Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1975, Qupperneq 44

Vikan - 30.01.1975, Qupperneq 44
ÞESS VEGNA GIFTUST ÞAU Þau hafa ekkertá móti pvl ao lata taka af sér myndir nýgiftu hjónin, enda er það lika atvinna hrúOar- innar. En undanfarið hefur hún haft lftið að gera og þvi koma Gettypeningarnir sér vel. Konan er langt gengin með barni, þótt það sjáist ekki á þessari mynd, og varla fær hún mikið að gera hjá ljósmyndurum, þegar hún fer að þykkna aö marki undir belti. Fátæk þýsk fyrirsæta varð rik Gettyfrú. Borgardómarinn varð að spyrja brúðgumann þrisvar, áður en hann sagði já. Svo kyssti hann brúðina, og að fimmtán minútum liðnum var allt búið og gert. Engin fagnaðaróp, engin fallbyssuskot, engin flugelda- sýning. Paul Getty III, átján ára og Martina Zacher, tuttugu og fimm ára, voru gefin saman án nokkurrar viðhafnar i ráðhúsinu i itölsku borginni Sovicille. Og eng- inn þurfti lengur að búast viö ævintýrabrúðkaupi. Sonarsonur rikasta manns heims gekk að eiga fátæka þýska fyrirsætu, sem alltaf hafði verið honum trygg og trú, lika, þegar öll von virtist vera úti um, að hann væri á lífi. Martina kvað lika niður orða- sveiminn, sem komst á kreik eftir að Paul Getty III var rænt i fyrra. Þá sögðu illar tungur, að Paul hefði sett ránið á svið til þess að fá féð i eigin vasa. „Slikt myndi Paul aldrei gera,” sagði Martina, og i ljós kom, að hún hafði á réttu að standa, þegar ræningjar hans skáru af honum annað eyrað og sendu fjölskyldu hans. Eftir þá sendingu greiddi Getty I 308 mill- jónir króna i lausnargjald eins og sett var upp, og Martina fékk aft- ur að faðma Paul Getty III að sér. Og nú eru þau gift. Paul Getty III verður bráðum pabbi, þvi að Martina er komin rúma fimm mánuöi á leið. En þau giftu sig ekki þess vegna. Á það leggja þau bæði áherslu. Þvi þá? Af ást? Kannski. En sVo mikið er vist, að þau eru einhuga um að ná i sinn skerf af milljónunum hans Pauls Gettys I. Gamli maöurinn hefur nefnilega komið á sjóði handa hverju sinna fjórtán barna barna, og yfir þessum sjóöi fá þau yfirráð, þegar þau staðfesta ráð sitt. 1 hlut Pauls og Martinu koma 90 milljónir króna, og i vexti af þeim fá þau i kringum 360 þúsund krónur á mánuði. Þess vegna giftu þau sig. Ekki var þetta ævintýrabrúðkaup. Eða eru nú- tima ævintýri svona? 44 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.