Vikan


Vikan - 22.05.1974, Page 46

Vikan - 22.05.1974, Page 46
Sendum gegn póstkröfu um allt land. Axbridge, þorpiö, sem missti mæður sínar framhald af bls.42 . „Þaö var of seint,” segir hann nú. „Þau voru dáin.” Hann situr og heldur í hendina á Waltrud Christen ( sem kölluð er Volli ), svissnesku hjálpræðis- hersstúlkuna, sem var stoð hans og stytta i hörmum hans, og er nú eiginkona hans, og hann rifjar upp martröðina, sem enginn endir virtist vera á.” „Þegar ég heyrði fréttirnar i útvarpinu, var sagt, að 24 hefðu komizt lifs af, og ég för að reikna út likurnar á, að fjölskylda min væri meðal þeirra. Ég vissi.'að þau hefðu setið saman i flugvéi- inni. Ég bað drottin um að bjarga lifi þeirra og bauð mitt lif i þeirra stað.” „Ég fór til Dornach. Viö sátum öll i sama herberginu og Sviss- lendingur las upp nöfn þeirra, sem höfðu lifað af slysiö, i stafrófsröð. Ég held þetta hafi veriöþað versta. Að standa þarna og biða eftir nöfnunum, sém ekki voru sögð. Þau voru öll dáin. A eftir var ég látin staðfesta, að likin væru af þeim. „Með timanum fór mér að liða enn verr." Það var þá, sem Volli kom til sögunnar. Hjálpræðisherssjálf- boöaliöar voru tengiliðir lögregl- unnar og ættingjanna við að þekkja likin. John lýsti June konu sinni, Mark tólf ára syni sinum og Rebeccu ellefu ára dóttur, fyrir Volli. Volli vann úr myndum af hinum látnu ( en þær voru aldrei syndar aöstandendum ) og lýsingum Johns og nokkru seinna sýndi hún John nokkra muni, sem hann þekkti. Viö fundum Rebeccu á úrinu hennar. Fyrst gátum við ekki fundið neitt frá Mark. Ef Volli heföi ekki verið þarna, heföi ég aldrei lifað þennan dag af. Hún lét mig drekka te, við fórum i göngu- ferð I snjónum. Við báðumst fyrir saman.” „Ég get ekki lýst þvi, hvernig mér leið. Það er ógerlegt að lýsa þeirri tilfinningu. Ég fór héim. Með timanum fór mér að liöa enn verr.” í snotru húsinu, sem John býr i Bristol, eru engin merki um það lif, sem hann áður lifði. Engar myndir, engar minjar um föndur og leiki barnanna. Alls dóu tólf úr fjölskyldu hans. „Ég lifði fyrir fjölskyldu mina”, segir hann. „Atti ég að halda áfram að lifa eða átti ég að gefast upp? Einhver vonarneisti hlýtur að hafa haldið mér uppi. Ég man ekki margt sem gerðist næstu vikurnar, nema að ég fékk bréf frá Volli fullt gæzku og sam- úðar.” „Og einn daginn, mörgum vikum seinna, gerði ég mér ljóst, að ég var farinn að hlakka til að fá bréfin frá henni. Svo einfalt var það. Ég haföi eitthvaö til að lifa fyrir, aðeins örlitið, en eitthvaö. Og ég greip dauðahaldi i þessa von.” Um haustiö ákváöu þau aö ganga I hjónaband. „Hún hefur gert óteljandi margt til að hjálpa mér,” segir John. Það er ekki nóg að fjarlægja hluti. Það er hægt aö henda öllum ljósmyndum, en þaö hrekur ekki minningarnar á brott. Ég vakna enn I köldu svita- baöi á næturnar og lifi upp aftur þessa skelfilegu daga. Þegar þau iögðu af stað i ferðina, voru þau öll kát og glöö. Ég kvaddi þau öll meö kossi.” „Ég hefði aldrei trúað, að ég ætti eftir aö hitta aðra konu, sem ég gæti hugsað mér aö kvænast. Samt er samband okkar Volli svo innilegt, að það veitir mér vissan friö.” John Card er landbúnaðar- verkamaður. Húsbóndi hans er aö byggja nýtt hús, sem ætlað var John og fjölskyldu hans. Þegar flugvélin fórst við Dornach, var hin unga kona Johns meðal þeirra, sem létu lifið. Nú annast John þrjú litil börn þeirra meö aðstoð nokkurra .frændkvenna sinna. Rachel er fimm ára, Isabel er þriggja ára og John litli er aö verða tveggja ára. Rachel er hætt að minnast á móður sina, þvi aö hún hefur af eölisávisun barnsins gert sér ljóst, að það ber engan árangur. Isabel spyr enn um móöur sina, en mjög sjaldah I seinni tið. Af hverju kemur mamma ekki heim?” „Ég á ekkert nema dásamlegar minningar”, segir John. Börnin vikja ekki frá honum nokkra stund og^ hann sýnir þeim að- dáunarveröa umhyggju. „Ég hef einskis að iörast, ekkert, sem ég get ásakaö mig fyrir. Ef svo væri, væri lífiö mér erfitt.” Ég get ekki séð neina ástæðu til þess að þeir mannanna, sem geta, kvænist á nýjan leik. Gangi þeim allt i h'aginn. En ég gæti það ekki sjálfur. Ég er þess fullviss.” Mike De?ter, ungur skólastjóri i þorpsskólanum, var nýlega setztur að i Axbridge, þegar óhamingjan dundi yfir. „Sum barnanna hafa jafnað sig, önnur ekki,” segir hann. „Þegar börnin fara að tala um fortiðina og þaö liöna, er hægt aö reyna að hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallann, en þaö er mjög mikið komið undir eftirlifandi ástvinum þeirra, hvernig til tekst. Þegar börn hafa misst móöur sina, þurfa þau svo mikiö á föður sinum aðhalda. Ef hann getur ekki náö sér, hvernig eiga þau þá aö geta það? Og Mike Dexter er sammála svo mörgum öðrum I Axbridge: „Flestir vona, að þaö versta sé um garð gengið. En kannski er það versta hvaö börnin áhrœrir ekki enn farið að gera vart við sig” En meö vorinu hverfa skugg- arnir á brott. Ibúarnir I Axbridge og börnin þar vona, aö svo verði einnig i sálum þeirra. Október- dagurinn hræðilegi gleymist aldrei, en ást og umhyggja þeirra, sem eftir lifa, leggur snyrsl á illgræðanleg sár syrgj- endanna. 46 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.