Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 12
Ertu að byggja? mm. Þarftu aö bæta? GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dósturinn Húsmæðraskóli Kæri Póstur! Mig langar til aö spyrja þig nokkurra spurninga. 1. 1 hvaöa skóla þarf maöur aö fara til þess aö læra aö veröa hárgreiöslukona? 2. En til þess aö komast i húsmæbraskóla? 3. Hvaö kostar að vera i húsmæöraskóla? 4. Hvert á aö skrifa til þess aö veröa áskrifandi aö Bravó? En Popp? 5. Hvernig fara saman fiska- merkiö (stelpa) og bogmanns- merkið (strákur)? 6. Hvernig er skriftin,og hvaö lestu úr henni? 7. Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Meö fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. ein forvitin. 1. Hágreiðsla er numin hjá hár- greiöslumeistara og i iönskóla. Hárgreiðslunemi þarf þvi aö komast á samning hjá meistara, og er námiö aö miklum hluta verklegt. 2. Húsmæöraskólarnir eru nokkuö margir á landinu, en setja flestir sömu inntökuskilyröi, nefnilega þau, aö umsækjandi hafi náö 16-17 ára aldri og hafi lokiö skyldunámi. 3. Þessari spurningu er ómögu- legt aö svara. Fæöiskostnaöur er eflaust mjög svipaöur hjá þessum skólum, en efniskostnaöur getur veriö mjög mismunandi, bæöi eft- ir skólum, sem leggja mismun- andi mjkla áherslu á hinar ýmsu greinar, og svo eftir einstakling- um, sem eru misjafnlega dug- legir að vinna. Leitaöu þér upp- lýsinga hjá nokkrum skólum og beröu þá saman. 4. Það verður næsta bóka- verslun aö annast. 5. Þaö er vlst eins gott fyrir fiskastelpu aö vera viö ýmsu bú- 'in, þegar bogmannsstrákur á i hlut. En hafi hún einu sinni kynnst slíkum, gleymir hún hon- um ekki, segir stjörnuspá ástar- innar. 6. Skriftin er ágæt, þótt ekki geti hún talist falleg, og hún bendir til þess, aö þú getir sýnt dugnaö og viljastyrk, þegar á þarf aö halda. 7. fcg giska á, aö þú sért 15 ára og mikið þakka ég þér fyrir aö skrifa oröiö ..birtinguna” meö i, ég er alveg aö fara á tauginni út af öllum ypsilonunum, sem bréf- riturum er svo annt um aö troöa i þetta orö. Arkitektúr og erlendir hundar Kæri Póstur! Ég vildi byrja á þvi að þakka þér fyrir ágætt efni, en svona til aö setja eitthvað út á blaöið, þá finnst mér vanta meiri frásagnir af hrakningum og frægu fólki. Jæja, en ég ætlaöi aö reyna aö fá fræöslu um hitt og þetta. 1. Hvaö tekur hjúkrunarnám langan tlma frá f jóröa bekk gagn- ffæöaskóla? 2. Hvað tekur lögfræði og arkti- tektúr langan tima frá 4. bekk gagnfræðaskóla? 3. Eru ekki fjórir bekkir i menntaskólum til þess aö veröa stúdent? 4. Hvar er hægt aö fá erlenda hunda og fá aö flytja þá inn i land- iö? Og aö lokum vildi ég þakka ykkur innilega fyrir frábærar framhaldssögur, og á ég þar viö Övænt örlög og Ættaróöaliö, og ég vona, aö þið haldiö áfram á sömu braut. Kær kveöja, Eyjalin. 1. Hjúkrunarnámið sjálft tekur 3 ár, og ég held, aö þaö sé nú orö- in ófrávikjanleg krafa, aö nem- endur hafi tvö ár I framhalds- skóla aö baki, hvort sem þaö er i menntaskóla eöa I framhalds- deildum gagnfræöaskóla. 2. Lögfræöi og arktitektúr eru numin viö háskóla. Leiðin þangaö liggur um landsprófið I mennta- skóla og þaðan i háskóla. Há- skólanámiö tekur 6-7 ár i báöum greinum. 3. Svo er viö flesta menntaskól- ana, en þar sempunktakerfi hefur veriö komiö á, er hægt aö ljúka náminu meö stúdentsprófi á skemmri tima — eöa lengri, ef svo stendur á. 4. Það er bannaö a% flytja hunda eða yfirleitt nokkur dýr inn i landiö, nema meö mjög ströng- um skilyröum og eftirliti, og þá venjulega aöeins ef nota á dýrin I alveg sérstökum tilgangi, t.d. sérþjálfaöa hunda til löggæslu eöa björgunarstarfa. Ást í landsprófi Elsku Póstur! Ég ætla aö snua mér beint aö efninu. Ég kynntist nefnilega strák nýlega, og þaö varö bara ást við fyrstu sýn (alla vega af minni hálfu). Þessi strákur sendi mérsiðan miöa (ekki i pósti), þar sem á stóö heimilisfang hans, simanúmer og fæöingardagur. Nú kemur að stóru spurningunni: A ég að skrifa honum sams konar bréf eöa ekki? Settu þig nú, Póst- ur minn, i min spor. Ég er i lands- prófi, og ég held, aö þaö geti haft mjög slæmar afleiöingar fyrir mig, ef þetta bréf lendir i hinni viöfrægu ruslakörfu, án þess aö þvi veröi svarab. Og svo kemur þetta vanalega: Hvaö lestu úr skriftinni, og hvaö helduröu, aö ég sé gömul, þótt þú- 12 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.