Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 20

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 20
C ROWIN CAR200 Verð: 9.733 CAR300 Verð: 12.892 mwmm C5C702 Verð: 24.116 8 rósa segulband + útvorp. lltl; - a. (£} r. DD CSC902 Verð: 31.665 Stereo segulband + útvarp. CSC8000 Verá: 16.555 8 rúsa segulband. CSC802 Verð: 16.555 Stereo segulband. Athugið! Setjum viðtœkin í samdœgurs Skipholti 19, við Nóatún Sémrr 23-800 og 23-500 Klapparstíg 26 sími 19-800 Hún hafði farið út á morgun- göngu og fundið Peter Atkins dáinn, hjá læknum við klaustrið. Susanna fór ásamt hinum, með dr. Weisensteir f fararbroddi, að fjarlægari hlið klausturgarðsins. Atkins' lá með höfuðið i læknum, sem liðaðist fram með klausturveggnum. Kannski hafði hann fallið niður úr einum glugg- ann og drukknað. Og þó... Súsanna kraup við hlið dr. Weisenstein. „Hvaða áverkar eru þetta?” spurði hún, og benti á blett aftan á hálsi Atkins. „Það er sennilega þetta, sem hefur kostað hann lifið. Kannski hefur hann fallið niður.” .Marlene var nú komin til þeirra. Hún leit mjög illa út. „Þjáðist hann?” „Sennilega ekki lengi. Eg skal hjálpa þér,” hrópaði hann. En það var of seint. Marlene gaf frá sér lágt titrandi andvarp, og síðan leið yfir hana. Dr. Weisenstein stökk á fætur og greip hana. Hinir flýttu sér lika til hennar og söfnuðust kringum hana. Súsanna fékk nú nokkrar mín- útur fyrir sjálfa sig, og hún notaði þær til að athuga Iíkið. Hún varð að fá að vita vissu sina. Hún leitaði vandræðalega í vösum Atkins. Vegabréf, kúlupenni, lyklar, veski fullt af viðskipta- kortum og peningum, og loks mynd af lítilli stúlku u.þ.b. tíu ára. Hún skoðaði pennann betur. Svart blek. Það var einmitt sami litur og í bréfinu' frá Absalom. Gat verið að Atkins væri bréfrit- arinn? Hún stóð upp. Dr. Weisen- stein hafði snúið sér við, og starði nú undrandi á hana. Susanna rétti honum eigur Atkins, „Þú munt hafa orð fyrir okkur, er það ekki?” spurði hún hratt. „Sendi- ráðið ætti að fá þetta.” Weisenstein slakaði á. „Það er alveg rétt. Því hafði ég gleymt. Við ættum strax að sækja hjálp.” Lögreglan beið eftir þeim þegar þau komu aftur á hótelið, taugaóstyrk og þögul. Þeim var smalað saman i matsalinn, og aftur voru þau umkringd vopn- aðri lögreglu. Þetta var önnur ógæfan, sem dundi yfir hópinn. Nú voru allir orðnir hræddir og. vildu aðeins komast heim. Loksins var þeim raeð upp. Þau áttu að fara með rútunni, undir vopnuðu eftirliti, til Sofia. Þar áttu yfirheyrslurrrar að fara fram. Súsanna reyndi að nálgast Endicottsysturnar, á meðan hún beið eftir rútunni. Nú gafst henni tækifæri til að athuga hvort Hroki og hleypidómar voru enn í tösku Azaleu. „Þetta er hræðilega þungt,” sagði hún við Azaleu. „Ég skal halda á þessu fyrir þig, þá getur þú hjálpað Cristine í staðinn.” „Ö, þakka þér fyrir. Þetta var 20 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.