Vikan - 22.05.1974, Side 13
landinu og ég býst við að hafa
reynt þau flest.
— Afsakið frú, sagði Eaton
prófessor. — Það eru hundruð
meðala á markaðnum nú á dög-
um, en ekki nema eitt Indiána-
rótarmeðal. Þér munduð gera
mér greiða, ef þér vilduð nefna
það sinu eina rétta nafni. Indiána-
rótarmeðalið er nafnið á eina
meðalinu, sem á við öllum sjúk-
dómum. Og einkum er það heppi-
legt fyrir þroskaðar konur, frú.
— Þér ættuð ekki að kalla mig frú
Eaton prófessor, sagði Effie og
fór hjá sér. — Ég er bara stelpu-
bjáni, og ekki einusinni gift enn.
Eaton prófessor þurrkaði svit-
ann af efrivörinni og leit niður á
Effie. — Mikið gat ég verið vit-
laus, kæfa unga dama, sagði
hann. — Það þarf þó ekkí annað
en lita á friska unga andlitið á yð-
ur, til þess að sjá, að þér eruð
kornung stúlka. Og rótarmeðalið
mitt er lika alveg eins og sniðið
fyrir ungar stúlkur.
Effie leit við til þess að að-
gæta, hvort negrarnir væru nógu
nálægir til að heyra það sem
pr'ófessorinn sagði. Hún var að
vona, að einhverjar konurnar úr
götunni gæti komið nógu snemma
fyrir hornið til þess að heyra
þessa lýsingu prófessorsins á
' henni.
— Ég tala nú aldrei mikið um
Sjálfa mig, en finnst yður ekki ég
vera fullung til að gifta mig?
— Kæra, unga mær, sagði hann,
eftir • að hafa kveikt aftur i
vindlinum sinum. — Rótarmeðal-
íð er alveg sérstaklega ætlað fyrir
ógiftar stúlkur. Það er merkasta
úppgötvun læknisfræðinnar frá
örófi alda. Ég náði sjálfur I upp-
skriftina hjá merkilegum
Indiánalækni i okkar dýrlegu
Vesturrikjum, og ég var neyddur
til þess. krjúpandi á hnjánum, að
helga þvi sem eftir væri ævinnar
þvi starfi að ferðast um h já okkar
miklu þjóð og bjóða meðalið
mönnum og konum, sem að öðr-
um kosti yrði ósjálfbjarga öryrkj-
ar.
Hann varð nú að þagna til þess
að ná andanum, og þa fyrst leit
hann upp yfir bilinn og beint
framan i Effie. Við gaslogann,
kvöldið áður, þegar þarna var allt
fullt af fólki, hafði hann ekki
komizt til að taka eftir hverj-
um einstökum, sem rétti honum
dal eftir einu glasi. En nú þegar
hann sá Effie almennilega,
hallaði hann sér fram og glápti á
hana.
— Ó, Eaton prófessor, þér eruð
svo dásamlegur maður! Hugsa
sér bara, að þér skulið gegna
svona mikilvægu starfi á jörð-
unni!
Eaton prófessor hélt áfram að
stara á Effie. Hún var lagleg á við
hvérja aðra þarna i bænum og
ekki yfir þritugt, og þegar hún
hafði dubbað sig upp, eins og hún
hafði verið klukkutima að gera
þennan morgun, áður en hún fór
að heiman, þá glaptu venjulega
allir farandsalarnir svona á hana .
og spurðu kaupmennina, hvaða
stúlka þetta væri.
Eftir nokkra stund brölti
prófessorinn niður úr bilnum og
gekk kringum hann til stúlkunn- .
ar. Hann kveikti enn i dauðum
vindlinum og athugaöi Effie
gaumgæfilega.
— Þér skiljið, að þér ættuð ekki
að tala svona við mig, sagði hún
og reyndi að forðast augnaráð
hans..—Þér þekkið mig virkilega
ekki nógu mikið tii þess að1 kalla
mig kæru ungu mey. Þetta er i
fyrsta sinn, sem við hittumst og
Ekki datt mér i hug, að fögur
ung stúlka mundi i alvöru amast
við heiðarlegri aðdáun, sagði
hann og mældi hana með augun-
um frá hvirfli til ilja og kipraði
munninn þegar hún íitlaði við
blússuna sina. — Það er svo sjald-
an sem ég fæ tækifæri til að sjá
svona töfrandi mey, að það hefur
liklega ruglað fyrir mér. En nú
þegar við erum orðin hvort öðru
kunnugt, hafið þér vonandi ekkert
á móti aðdáun minni. Er það?
— Ó. prófessor Eaton. sagði
Effie uppveðruð. — Finnst yður
virkilega og i fullri alvöru ég vera
falleg? Það hafa svo margir karl-
menn sagt mér það áður, og ég er
orðin svo vön að heyra þaðt en þér
eruð fyrsti maðurinn, sem segir
það á svona töfrandi hátt.
Hún reyndi að hörfa til baka en
var þegar komin upp að skutnum '
á bilnum. Eaton prófessór gekk
skref áfram. sVo að hún gat ekki
snúið sér neinn veginn. Henni
hefði nú veriðsama up\ það, hefði
hún ekki þurft að hafa andartaks
næði til að gá undir blússúna sina.
Hún vissi alveg, að þar var eitt-
hvað i ólagi — liklega eitthvað
sem hafði komiztinn á hana, af-
þvi að prófessorinn hafði ekki
haft augun af brjóstinu á henni
siðan hann kom til hennar niður i
bflnum. Hún velti þvi fyrir sér,
hvort hún hefði ekki átt að fara i
öll kirkju-undirfötin sin.
— Góða stúlka min. ég er ekki i
nokkrum vafa, hvfið fegurð þina
snertir. Yfirleitt finnst mér þú
vera mesta töframær, sem ég hef
verið svo heppinn að hitta á öllum
ferðum minum um hið mikla land
okkar — frá strönd til strandar, •
norðan frá Vötnum og suður að
Flóa.
— Ég verð bara eins og einhver
stelpukjáni að heyra þetta, sagði
Effie og strauk blússuna sina á
brjóstinu. Mér finnst rétt eins og
ég sé ....
Prófessorinn sneri sér snöggt
við og seildist i aftursætið eftir
glasi af Indiána-rótarmeðalinu.
Hann beit i korktappan og dró
hann upp og rétti glasið umsvifa-
laust að Effie.
— Þetta gef ég, stúlkan min,
sagði hann. — Skelltu þvi bara i
þig og sjáðu svotil, hvort þú verð-
ur ekki bara enn hraustari.
Effie tók við græna glasinu og
horfði á myndina af unga
manninum sterka i glimubuxun-
um.
— Ég drakk upp úr glasinu, sem
ég keypti i gærkvöldi, sagði hún.
— Ég drakk úr þvi rétt áður en ég
fór að hátta, og mér leið svo vel af
þvi, ,að ég gat bara ekki legið
kyrr. Ég varð að fara út á svalir
dálitla stund og syngja.
— Já, það er ekki. til hollara ....
— En við hvaða sjúkdómum-á
þetta meðal sérstaklega
prófessor?
Indiána-rótarmeðalið á við
hverju, sem að manninum geng-
ur. Meira að segja sem
hressingarmeðal, svona almennt
tekið, er það alveg frábært. Og
auk þess er ekki til sá sjúkdómur,
þekktur af læknavisindunum,
sem þaðhefur ekki lin .... sem það
hefur ekki læknað.
Effie hvolfdi glasinu og
vökvanum með lakkrisbragðinu
ofan i sig, eins og það lagði sig.
Negrarnir, sem stóðu álengdar og
horfðu á, þefuðu með löngunar-
svip þegar áfengisilmurinn úr
glasinu barst til þeirra. Effie rétti
prófessor Eaton glasið aftur, en
leit um leið á myndina á miðan-
um.
— Ó, prófessor Eaton, sagöi hún
og færði sig nær honum. — Ég er
strax farin að hressast. Mér
finnst alveg eins og ég ætli að tak-
ast á loft og fljúga!
— Kannski þú vildir lofa mér ....
— Að gera hvað, prófessor
Eaton? Hvað?
Hann sló öskuna af vindlinum
með litlafingri,
.— Kannski vildirðu lofa mér að
fylgja þér heim, sagði hann.
— Það er alveg komið að mat-
artima og ég ætlaði hvort sem var
að fara að loka, þangað til seinni-
partinn, svo að ef þú-vilt leyfa
það, skal ég aka þér heim i biln-
um minum. Visaðu mér bara til
vegar og svo leggjum við strax af
stað.
— Þér eruð svo rómantiskur,
prófessor Eaton, sagði Effie og
lagði höndina á arm honum. Mér
finnst ég vera eins og einhver
stelpubjáni i návist yðar.
— Þú ætlar þá að lofa mér að
fylgja þér heim?
— Það er svo sem auðvitað.
— Komdu þá hérna, sagði hann
um leið og hann opnaði bilinn en
hélt fast um handlegginn á.henni.
Þegar þau höfðu komið sér
fyrir I framsætinu. leit Effie á
Eaton prófessor.
— Alveg er ég viss úm, að þér
hafið átt I fjölda ástarævintýra
með hinum og þessum ungum
stulkum, viðsvegar um landið.
— Oðru nær, sagði hann um leið
og hann ræsti bilinn. — Þetta er I
fyrsta sinn, sem ég hef hugsað al-
varlega um nokkra af hinu kyn-
inu. Þú skilur, að ég beiti mér ein-
.vörðungu að útbreiðslu, dreifingu
og sölu Indiána-rótarmeðalsins.
En i þetta sinn verð ég auðveld-
lega lokkaður I viðskipta-
áhyggjunum. 1 stuttu máli sagt
þá tel ég þessa nærveru þina i
bilnum mínum hinn mesta heið-
ur. Oft hef ég óskað þess, að ég
gæti ....
— Og er ég þá fyrsta stúlkan ....
fyrsta konan, sem þér hafið
nokkurntima farið a fjörurnaí
við?
— Já, vissulega. Vissulega.
Eaton prófessor ók út af ill-
gresisblettinum og sneri bilnum
upp eftir götunni, i áttina heim til
Effie. Það var ekki nema stuttur
spölur þangað, og þá litlu stund
sem ferðin tók, mælti hvorugt
þeirra orð frá munni. Effie
skimaði kringum sig til þess að
aðgæta, hvort nokkur sæi hana
akandi með prófessornum i biln-
um hans, en hann hafði nóg að
hugsa að aka gegn um lausa
sandinn á götunni. Þegar þau
komu á leiðarenda sagði Effie
honum að leggja bilnum við hlið-
ið. svo að þau gætu stigið beint út
úr honum og inn i húsið.
Siðan stigu þau út og Effie gekk
á undan inn um framdyrnar og
inn i stofuna. Hún dró glugga-
tjaldið ofurlitið upp og dustaði
legubekkinn.
Eaton prófessor stóð nálægt
miðju gólfi og horfði órólegur'út
um litlu rifuna undir gluggatjald-
inu, og hlustaði vandlega eftir
öðrum hljóðum úr húsinu.
. — Setjizt þér á sófann hjá mér,
sagði Effie. — Ég veit að mér er al-
vég óhætt hjá yður, prófessor
Eaton.
Effie lokaði augunum og lét sér
eftir þá ánægju að vera dauð-
hrædd við prófessorian. Þetta var
næstum enn yndislegri tilfinning
heldur en hin i gærkvöldi, þegar
hún hafði tæmt fyrsta meðala-
glasið og farið siðan i rúmið.
— Og þetta er þá forfeðra-
, heimilið? spurði hann.
— Æ, við skulum ekki taia um
neitt nema yður ... og mig! sagði
Effie. — Vildvjð þér ekki bara tala
um okkur.
Prófessorinn tók nú að róast. er
hann þóttist viss um, að þau væru
tvö ein i húsinu.
— Kannski, sagði prófessorinn
og færði sig nær Effie og horfði nú
aftur undir blússuna hennar. —
Kannski vildirðu lofa mér að
rannsaka hvað að þér gengur. Þú
skilur, að ég er útfarinn i lækna-
visindunum og ég get alveg sagt,
hve mörg glös af rótarmeðalinu
þú þarft. Þvi að auðvitað þarf fólk
mismörg glös.
Effie leit sem snöggvast út um
gluggann og siðan á prófessor
Eaton.
— Þarf ég að ....?
— Nei, það er alveg óþarfi, en
annars géturðu haft það eins og
þú sjalf vilt. Ég get rétt ..„
— Eruð þér alveg viss um, að
það sé allt i lagiZ
— Já, auðvitað.
Effie strauk blússuna sina með
Framhald á bls. 14
21. TBL. VIKAN '13