Vikan


Vikan - 12.12.1974, Page 27

Vikan - 12.12.1974, Page 27
læknismeöferö, ný meðul o.þ.h. Fundir voru áður fyrr haldnir, þar sem flest hjúkrunarfólk og læknar' komu saman, en þá fór það úr vinnu, þaðan sem það mátti varla missa sig. Núna eru sjónvarpstækin höfð i kaffistofum hjúkrunarkvenna og i vaktstofum þannig aö hjúkrunarkonur og læknar geta notið tilsagnar, en verið jafnframt tilbúin, ef á þau er kallað til starfa. — Þessi tegund sjónvarps- fræöslu þykir hafa tekist mjög vein Bandarikjunum hafa marg- ir háskólar svipuð sjónvarps- kerfi. Þar eru haldnir fyrirlestrar og þeir útskýrðir, en nemendur geta fylgst með i herbergjum sin- um. Svo annað slagið er simaviðtalstimi, þar sem prófessorarnir sitja fyrir svörum i sjónvarpssal, þar svara þeir spurningum nemenda og útskýra það, sem nemendur hafa ekki skiliö. Þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel og sparar að sjálf- sögðu kennslurými. — 1 Sviþjóð er sjónvarps- fræðsla mjög hentug fólki, sem iærir utan skóla eða ætlar að taka próf i áföngum, eöa það langar að læra sérstakar námsgreinar. Þetta fólk getur búið heima hjá sér, sem i flestum tilfellum er langtum ódýrara en að flytja til þeirra staða, þar sem auðveldast er að afla sér fræðslu. Ég tala nú ekki um Stokkhólm, en þar er húaleiga mjög há. — Þetta fólk fær sent verkefni, sem siðan eru útskýrö i sjónvarpi. Svo eftir 6 mánaöa tima er haldiö hálfsmánaðar námskeið með nemendum, þar sem þeir geta fengið persónulegar útskýringar á þvi, sem þeir hafa ekki skiliö. Þessi námskeið eru trúlegast það, sem best hefur tekist i sjónvarps- kennslu. — Um notagildi fjarkennslu er til mjög skemmtileg sönnun. A striðsárunum var ósamansett sjónvarpsstöð send til eyjar i Kyrrahafinu ás.amt nákvæmum fyrirmælum á segulbandi um það, hvernig ætti að setja hana saman. Enginn, sem viö sending- unni tók, kunni neitt til verka á þessu sviði. En þeir settust niður og hlustuðu á segulbandsspóluna aftur og aftur, þar til þeir höfðu lært fyrirmælin utanað. Siðan reistu þeir stöðina, og hún gekk eins og til var ætlast. — Viljið þér segja eitthvað um starf yöar hjá UNESCO? — Það gæti ég gert, og ég held, að það væri efni i heila bók. Þetta var erfitt, en mjög lærdómsrikt ár, sem ég var i þeirri stöðu, en þá bjuggum við i Paris. — Hvernig lentuð þér inni á þessari braut, þér sem eruð bók- menntafræðingur? — Það skal ég segja yöur, segir hann, og það kviknar glampi i greindarlegum augum hans. Raunar er ég fiðluleikari, ja hreint ekki svo slæmur fiðluleik- ari, skal ég segja yöur, 6g lék i hljómsveit um tima. Aö loknu stúdentsprófi velti ég þvi töluvert fyrir mér, hvort ég ætti að læra bókmenntir og leika á hljóðfærið mér til hugarhægðar og ánægju eða veröa tónlistarmaður að at- vinnu. Ég valdi bókmenntirnar með það i huga að gerast kennari. Við fórum fram á það nokkrir stúdentar i Uppsalaháskóla, að hafin yrði kennsla i meðferð kvik- myndavéla, þar sem við þóttumst þess vissir, að það væri framtiðin, að kvikmyndir yröu notaöar til þess að útskýra ýmis atriöi sam- hliða fvrirlestrum. — Það varð ekki úr þessu, og var það ástæðan til þess að ég fór á eigin spýtur að kynna mér kvik- myndagerð, eftir að ég hafði lokið prófifrá háskólanum. Þetta hefur svo orðið framhaldið. — Nú er farið að kenna kvik- myndagerð i háskólunum, að visu allt öðru visi en mann dreymdi um tvitugan að aldri, hamingj- unni sé lof. Kennslan er bundin eða tengd hagnýtu starfi. Og þá meiningu mina ætla ég að biðja yður að skrifa, ef þér skrifið eitt- hvað. Að öll menntun, hverju nafni sem hún nefnist, má ómögu- lega vera bókménnt eingöngu, fólk á að gera sér far um að kynn- ast eins margbreytilegu mannlifi og það á kost á og lesa lika bækur ÞAÐ ER MENNTUN. Bóklesið fólk, fólk sem hefur alla sina visku úr bókum, er með þvi leið- inlegasta, sem ég kynnist. — I fyrstu þegar farið var að prenta bækur, þá var tekið mikið mark á bókum og varla talið, að það sem stæði i bókum, gæti verið rangt. Siðar lærðist fólki að velja og trúa þvi, sem þvi þótti trúlegt, en lála sér hitt i léttu rúmi liggja. — Mér finnst, að það eigi að mennta fólk um kvikmyndagerð eins og mögulegt er. Ekki ein- ungis Til þess að geta greint vel gerða mynd frá slæmri, heldur miklu fremur til þess að vita og muna.að það er aö horfa á leikn- ar myndir, aö jafnv. myndir, sem sýndar eru sem fréttamyndir, geta verið leiknar. Sjónvarp og kvikmyndir eru mikil áróðurs- tæki, sem óspart eru notuð til þess að blekkja fólk. Þess vegna er um að gera að fræða fólk um kvik- myndagerð, þannig aðþað viti um tæknilega möguleika, þá veit fólk, að þó það horfi á mynd með sin- um eigin augum eöa heyri mann tala með sinum eigin eyrum, þá eru möguleikarnir á þvi að þetta sé allt falsað alltaf fyrir hendi. — Einhver albest geröa fölsun, sem ég hef séð, var fréttamynd, sem sýndi Churchill halda ræðu. Textinn, sem talaöur var á ensku, féll svo vel að varahreyfingum Churchills, að ég var furðu lost- inn. Timinn, sem varir hans sáust ekki, var vel og ýtarlega nýttur, þessi fölsun var gerð I Þýskalandi á striðsárunum og sýnd þýsku fólki, sem að sjálfsögðu trúði sin- um eigin augum og eyrum. Eftir- tektarveröast viö þessa fölsun var þó það, sem Churchill var lát- inn segja. Þaö gerði hann fáráð- lingslegan að vissu marki, en ekki nema að vissu marki, margt var greindarlegt, en heildin ósköp barnaleg. Heföi ég ekki þekkt málróm Churchills, þá hefði ég aftekið, að svona væri hægt að gera. — Sem sagt: þvi meiri þekk- ingu, þeim mun betur sér fólk við blekkingu. 60 litra djúpfrystir 200 litra kælir. EF Yfir 400.000 norsMeiim ili nota KP5 heimilistæki. Djúpfrystir 60 litra á sólarhring. Skápurinn er á hjólum auðveldur i meðförum. Til i grænum, brúnum og hvitum lit. Hefur fengiö viöurkenn- ingu norsku neytendasam- takanna fyrir örugga og góöa frystingu. (Rannsóknirnar liggja frammi hjá okkur) Einar Farestveit & Co Bergstaðastræti 10 A Slmi 16995. Jólagföf elginmannsins * Pipur margar gerðir Ronson kveikjarar, pipustatif ferðabarir og ýmislegt fleira SUÐURLANDSBRAUT 10. SIMI 81529. 50. TBL. ViKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.