Vikan - 30.01.1975, Qupperneq 17
Scott Fitzgerald
— Er allt meö kyrrum kjörum?
spuröi hann kviöinn.
— Já, allt er meö kyrrum kjör-
um. Ég hikaöi. — Þú ættir aö
koma þér heim og fara aö sofa.
Hann hristi höfuöiö.
— Ég biö hér þar til Daisy fer
aö hátta. Gööa nótt, laxi.
Hann stakk höndunum i jakka-
vasana og sneri sér viö, til að hafa
áfram auga meö húsinu, likt og
honum þætti nærvera min ekki
samboöin helgi varöstööu sinnar.
Þvi sneri ég burtu og lét hann ein-
an eftir i tunglsskininu, — þar
sem hann stóö og vakti yfir engu.
VIII. KAFLI
Mér kom ekki dúr á auga alla
nóttina. Þokulúður beljaöi án af-
láts úti á sundinu og i hálfgeröu
hitamóki fann ég mig sveiflast á
milli hins hryllilegasta raunveru-
leika og afkáralegra draumsýna.
Fyrir dögun heyröi ég leigubil ek-
iö heim að húsi Gatsby og ég
stökk samstundis fram úr rúminu
og hóf aö klæöast, — mér þótti ég
veröa aö segja honum eitthvað,
sem yröi um seinan, biði ég fram
á morguninn.
A leiö yfir flötina sá ég aö úti-
dyr hans voru énn opnar og kom
auga á hann, þar sem hann hall-
aöi sér fram á borö i anddyringu,
bugaöur af vonbrigöum eða
svefnleysi.
— Ekkert skeöi, sagði hann
tómlega. — Ég beiö þar til klukk-
an fjögur. Þá kom hún út aö
glugganum, stóö þar um stund og
slökkti svo ljósið.
Mér haföi aldrei virzt hús hans
svo stórt sem þessa nótt, þegar
við ráfuöum á milli þessara stóru
herbergja i leit aö sigarettum.
Viö drógum til geysistór fortjöld,
likt og I leikhúsi, og fálmuðum um
viöáttumikla veggfleti eftir ljós-
rofum, — einu sinni hrasaði ég
fram á nótnaborö á stórum flygli,
sem glumdi draugalega i myrkr-
inu. Ódæmamagn af ryki þakti
alla hluti og loftiö var svo þungt,
aö ætla mátti aö ekki heföi veriö
lokiö upp glugga dögum saman. A
boröi, sem ég haföi aldrei veitt at-
hygli fyrr, rakst ég á öskju meö
tveim uppþornuöum sigare'ttum i.
Ég lauk franska glugganum i
setustofunni upp á gátt og viö sát-
um reykjandi i myrkrinu.
■ — Þú ættir að forða þér, sagöi
ég. — Þaö leikur e. nginn vafi á aö
þeir munu hafa upp á bilnum
þinum.
• — Foröa mér, laxi, — núna?
— Farðu til ATLANTIC City I
eina viku, — eöa upp til Montreal.
En hann vildi ekki hlusta á
þetta. Honum var ómögulegt aö
yfirgefa Daisy, áöur en hann vissi
hvaö hún hyggðist fyrir. Hann
righélt nú I siðustu von sina og ég
haföi ekki brjóst i mér til að svifta
hann henni.
Það var þessa nótt, sem hann
sagöi mér hina undarlegu sögu
um æskuár sin með Dan Cody, —
hann sagöi mér hana af því aö nii
haföi ,,Jay Gatsby,” steytt á ill-'
vigum skrápi Tom Buchanan og
brotnað mjölinu smærra. Þar
meö var og eymdarhjúpnum svift
af æviferli hans. Ég geri ráð fyrir
aö á þessari stundu heföi hann
sagt mér hvað sem var af sjálfum
sér, umbúöalaust, en honum var
kærast að tala um Daisy.
Hún var fyrsta „fina” stúlkan,
sem hann haföi kynnzt. Viö ein og
önnur tækifæri, sem hann geröi
mér ekki nánari grein fyrir, haföi
hann aö visu umgengizt þá tegund
fólks, en á milli hans og þess haföi
ætiö veriö staöfest ósýnilegt djúp.
Honum þótti hún afskaplega aö-
laöandi. Hann kom á heimili
hennar, I fyrstu meö liösforingj-
um frá herbúöunum, en seinna
einsamall. Hann var furöu lost-
inn, — aldrei haföi hann komið
inn I svo fögur hibýli áöur. En þaö
sem fyllti þau svo einstæöu mikil-
vægi var aö þaö var hér sem
Daisy bjó, — þótt I augum hennar
sjálfrar væri þaö jafn eölilegt
atriöi og tjaldiö úti i herbúöunum
var honum. Honum fannst þetta
heimili svo fullt dulúöar, — mann
hlaut aö gruna aö svefnherbergin
þar væru fegurri og svalari en
önnur svefnherbergi og aö dæma-
laust skemmtilegir atburöir ættu
sér staö á göngum þess: hér lágu
ástarævmtýrin i loftinu, ekki þó
gömul og lyktandi af reyrgresi, til
aö taka af þeim myglulyktina,
heldur fersk og ilmandi af gljá-
brenndum bilum af nýjustu ár-
gerö, af dansi og blómum, sem
enn voru varla tekin aö fölna.
Honum fannst einnig ekki litiö til
um þá vissu aö fjöldi manna
haföi orðiö ástfanginn af Daisy, —
og þaö jók gildi hennar I augum
hans. 1 þessu húsi þótti honum
131NNI & PINNI
5.TBL. VIKAN 17