Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 43

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 43
öllu blandað saman og látið biða með sósunni á köldum stað, nema blaðsalatið, það er skorið og sett saman við'rétt áður en borið er fram. Sfldarsalat á nýjan máta Er búið til úr saltsfld, sem er velútvötnuð og skorin I smáa bita skorna á ská og látin liggja helst i 10 tima i þessari marineringu: 1/2 dl. sitrónusafi 2 msk. olia 3/4 dl. vatn 3/4 dl. sykur 1 lárviðarlauf 1 tsk. allrahanda 3 negulnaglar 1 laukur skorinn i hringi. DRÖFN FARESTVEIT HÚSMÆÐRAKENNARI Salat Mariu 1 salathöfuð 3 selleristilkar 1 græn paprika ca 150 gr. ostur 1 dós sýrður rjómi 1 búnt graslaukur ca. 6 sneiðar flesk svartur pipar heill. valhnetur eða 6-8 þunnar fransk- brauðsneiðar. Salatið skorið i fina strimla, selleri og hreinsuð paprikan skorin fint. Osturinn rifinn i skál og blandað saman við sýrða rjó- mann og klipptur graslaukurinn settur saman við. Fleskið steikt stökkt og látið kólna á eld- húspappir. Valhneturnar eða brauðsneiðarnar siðan steiktar i fleskfeitinni, og er brauðið skorið i fernt. Ostsósunni hellt yfir salatið og svartur pipar malaður yfir. Fleskið klippt yfir og valhnetun- um eða brauðbitunum stráð yfir. Tómateggjasalat 250 gr. tómatar 1/2 agúrka 3 harðsoðin egg 1 laukur dill 1 salathöfuð Sósa: 3 msk. olia 1 msk. edik 1 msk. tómatkraftur (puré) 1/4 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1 msk. fintrifinn ostur Sfldarbitarnir teknir úr leginum og settir i lögum i skál ásamt paprikuhringjum , blað- salatstrimlum, laukhringjum og dilli. Við framreiðsluna eru svo settar hráar eggjarauður ofan á, og við borðið er þeim blandað saman við salatið. Salatið þvegiö og skorið i fina strimla. Sjóðandi vatni hellt yfir tómatana og þeir siðan flysjaðir og skornir i sneiðar. Agúrkan skorin i sneiðar. Salatið sett i djúptfatog tómötum og agúrkum raðað i raðir, eggin söxuð fint og stráð yfir. Sósan hrist saman og hellt yfir. Skreytt með dilli. 22. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.