Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 13
ættir reyndar að geta séö það svona nokkurn veginn? Hvernig eiga ljónið (stelpa) og vatnsber- inn (strákur) saman? Ein með margfaldar áhyggjur. Ekki vil ég nú verða til þess, að þú fallir á landsprófi, þótt mér finnist reyndar vandamál þitt lft- ilfjörlegt. Auðvitað meinar drengurinn eitthvað meö þvf aö láta þig hafa heimilisfang sitt og simanúmer, og ef þú ert ekki þegar búin að manna þig upp I það að hringja i hann eða skrifa, þá ertu nú meiri fjóian. Skriftin bendir til þess, að þú sért agnar- litið sérvitur og sam viskusöm. Þú hlýtur að vera u.þ.b. 15 ára. Spáð er a 11 stormasamri sambúð ljóns og vatnsbera. Þroskaþjálfun Halló Póstur! Getur þú sagt mér hvert ég á að leita til að fá upplýsingar um þroskaþjálfanám? Er eitthvað lesandi úr skriftinni? Hvað heldur þú, að ég sé gömul? Kveöjur, ein óákveðin um framtiðina. Þroskaþjáifun er kennd við Kópavogshælið. Inntökuskilyrði eru, að ums'ækjandi sé orðinn 1S ára og hafi landspróf eöa gott gagnfræðapróf. Námið tekur hálft þriðja ár, og eru uppeldis- og sálarfræöi aö sjálfsögðu stór þátt- ur i náminu. Meðan á námi stend- ur, fær nemandi greidd laun, enda er námið að miklu leyti verklegt. Skriftin bendir til þess, að þú gctir veriö ákveðin, þegar þú vilt það við hafa. Ég get mér þess til, að þú sért 15 ára. KVIKMYNDUN Kæri Póstur! Mig langar til að leggja fyrir þig nokkrar spurningar og vona, að ég fái svar viö þeim. 1. Er hægt að læra kvikmynda- töku með sveinspróf i ljósmynd- un? 2. Hvaö tekur þannig nám langan tima? 3. Er hægt að læra kvikmyndun án þess aö vera ljósmyndari, og hvaöa menntunar er þá krafist? 4. Hafa kvikmyndatökumenn mikla starfsmöguleika liér á landi eða utanlands? Þökk, Sveinn Halldórsson. Það er ekki ýkja langt siðan Pósturinn svaraði f iöngu og itar- legu máli fyrirspurn um kvik- myndaskóla i Póllandi, sem hefur gott orð á sér. Til náms f kvik- myndatöku við þann skóla er krafist stúdentsprófs, og námið sjálft tekur fimm ár. En það eru vfðar kvikmyndaskólar en i Pól- iandi, og t.d. eru ágætis skólar i Danmörku og Svfþjóð, sem sniönir eru eftir þessum pólska skóla. fog ráðlegg þér að leita upplýsinga hjá sendiráðum varð- andi nám i þessu fagi. Þvi miöur eru starfsmöguleikar kvik- myndatökum anna fátækiegir hérlendis, og erlendis er vfst heldur ekki svo gott að komast aö. ENN UM X OG Y Kæri Póstur! Ég þakka allt gamalt og gott. Ég hef þrisvar sinnum skrifaö þér áður, en bréfin hafa alltaf lent I þinni frægu ruslakörfu. Ég vona þó, að þetta 'bréf birtist. Við erum hérna tvær úr Kefla- vik og ætlum að biðja þig um að leysa okkar vandamál. Þetta vandamál er þannig, að við vor- um með strákum eitt kvöldið. Strákurinn, sem ég var með, hét X, en hennar Y. Ég hef verið með X nokkrum sinnum, þá voru engir krakkar þar hjá. Ég held hann sé hrifinn af annarri stelpu, en noti migihallæri. Sama máli gegnir um Y. Hvað eigum við að gera? Hætta að hugsa til þeirra? Eða tala við þá i ró og næði um þetta vandamál? Eða hvað? Og að lokum: Hvernig fara saman meyjan (stelpa) og hrút- urinn (strákur)? En tviburinn (stelpa) og vatnsberinn (strák- ur)? Hvað heldurðu að ég sé göm- ul, og hvað lestu úr skriftinni? Tvær i vanda staddar. Ef einhver hcfur á tilfinning- unni, að hann sé notaöur i hallæri, þá á sá hinn sami, hvort sem þaö er stelpa eða strákur, að binda endi á slíkt samband, sem aidrei getur blessast. Þetta eruð þið sjálfsagt búnar að finna út sjálf- ar, þegar þiö lesið þetta, þvi bréf- ið ykkar er siðan í april. Vikan er alltaf prentuð fram i timann, svo að vandamál af þessu tagi hafa oftast leyst af sjálfu sér, döur en svar Póstsins birtist. Ef jómfrú viil endilega halla sér aö hrútn- um, er eins gott fyrir hana aö gleyma ölium draumum um ró og öryggi. Tilfinningar tvibura og vatnsbera standast sjaldnast grá- an hversdagsieikann, en þau gleyma hvort öðru ekki svo glatt. Bréfritari er trygglyndur og varla meira en 14 ára. PENNAVINIR Dagný Geirsdóttir, Skálavik, um isafjörðóskar eftir bréfaskiptum við 16 ára stráka og stelpur. TÖF KOSTAR OFFJAR Utvegsmenn og skipstjórar öll töf vegna bilana dýrra atvinnutækja kostar offjar, og er þvi augljóst að skjótt þarf úr að bæta. FLUGSTÖÐIN H.F. hefur fjölbreyttan flota góðra og öruggra flugvéla, sem geta leyst slikan vanda meö þvi aö koma nauðsyn- legum varahlutum eöa viögeröarmönnum á vettvang, sé flug- völlur nærri og veður hamlar ekki. Flugvélar okkar hafa öll tæki til blindflugs, og flugmenn okkar eru þaulreyndir. Athygli skal vakin á, að fáist varahlutir ekki hér á landi, getum viö sótt þá til nærliggjandi landa á nokkrum timum, og þannig sparað yður mikinn tima og útgjöld. Leitið upplýsinga. Við svörum öllum beiönum strax. Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér. Símar: 11-4-22 • • (neyðar- FLUGSTÖÐIN HF ES36nusta) UR EIK TEAK OC PALESANDER ÓDÝRT OG HAGKWMT s l| Húsgagnaverslun <> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 22. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.