Vikan


Vikan - 11.09.1974, Qupperneq 19

Vikan - 11.09.1974, Qupperneq 19
FYRIRFRAM lega, að foreldrarnir myndu ekki láta okkur sæta ábyrgð, ef eitt- hvað gengi Urskeiðis — til dæmis ef barn fæddist vanskapað. Allt hafði gengið samkvæmt áætlun á tilraunastofunni, en myndi það einnig gera það, þegar tilraunir yrðu geröar meðal almennra borgara? Kannski rétt sé að útskýra stuttlega, hvernig ákveða má kyn barns fyrirfram. Það er hægt vegna mismunandi sundeigin- leika sæöisins eftir kynferði krómósómanna. Karlkynssáð- frumur innihalda Y-krómósóm og synda hraöar en kvenkynssáð- frumur, sem innihalda X-krómó- sóm. Aðferöin er einföld. Sæðið er þynnt og sett I tilraunaglas með eggjahvituefni. Sæðið hreyfir sig reglubundið i glasinu og sumt af þvi blandast eggjahvituefninu og það reynist vera sterkari hluti sáðfrumanna. Hinar éru veik- byggðari og ekki gæddar eins miklum þrótti. Við komumst að raun um eins og aörir visinda- menn, sem fengizt hafa viö rann- sóknir á þessu sviöi, að Y-sáð- frumur náðu eggjahvituefninu i 80% tilfellanna, en X-sáöfrum- urnar aðeins i 20% tilfellanna. Smásjárrannsóknir sýndu, að þessar þróttmiklu Y-sáðfrumur voru undantekni'ngarlaust heil- brigðar og myndu að öllum lik- indum skapa sterkbyggt, greint og óvenju heilbrigt fólk. Ofurmenni? Ég er þess fullviss, að með þvi að halda rannsóknunum áfram verður unnt að skapa nokkurs konar ofurmenni, þvi aö unnt yröi að útiloka veikbyggðar sáðfrum- ur á tilraunastofunni. Eftir þriggja ára rannsóknir á sæði er ég sannfærð um, aö þeir eiginmenn, sem hingaö til hafa ekki getaö orðið feður, vegna þess að sáðfrumur þeirra eru of veik- byggðar, geta það nú með þvi að láta skilja sterkbyggðustu sáö- frumurnar frá á tilraunastofu og láta siðan frjóvga eiginkonuna með þeim. í árslok 1972 voru rannsóknirn- ar komnar á það stig, að við á- kváðum að fá fólk til aö vinna með okkur. Við höfðum uppi á fimm hundruð hjónum, sem voru fús til að gangast undir öll próf, sem við töldum nauðsynleg. tJr þessum hópi völdum við þau hjón, sem i öllu tilliti voru andlega og likamlega heilbrigð og óskuðu þess að eignast drengi. Við fengum sæði úr sjálfboöa- liðunum, og eftir að við höfðum útilokað veikbyggöu sáöfrumurn- ar, frjóvguðum viö 92 eiginkonur með úrvals sáðfrumum úr eigin- mönnum þeirra. Próf u Þessar konur höfðu verið rann- sakaðar nákvæmlega til aö fá sem gerzta mynd af heilsu þeirra og vera viss um, að þær hefðu engan likamlegan galla, sem haft gæti áhrif á fæðinguna. Væri minnsti vafi á þvi, að einhver kvennanna uppfyllti ströngustu heilbrigöiskröfur, var hún þurrkuð út af listanum. * Þrátt fyrir allar þessar rann- sóknir misstu fjórar kvennanna fóstrið, en allar hinar gengu með á fullkomlega eðlilegan hátt og ólu börn, sem stöku visindamenn hafa kal'lað tilraunaglasabörn. Fyrstu börnin fæddust I byrjun október 1973. Engir nema foreldr- arnir og við visindamennirnir vissu, að frjóvgunin hafði farið fram meö svoKtið óvenjulegum hætti. „Börnin okkar” — eins og við köllum þau — eru öll eðlileg og fullkomlega heilbrigð, en kannski er þó þaö mikilvægasta frá sjónarmiði visindanna, að þau eru öll sveinbörn. Jafnvægisleysi ( Enskur visindamaður að nafni Harris heldur þvi fram, aö þessar tilraunir geti haft I för með sér jafnvægisleysi I fjölda kynjanna. Og ég er honum sammála um það. En á hinn bóginn er vel hugs- anlegt, að þessi aðferö geti komið aö haldi i baráttunni við offjölgun mannkynsins og mér finnst rétt aö reynt sé að kryfja þá hugmynd til mergjar um leiö og gaumur er gefinn að gagnrýni Harris. Sömu- leiðis tel ég þessa aðferö réttlæt- ast af þeim sjúkdómum, sem aö- eins erfast i karllegg eöa kven- legg, en meö þVi að beita henni er unnt með 95% öryggi að ákveða kyn barnanna. Rannsóknunum er enn haldiö á- fram en tæpast veröur nokkurri opinberri skýrslu um þær skilað fyrr en eftir eitt ár I fyrsta lagi. En ég er þess sannfærð, að þessi aðferö á eftir að hjálpa mörgum og leysa fjöldann allan af vanda- málum, ef hún verður notuð á réttan hátt.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.