Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 28
sér aöra hluta byggingarinnar. Hann er oröinn 72ja ára og verður aö hafa múrara sér til aðstoöar og auövitaö blanda þeir kalkiö rangt. Hann veröur aö verja sig gegn andstæöingum sfnum, sem fullyröa, aö of dimmt veröi inni undir hvolfþakinu. Og hann verö- ur aö þola margar hrakspár: Þetta stóra hvolfþak hlýtur að hrynja, áður en þaö veröur full- byggt. Þeir, sem sjá hann hjá bygg- ingunni, þekkja hann ekki frá verkamönnunum. „Hann litur út eins og bööull og lifir eins og böö- ull,” segir samtimamaöur meist- arans um hann. Oft gleymir hann aö taka af sér óhreina húfuna, þegar hinn heilagi faöir birtist. Hann veit, hve mikils kirkjan metur starf hans. Þegar Páll páfi IV mælti svo fyrir, aö hann yröi aö mála yfir blygöun nakta fólks- ins i sixtinsku kapellunni.svaraöi hann: „Þvi ætti að vera auövelt aö kippa ilag. Það er aö segja, ef hans heilagleiki sjálfur kemur lagi á veröldina.” Þótt höggmyndarinn yrði hús- eigandi, haföi hann aldrei tima til þess aö prýöa heimili sitt. Húsiö, sem hann bjó I, var litiö og óþægi- legt. Fimm dögum áöur en hann dó, þá 88 ára, kom I heimsókn til hans maður og sá hann vera aö vinna aö styttu. Þegar loks haföi veriö lokiö viö aö reisa hvolfþak Péturskirkj- unnar i Róm, haföi Michelangelo veriö dáinn I 26 ár og var fyrir löngu oröinn eins konar þjóösaga. Hann var einn hinna siöustu miklu listamanna, sem jöfnum höndum máluöu, byggöu meistaraverk og mótuöu ódauö- legar marmarastyttur. Þar aö auki orti Michelangelo. Ljóö hans eru guöræknisleg og þunglyndisleg. Þau fjalla um lif, sem hann hataöi, og fallega drengi, sem hann elskaöi, um mildi dauöans og hörku marmar- ans. Hann skrifaöi: „Ég vil gjarnan sofa, þó.fremur vera steinn.” „Sá, sem ekki getur teiknaö, getur ekki neitt,” sagði Michel- angelo. (J.G.) Aöur en hann máiaöi mynd, eöa hjó höggmynd, geröi hann fleiri hundruð skissur af verkinu. Madonna meö barnið. Höggvin 1505. Engin Marlumynda hans er jafn óbrotin og tíguleg og þessi. Maria og barniö horfa I senn á á- horfandann og framhjá honum. 28 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.