SKRIFVÉLIN,
Suðurlandsbraut 12 — sími 85277.
Auðvitað
vill konan
yðar
laga gott kaffi
fyrirhafnarlítið.
Gefið henni því
Remington
kaffilagara.
Helstu kostir:
Samstæða með könnu og trekt. Hægt að stilla rennsli heita
vatnsins (þér getið notað eigin kaffikönnu) — Hitavatns-
geymir tekur 1.3 lítra og er með skiptingu fyrir 1—10
bolla — Sjálfvirkur hitastillir varnar ofhitun — Hitaplatan
heldur kaffi hæfilega heitu allan daginn — Fallega hannað
heimilistæki — Árs ábyrgð
oa&si
Laugavegi I78 simi 38000
SPERW^REAAINGTON
— merki sem tryggir gæðin.
21. TBL. VIKAN 5