Vikan

Tölublað

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 9

Vikan - 30.01.1975, Blaðsíða 9
I NÆSTU VIKU ' v*w» A*- VINSÆLDAKOSNINGIN 1 næsta blaöi birtast úrslit vinsældakosningar þeirrar, sem Vikan efndi til meöal áhugafólks um popp. Auljóst er, aö margir hafa gaman af slíku, þvi viö ætluöum hreint aö drukkna i bréfum frá þátttakendum. Það er lika til nokkurs aö vinna, þvi aö sá, sem næst kemst þvi aö hafa tiu rétta, hann fær i verölaun úttekt á hljómplötum fyrir kr. 5.000,00 frá hljómdeild Faco, Laugavegi 89. Sem sagt: úrslitin birtast i næsta blaöi. UPP Á MARGA FISKA 1 næsta blaöi er sagt frá heimsókn blaöamanna Vikunnar til Grindavikur. Þeir brugöu sér þangaö i janúarbyrjun, þegar vertiöarundirbúningur stóö sem hæst, og meiningin var aö fá örlitla svipmynd af nokkrum ibúum i plássi, sem á allt sitt undir opnu Atlantshafi. Rætt er viö útgeröarmann og skipstjóra, kvenfélagsformann og ungmennafé- lagsformann, verkstjóra og starfsstúlku i frysti- húsi, simstjóra og gamla konu, sem séö hefur Grindavik vaxa og breytast úr litilli verstöö i blómlegan útgeröarbæ — bæ upp á marga fiska. DAUDADANSINN Jólaglaöningur Leikfélags Reykjavikur var ekki beint af léttara taginu aö þessu sinni, enda ekki illa til fundiö aö vega eitthvaö upp á móti Flónni, sem er þegar búin að slá öll met. Dauöadans eftir August Strindberg hefur löngum veriö talinn mesti sjónleikur skáldjöfursins sænska, og sýning Leikfélagsins hefur hlotiö mjög góöar viötökur gagnrýnenda og leikhúsgesta. Viö segjum frá Dauöadansi i máli og myndum i næsta blaöi. DEMANTAR Fyrir demanta hafa konur misst vitiö, karlar lifiö. Aragrúi sagna er til um örlög af völdum dýrmætra steina, óhamingju, hatur og morö, en einnig ástir og kærleika. Enn hafa stórir og fagrir demantar abdráttarafl. Þannig er stjörnunni frá Sierra Leone fariö, en demanturinn sá fannst 14. febrúar 1972 i Diminco-námunni I Sierra Leone. Þaö segir ögn af demöntum I næstu Viku. BOLLUDAGURINN NALGAST Almanakiö segir okkur, aö bolludagurinn sé 10. febrúar, og þá veröa allir aö búa sig undir fleng- ingu þann morguninn, en eins og allir vita, veröur að greiöa hvert högg meö einni bollu. Þaö er þvi eins gott aö eiga eitthvaö af bollum, og Dröfn H. Farestveit kennir okkur nokkrar góöar uppskrift- ir i næsta blaöi, þvi aö þótt annrikiö I brauöbúöun- um á bolludaginn gefi tii kynna, aö mikib sé keypt af tilbúnum bollum, þá eru nú alltaf þessar heimabökuöu bestar. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti ólafsson, Þórdís Árnadóttir. útlits- teikning: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Sigurgeir Sigurjónsson. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrir- fram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 5. tbl. 37. árg. 30. jan. 1975 BLS. GREINAR 20 56 ára kona fór fram úr 500 karl- mönnum l Maraþonhlaupi. 26 Ég er bara framleiðsluvara — rétt eins og sápa. Grein um Charles Bronson kvikmyndaleikara. 33 Vetrarbrautin. V. grein um stjörnufræði eftir Birgi Bjarna- son 44 Þess vegna giftust þau. Fátæk þýsk fyrirsæta varð rík Gettyf rú. VIDTOL: 2 Að gera það besta úr kassa. Heimsókn til Guðmundar Kr. Guðmundssonar arkitekts. SOGUR: 12 Ef ég segi já. Smásaga eftir Mari- anne Wester. 16 Gatsby hinn mikli, framhalds- saga, þrettándi hluti. 34 Ovænt örlög, framhaldssaga, átt- undi hluti. YMISLEGT: 6 Prófaðu sjálf, hver höfuðskepn- anna ríkir yfir skapgerð þinni. Ertu jarðkona. eldkona, vatns- kona, loftkona? Sjálfskönnun. 14 Á f jórum hjólum. Bílaþáttur I um- sjá Árna Árnasonar. 22 3m-músík með meiru: Nýir vængir og Georgie Fame. 24 Svolítið um sjónvarp. Dagskrá og efniskynning. 30 Vinningshafar í iólagetraun Vik- unnar 1974 39 Draumar. 40 Krossgáta. 41 Matreiðslubók Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit. 43 Prins Valiant. 46 Tinni: Leyndardómur Ein- hyrningsins. 5. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.