Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 11

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 11
I NÆSTU lflKU í BRESKUM SUMARLEYFISBÚÐUM Allmörg íslensk ungmenni hafa á undanförnum árum farið til Bretlands á sumrin og .starfað þar í sumarleyfisbúðum, eða Holiday Camps eins og bretar kalla þá staði. Ljósmyndarinn okkar er breskur eins og lesendur munu þegarvita, ogí næsta blaðisegirjim Smart frá Holiday Camps í Bretlandi, en harpn starfaði í fimrn sumur sem sketnmtikraftur í sumarleyfisbúðum breta. ORGANISTINN Á EYRARBAKKA Ruth Magnúsdóttir organisti á Eyrarbakka er austurrísk að ætt, en hefur verið búsett hérlendis í rúma tvo áratugi. Rut hefur lagt gjörvahönd áfleira en organleik. Nokkrar barnasögur hafa verið lesnar eftir hana I útvarp, síðast Krummi bolakálfur í Morgunstund barnanna á útmánuðum í vetut. Vikan heimsótti Rut nýlega og komst að raun um, að hún er engin hversdagsmanneskja. Viðtalið við Rut birtist t næsta blaði. ÞORRI ÞRAUTGÓÐI AFTUR Á STJÁ Feddi fúskari tafðist svolítið við bygginuma, svo að fátt hefur verið frásagnarvert af þeim köppunum Fedda og Þorra undanfarið. Af þeim sökum féll Feddaþáttur og Þorra niðurí síðustu blöðum, en í næstu Viku fara þeir aftur á stjá. Segir þar frá vandræðum Fedda með trésmiðinn. SMÁSAGA EFTIR W. SOMERSET MAUGHAM Óþarft ættiað veraað kynna W. Somerset Maugham fyrir íslendingum, svo mörg verk hans hafa birst á prenti á íslensku, aðógleymdum öllum þeim leikritum hans, sem flutt hafa verið í útvarp hérlendis. 1 næsta blaði verður smásaga eftir þennan ágæta höfund. Nefnist hún Vinurí neyð og ber öll merki snjalls höfundar. ARGAN HINN ÍMYNDUNARVEIKI Nýlega var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu eitt þekktasta leikrit franska leikskáldsins Molieres, sem er einhver þekktasti gamanleikjahöfundur allra alda. Imyndunar- veikinhefuráðurveriðsýndí Þjóðleikhúsinu. Þá lék Lárus Pálsson Argan þann ímyndunarveika, en Anna Borg og Sigrún Magnúsdóttir fóru með hlutverk vinnukon- unnar Toinette. Þau Bessi Bjarnason og Herdís Þorvaldsdóttir leika þessi hlutverk núna. Sjá nánar um sýninguna í máli og myndum í næstu Viku. VIKAN Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Otlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing I Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 1 ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 23. tbl. 38. árg. 3. júní 1976 GREINAR:_________________ 2 Bílar '76. Hagnýtar upplýsing- ar fyrir þá, sem eru í bíla- kaupahugleiðingum. 14 Sveiflukóngurinn Benny Goddman. 36 Mia Farrow berst gegn fóstur- eyðingum. 38 Signuvatn í 7. sinn. Ferða- þáttur frá París. SÖGUR: 20 Skilaboð frá Absalom. 5. hluti framhaldssögu eftir Anne Armstrong Thompson. 28 Marianne 28. hluti framhalds- sögu eftir Juliette Benzoni. 34 Tilgangur lífsins. Smásaga eftir Barbro Gummerus. FASTIR ÞÆTTIR: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 17 Tækni fyrir alla. 30 Stjörnuspá. 37 Meðal annarra orða: Týndur glæpur? 40 Draumar. 42 Eldhús Vikunnar í umsjá Drafnar Farestveit. ÝMISLEGT:_______________ 18 I fullum herklæðum. Tísku opna. 24 Fólk og bílar. 26 Bílatöflur: Meiri háttar gallar. 27 Bílatöflur: Ryð og skrölt. Rekstur. BLAÐAUKI í miðju blaðinu eru 16 auka- blaðsíður um bíla. 23.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.