Vikan - 22.05.1974, Qupperneq 7
M John á erfitt með að trúa þvi
sjálfur. aö honum hafi fallið ham-
ingjan iskaút á nýjan leik. „Volli
fyllti lff mitt nýjum tilgangi,”-'
segir hann.
John Card með John son sinn,
sem er að verða tveggja ára og
Rachel dóttur sína, sem er fimm
ára. „Ég á aðeins dásamlegar
minningar. Ég hef einskis aö iör-
ast og ekkert til að ásaka sjálfan
mig um. Ef svo væri, væri Hfið
mér erfitt.” ►
spyrja svo margs og nú fæ ég
aldrei svör við spurningum
mlnum. Ég veit að með timanum
hverfa sárindin og söknuðurinn,
en ég þarf einhvern veginn að
komast gegnum þennan tima.
Stundum segir fólk við mig, að ég
kynnist annarri konu, en þegar
svoleiðis er sagt við mig, langar
migmest af öllu tilað kasta upp.”
„Börnin hafa verið dásamleg
og þau hafa sýnt undraverðan
skilning. En ekki yngsti drengur-
inn. Stundum sé ég það i
augunum á honum, að hann skilur
ekki hvers vegna móðir hans er
ekki lengur hjá okkur. Ég er vel
fær um að sjá um húsið og börnin.
En þegar börnin eru að heiman,
yerður einmanaleikinn þung-
bærastur. Þegar þau eru farin i
skólann, langar mig alltaf til að
fara út og ganga og ganga.
Herbergi barnanna eru
snotur og þokkaleg.
Hann sýnir húsið og er greini-
lega hreykinn af þvi, hvernig
hann hefur málað allt sjálfur og
haldið öllu við. Herbergi barn-
anna eru einkar snotur og þokka-
leg og bera það greinilega með
sér, að einhver litur eftir þvi, að
þau haldi þeim hreinum og
snyrtilegum.
„Ég reyni að hafa alltaf nóg að
gera,” segir hanri. „Mér gengur
alltaf illa að sofna, þegar ég er
háttaður. Og þó veit ég, að ég þarf
að mæta hverjum nýjum degi
endurnærður eftir svefninn. Það
er ekki vegna þess, að ég vilji
ekki hefjast handa að nýju. Mig
langar einmitt til þess. En
einhvern veginn á ég svo erfitt
með aö einbeita mér að starfinu.
Mér finnst allt svo tilgangslaust.
Þegar komið er til Axbridge, er
hún ósköp áþekk öðrum gomlum
þorpum. Dæmigert enskt þorp,
hugsar ferðalangurinn, en þó er
Axbridge ekki þorp, þvi að hún
fékk borgarréttindi á þrettándu
öld. Og að einu leyti er hún
frábrugöin öðrum viðlika stöðum.
Beint á móti markaðstorginu við
West Street er letrað stórum
stöfum á dyr einar — Disaster
Coordination Centre. (Slys-
hjálparmiðstöðin).
Þar hafa samastað konurnar
tvær, sem hafa haft umsjón með
Framhald á bls. 40
21. TBL. VIKAN 7