Vikan - 22.05.1974, Qupperneq 32
HÚN
SMÍÐAR BÁTINN
SINN SJÁLF
í Nauthólsvíkinni starfar á veg-
um Æskulýðsráðs Reykjavikur
siglingaklúbburinn Siglunes.
Starfsemi klúbbsins á sér oröið
rúmlega tiu ára langa sögu og nú
eru meðlimirnir orðnir i kringum
fimm hundruð. Klúbbfélagar eru
á aldrinum frá tólf ára og upp
undir tvitugt. Þeir sigla seglbát-
um, róa kajökum og kanóum út á
Fossvoginn undir eftirliti tveggja
manna á vélknúnum báti, sem
fylgjast með ungviðinu og gæta
þess að ekkert verði aö krökkun-
um, þó að þau lendi i sjónum eða
hlekkist eitthvað annað á.
Æskulýðsráð er nú aö undirbúa
rekstur skólaskips, sem er átta
tonna bátur. Ætlunin er að dreng-
ir, og vonandi stúlkur lika, fái að
fara i sjóferðir á bátnum og renna
fyrir fisk og freista þess, hve afla-
sæl þau eru. Skipstjóri hefur verið
ráðinn á skólaskipið, en enn hefur
ekki verið ákveöið, hvenær farið
verður i fyrstu ferðina.
Siglingatiminn hjá félögum I
siglingaklúbbnum er að sjálf-
sögðu á sumrin, en þó kemur það
fyrir, að farið sé út á bátunum að
vetrarlagi, ef gott er veður og
stilltur sjór.
Samt er veturinn, einkum not-
aður til bátasmiða, en þá eru
haldin tvö námskeið i bátasmíöi
á vegum Æskulýðsráðs. Hið fyrra
hefst í október og stendur til ára-
móta, en hið siðara hefst upp úr
áramótunum og stendur fram á
vorið. Á hvoru nám'skeiði geta
með góðu móti komizt að tólf ung-
ir bátasmiðir. Ingi Guðmonsson,
skipasmiðameistari, hefur leið-
beint bátasmiðunum frá árinu
1967, en hann rak áður skipa-
smiöastöö á Akranesi.
Algengast er, að þátttakendur i
32 VIKAN 21. TBL.
Margar formæður okkar stóðu sig vel i
sjósókn og fiskiveiðum, en fæstar þeirra
munu hafa smiðað báta. En nýlega hafði
Vikan spurnir af stúlku, sem er að smiða
sér bát, og fékk að lita á smiðina hjá
henni.
Það er gaman að handleika heOlinn.
Ingi Guðmonsson leiðbeinir
.Sigrúnu við smiðarnar.
námskeiðunum glimi við smiði
svokallaðra „slskáta” (af enska
orðinu seascout, en ekki hefur
verið Islenzkað öðru visi enn sem
komið er) en þaö eru einsegla bát
ar, rúmur metri á breidd og ellefu
fet á lengd. Seglið er fjórtán feta
hátt. „Siskátarnir” eru að
mestu leyti smiðair úr sex mm
þykkum furukrossviði og allt efni
til smiðinnar — að meðtöldu segl-
inu, sem er úr næloni og afar létt
og lipurt i meöförum — kostar I
kringum tiu þúsund krónur. 1
flestum tilfellum tekur smíðin um
það bil tvo mánuði, þó að vita-
skuld sé misjafnt, hvað smiðirnir
eru fljótir og hve mikinn tima
þeir hafa aflögu frá skólanáminu
og öðrum skyldustörfum.
„Sishótarnir”, sem smiðaðir