Vikan - 06.11.1975, Page 7
Við Hudson-Bay kostar tuttugu og eins dags
veiðileyfi í kringum 620.000 íslenskar krónur, og
veiðidýrin eru ísbirnir. Ekki fylgir það sögunni,
hvað hvítu mennirnir þrír greiddu fyrir för sína
til Papúu-Nýju-Guineu, þar sem þeir skreyttu sig
rheð frjósemistákni innfæddra, en slíkar ferðir
þykja hvað eftirsóknarverðastar af nýrri ferða-
lagatísku. Hvenær ætli þeir Ingólfur í Útsýn og
Guðni í Sunnu bjóði viðskiptavinum sínum upp á
hópferðir þangað?
◄
Fallhlífarstökkið, sem boðið er upp á í Ashford
í Englandi er tiltölulega ódýr skemmtun. Átta
dagar við fatlhlífarstökk kosta ekki nema sem
svarar í kringum 60.000 íslenskum krónum, og
inni'falið í því verði er fræðileg kennsla í fall-
hlífarstökki og tíu stökk. Og þeir, sem standa
sig vel, fá meira að segja alþjóðlegt próf.
45. TBL. VIKAN 7