Vikan - 12.12.1974, Side 7
Eldhúsið er ekki stórt, en öllu þar
mjög haganíega fyrir komið.
Steinunn hafði ákveðnar skoðanir
á þvi hvernig hún vildi hafa eld-
húsið og skipti þvl i fjórar eining-
ar eða fjögur horn: Þvottahorn,
eidunarhorn, bökunárhorn og
matarhorn. Hún segist ákaflega
ánægð með innréttinguna og
finnst leikur einn að vinna i eld-
húsinu.
Borðstofan er sannkölluo borð-
stofa, þvi þar snæðir fjölskyldan
alltaf, enda ekki gert ráö fyrir þvi
að matast sé i eldhúsinu. Handan
veggjarins er vinnukrókur Stein-
unnar og þaöan er hægt að ganga
út á svalirnar. Litla myndin er
eftir Gunnlaug Scheving.
Þorvaldar og Steinunnar, að á
hæöinni skuli rúmast stofa, borð-
stofa, vinnu- og bókaherbergi,
vinnukrókur húsmóður, fremri
forstofa, eins konar hol, þar sem
hringstigi niður i kjallara kemur
siðar, eldhús, tvö baðherbergi og
fjögur svefnherbergi. Og samt
virðist nóg pláss fyrir allt, enda
var húsið teiknað með tilliti til
fjölskyldunnar og húsgagnanna,
sem fylgt hafa henni frá þvi á
námsárunum i Kaupmannahöfn.
Húsgögnin I stofunni eru lág og
mjög einföld og taka þvi litið
pláss.
— Húsgögnin standa meira að
segja eins og ég teiknaði þau upp-
haflega inn á teikninguna af hús-
inu, segir Þorvaldur. — Við höf-
um ekki keypt neitt nýtt, siðan við
komum hingað, en nú stendur til
að kaupa einn stól.
— Ég er búin að sjá hann, bætir
Steinunn við. — Fullorðnu fólki
finnst erfitt að sitja i lágum stól-
um, svo við ætlum að fá einn i
venjulegri hæð.
Húsið stendur i litilli brekku og
úr stofunni sést út á sjó, yfir
Á kvöldin situr fjölskyldan gjarn-
an við arininn og þá logar glatt I
spreki, sem heimafólk safnar
sjálft og þurrkar I kjallaranum.
Málverkið yfir bekknum er eftir
Svein Björnsson.
Elliðaárnar upp i Breiðholt og
suður i Bláfjöll. Breiðholtsháhýs-
in eru svolitill þyrnir i augum
Steinunnar, en Þorvaldur segir,
að þótt deila megi um fegurð há-
hýsanna, finnist sér gaman að
hafa þau þarna, einkum á kvöld-
in, þegar þau eru upplýst. Hann
vilji vita, að hann búi i borg. —
Sæjust háhýsin ekki úr stofu-
gluggunum mætti halda, að þau
væruúti i sveit, svo rólegt og frið-
sælt er i Hábænum. Þar heyrist
stundum ekki annað en árniður og
fuglasöngur, þvi i Blásteinshólma
i Elliðaánum, rétt fyrir neðan,
verpa flestir islenskir mófuglar.
Þorvaldur fylgist vel með þeim,
þvi hann hefur haft mikinn áhuga
á fuglum og gróðri allt frá þvi
hann var unglingur i mælinga-
vinnu á Vestfjörðum með frænda
sinum. Þá fór hann einnig að
virða fyrir sér stjörnurnar og á nú
stjörnukiki, sem stendur i borð-
stofunni.
Þvi miður vorum við ekki á
ferðinni fyrr en i október, svo að
gróðurinn i garðinum var farinn
að fölna. Þótt ekki séu nema fjög-
ur ár, siðan fjölskyldan flutti i
nýja húsið, er lóðin orðin gróin og
skemmtileg og mikið þar af
trjám, blómum og matjurtum,
enda er garðurinn aðal tóm-
stundagaman Steinunnar á sumr-
in. Hæstu trén i garðinum eru tré,
sem tókst að bjarga úr sumarbú-
staðarlandinu við austurmörk
lóöarinnar, áður en skurðgröf-
urnar ruddust þar inn til að grafa
fyrir holræsi. Svæðið frá austur-
nörkum lóðarinnar austur að Ar-
bæjarskóla hefur staðið autt til
skamms tima, en nú er að risa
þar af grunni safnaðarheimili
sóknarinnar, sem þeir félagar
Þorvaldur og Manfreð hafa teikn-
aö, svo Þorvaldur á ekki að þurfa
að verða óánægður með útsýnið
úr svefnherbergjunum, þegar
fram liða stundir.
50. TBL. VIKAN 7