Vikan


Vikan - 22.05.1974, Side 38

Vikan - 22.05.1974, Side 38
— Ivan, þú ert nú meiri karl- inn, sagði Tatiana. — Ég óska þess eins, að rlða i kringúm landareignina hér og heim aftur,. sagði Olga. — Það er betra að vera hér en á nokkrum öðrum stað I heiminum. Nú kom þjónn gangandi til þeirra og sagði að beðiö væri eftir Kriby i simanum. — Lofaðu mér að koma með þér, sagði AlexiS. Kirby tók hann i arma sér og drerigurinn vafði handleggjunum um háls hans og svo bar hann litla sjúklinginn heim að húsinu. Olga virti þá fyrir sér og Tatiana hafði vakandi augu á Olgu.Þegarþeirkomuaftur, setti Kirby drenginn aftur i stólinn. Alexis kallaði til stystranna: — ■ Jæja, hvað haldið þið? Þeir ætla að taka Ivan frá okkur. Anastasia og Mariá andvörp- uðu. Tatiana horfði 'stööugt á Olgu, sem stóð grafkyrr. — Ivan, þaö getur ekki verið satt, sagði Tatiana, — þú átt að vera hérna, þangaö til við förum til St. Petersburg. Mamma sagði það. — Ég er viss um að pabbi segir það lika, sagði Alexis. — Ég er kalláður heim til Eng- - lands á morgun, sagði Kriby, og þá verð ég að fara á morgun. — Við skulum koma og tala við pabba, sagði Tatiana allt i einu, — við skulum láta Olgu eina tala um fyrir Ivan. — Já, það skulum við gera, sagði Alexis. Nagorny kom og tók drenginn og bar hann á eftir systrunum og skildi Kirby eftir .einan með Olgu. Hún leit á hann með hryggðarsvip og svo sneri hún sér undan. — Þú getur ekki farið riúna, sagði hún lágt, — ekki til Eng- lands. Það er svo langt i burtu. — Ég verö að fara, Olga, ég á ekki annarra kosta völ. Olga sneri við honum baki og það var eins ög sólargeislarnir dönsuöu létt á gullnu hári hennar. — En England, sagði hún. Þetta hljómaði eins og hún skildi alls ekki hvað hann var að fara, skiidi ekki aö hann varð að sinna skyld- um sinum. — Faöir þinn veit, aö ég verð að hlýða skipunum. — 0! Þetta litla hljóð var svo fullt af sársauka og hann fann til fyrir hjartanu. — Olga, þetta hryggir mig, sagði hann. Sjálfum fannst hon- um óbærilegt að hugsa til skiln- aðarstundarinnar, Hann naut hverrar minútu, sem hann var samvistum við þessa yndislegu stúlku. Hann gat varla hugsað sér hvernig hann átti að afbera að vera fjarvistum við hana og hann vildi alls ekki hugsa um það. En honum var llka sjálfum svo vel ljóst, að sennilega var þetta þeim báðum fyrir beztu, vegna þess aö hann myn'di aldrei fá að njóta ást- ar hennar. Anstruther hafði lika verið mjög ákveðinn, Kirby varð að fara strax heim til Englands. Það var skipun. Sömu skipun höfðu allir hinir njósnarar Breta I Rússlandi fengið. Það var aðeins eitt jákvætt við þessa brottfarar- skipun og það var Aleka prins- essa. Það mátti búast við þvl, að þegar Prolofski og Ovario kæmu ekki til baka, myndi hún koma leyniskjölunum, sem hún hafði komizt yfir, til rússnesku leyni- þjónustunnar. Þá yrði honum á- byggilega hollara að vera I Eng- landi, en ekki á Livadia. Þegar hann væri kominn til Englands, þurfti hann ekki að- standa and-. spænis kéisarafjölskyldunni, þessum elskulegu vinum slnum og hann þurfti ekki aö verða viö- staddur, þegar Olga fengi frétt- irnar af starfi hans. Olga reyndi að sætta sig viö fréttirnar, en gat það ekki. — Þú... þú segir að pabbi geti ekki fengið þessu breytt? Hún hvorki gat né vildi líta 4>eint framan I hann. — Hann getur það, en þú vilt bara ekki láta hann snúa sér að því. Þú ætlar aldrei að koma i heimsókn til okkar framar og ég veit hvers vegna. Það er min vegna... okkar vegnai En viö höfum ekki gert neitt af okkur, ekkert... við höfum aðeins v.eriö vinir. Ég veit það, Ivan, þú ert að yfirgefa mig, til aö geðjast þeim... — Nei Olga. — Jú. Þú ert að fara til Eng- lands. Þú munt fljótlega gleyma okkur og ég get ekki afborið það! Olga hljóp I burtu. Hún hljóp eins og i blindni. Pilsið sveiflaðist um fætur hennar og hárið blakti i golunni. Karita vissi varla hvort hún átti að vera glöð eða hrygg. Hún var hrifin af Livadia og hún elskaði keisarafjölskylduna og það gerði Ivan Ivanovitch lfka, það vissi hún. Þau myndu koma aftur til Rússlands, einhverntima. En hún fékk að fara með honum, það var þó alltaf huggun. Hún söng meðan hún lét niður i töskurnar, en Ivan Ivanovitch stóð við opinn gluggann. Hann hafði sagt henni, að hann ætlaði að hjálpa henni við að ganga frá farangrinum, en hann var sann- arlega ekki til mikillar hjálpar. Hann gerði ekkert annað en að standa við gluggann og horfa út yfir garðinn og hafið. Hann hafði borðað einfalda máltið með keisaranum og börn- unum, en Alexandra borðaði i herbergjum sinum, eins og hún var vön. Zarinn sagði að hann skildi vel, að hann yrði að hlýða skipunum og svo ræddu þeir stundarkorn um skyldur her- manna og annarra borgara. Það var drepiö létt á dyr. Karita fór til dyra. Þetta var Olga stórhertogaynja og hún bað um að fá að tala við yfirsveitarfor- ingjann. Karitu fannst hún ó- venjulega föl. Hún fór svo tram og lét þau ein éftir I dagstofunni. — Olga? Hann gat ekki ráðið við rödd sina, gat ekki annað en talað bliðlega til hennar. Olge virtist róleg. Hnlgandi sólin skein inn I herbergið og kastaði geislum sinum á stúlkuna, sem hafði staö- næmst rétt innan við dyrnar. . — Ég skammast min svo, hvislaði hún, — viltu fyrirgefa mér? — Fyrirgefa þér? Olga, ég yröi að vera heilagur dýrlingur, ef ég hefði eitthvað til aö fyrirgefa þér. — Nei, þetta var hræðilegt af mér, sagði hún ákveðin. — Ég hagaði mér eins og óþekkt barn. Ég ætti að sjálfsögðu ekki að vera hér, en ég gat ekki afborið að þú færir með slæmar minningar um mig. — Slæmar? Hvernig ætti ég að geta þaö, Olga? Eigum við ekki að koma út i garðinn? Við gætum þá talað saman og væru,mekki ein, eins og i þessari stofu. Það var einmitt vandamáliö. Þau gátu ekki veriö ein. t garðin- um gætu allir séð þau: — það var allt annað, en að vera hér innan fjögra veggja. Þau gengu út. Ljósin úr glugg- um hallarinnar köstuðu geislum út i garðinn og lýstu upp rökkrið um stund. Þau töluöu fyrst um alla heima og geima, ferð hans til Englands og hvaða leið hann ætl- aði að fara-. En svo virti hann fyrir sér sjóndeildarhringinn i slgandi sól og sagöi: — Mér er aldrei fullkomlega ljóst hvort mér finnst fallegra hér á Livadia á daginn eða á kvöldin. Það er friösælt hér á daginn, en á kvöldin er kyrröin unaðsleg. — Nema þegar haldnir eru .dansleikir.sagði Olga. Þau gengu hægtum garðinn, þar sem blómin voru að loka krónum sinum fyrir nóttina. — Ég elska Livadia alltaf og stundum hélt ég að þú... Hún þagnaöi. — Þú hefur alltaf verið svo góður við okkur öll. Viö höfum öll sannarlega skemmt okkur vel saman, er það ekki? — Jú, sagöi hann. Honum fannst kvölin I hjarta sér vera að bera hann ofurliði. — Allt ungt fólk vill skemmta sér og hlæja. Gerir þú það ekki llka? — Ég er ekki eins ung og syst- kini min, sagöi Olga. — Alexis er' alveg miöur sln yfir þvi, að þú ert að fara, en pabbi hefur sagt hon- um, að þú veröir að hlýða skipun- um, eins og hann verður lika aö gera, sem hermaður. Það er af- skaplega kjánalegt, finnst þér það ekki? Ég er líka kjánaleg; ég á aö skilja þetta. Svo hélt hún á- fram að tala, eins og hún þyröi ekki að láta þögnina ná valdi á sér. — Alexis segir að þú ætlir kannski aö skrifa honum og segja honum hvernig lífið sé I brezka hernum og hvernig þér liði I Eng- landi og AnastaSia . segist vona aö þeir fái þér rólegan hest. Ég fæ lika meiri tlma til lesturs og.„ rödd hennar kafnaöi, og hún dfó djúpt andann. — Ég held, sagði hún, — að ég sé að reyna aö segja allt I einu. Hann náöi valdi á rödd sinni og sagði einfaldlega. — Ég skal Nýjung í leikfangakubbum. Fischer-kubbarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir og gefa mikla möguleika Komið og skoðið, eða leitið upplýsinga. Sendum i póstkröfu. LEIKFANGAHÚSIÐ, ^'ZT'9 ,0' 38 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.