Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 21
ANNE ARMSTRONG fallega hugsað. Hún er svo æst vesalingurinn.” Súsanna tók við töskunni. Hún sá strax að Hroki og hleypidómar voru enn á sínum stað. Þunnur blár kjölurinn var augljós milli bæklinganna. Var hin mikilvæga síða 51 enn á sínum stað? Það var freistandi að athuga það betur, en undir vakandi aug- um varðmannanna hefði' það verið heimskulegt. Ef bókin var þarna, þá var síða 51 þar líka. Henni létti óstjórnlega. Annað hvort hafði hún ekki talað undir áhrifum lyfsins, eða Atkins hafði hvorki haft tima til að notfæra sér upplýsingarnar, né láta þær Aza- row í té. I fyrsta sinn síðan Novak lét hana fá skilaboðin var hún áhyggjulaus — jafnvel glöð. í bili var hún örugg, örugg! Eftir öll svikin og áreynsluna undanfarna daga voru þeir engu nær! Hútan lagði af stað. Súsanna sat hljóð í sæti sínu, og hugsaði um hin hræðilegu atvik morgunsins. Líkami Atkins sveif fyrir hug- skotssjónum hennar. Ef til vill var hún sú siðasta, sem hafði séð hann á lífi. Nei annars. Hvað var það nú aftur sem Azarov sagði i gær? ,,Eg hefði getað bjargað þér fyrr... en ég þurfti að hitta Atkins. Averk- arnir á líkinu... Var Azarov morðingi? Og ef svo var, hafði hann þá myrt Atkins í afbrýðisemi, eða vegna þess að sem samstarfsmanni var honum ekki treystandi lengur? Hún vissi það ekki. Henni var sama. Og þó heyrði hún innri rödd, sem þrátt fyrir alla skyn- semi og þjálfun, hvíslaði: „Gerðu ekki Azarov að morðingja. Gerðu því ekki skóna að hann hafi drep- ið Atkins.” Nokkrum stundum seinna stansaði rútan aftur fyrir framan bygginguna, þar sem þau voru yfirheyrð í fyrra skiptið eftir að Novak hafði verið skotinn. Nú var sendiráðsmaðurinn, Donald Trapp aftur kominn til að leið- beina þeim. „Ég hef heyrt að einhver ykkar hafi fundið lík herra Atkins, er það ekki rétt?" spurði Trapp. „Það var ég,” Cristine Endicott svaraði grátklökk. Samkvæmt beiðni Trapp, sagði dr. Weisen- stein frá atburðinum. „Hefur einhver einhverju við að bæta?” spurði Trapp. Enginn sagði neitt. „Jæja, en þetta ætti að verða ykkur minnisstætt,” sagði Trapp. Tiiraun hans til að lífga upp á hópinn, fékk tregar undirtektir. Þau eltu hann þungbúin inn í THOMPSON bygginguna, og inn á sömu skrif- stofu og áður. „Svaraðu öllum spurningun- um,” ráðlagði Trapp Súsönnu þegar komið var að því að hún ætti að fara inn í yfirheyrsluher- bergið. Tveir menn sátu við snjáð skrif- borð í miðju herberginu. Þeir hvorki stóðu upp, né heilsuðu. „Vegabréfið. takk,” sagði túlk- urinn á ensku. Augu lögreglumannsins glömpuðu óþægilega þegar hann bar saman andlit hennar og myndina í vegabréfinu. „Þekktir þú þann látna?” „Já„” „Hve lengi?” „1 þrjá daga.” „Hvenær talaðir þú siðast við hann?" „í Plodiv. Við gengum saman um garðinn. Ösannindin komu auðveldlega. „Þekkir þú nokkurn, sem hugsast gæti, að hefði viljað hann feigan?” Allt í einu varð Súsanna raun- verulega hrædd. „Nei ” sagði hún. Hinn maðurinn ræskti sig, og sagði eitthvað á rússnesku. Túlkurinn spurði: „Þekktir þú Atkins í Bandaríkjunum?” „Hann sagðist einu sinni hafa séð mig í veislu. Ég minnist þess ekki.” „Jæja,” hann virtist allt í einu missa áhugann. Túlkurinn sneri sér að rússan- um. „Viltu sp.vrja fleiri spurn- inga?” Súsanna beið spennt eftir svari. Rússinn hristi höfuðið. „Þetta er nóg," sagði túlkurinn. „Þú mátt fara.” Súsanna og Trapp fóru aftur fram í biðsalinn. Þar biðu Elbert hjónin eftir að röðin kæmi að þeim. Þau forðuðust að lita í augu Súsönnu. Hún var óróleg. Andlit Elberts bar greinileg merki eftir neglur Súsönnu. Hvernig ætlaði hann að útskýúra það? Hún beið óþolinmóð. Azarov og Elbert vissu báðii: að hún hafði hitt Atkins kvöldið áður. Annar þeirra gæti komið upp um hana. Hún taldi mínúturnar þar til Ed kom fram aftur. En hann var ekki lengur inni en hinir. Klukkan fimm var þeim smalað aftur út á götuna, og að rútunni. Þá sá Súsanna Azarov standa ásamt rússanum á tröppunum. Þeir virtust tala opinskátt um fólkið, sem beið eftir að fara í rútuna. Súsanna var ekki nógu nálægt til að geta greint orðaskil. en hún sá að maðurinn spurði Azarov einhvers, og benti á hana. „Njet," sagði Azarov ákveðinn. Meira heyrði Súsanna ekki. því hún var komin inn í rútuna. Hún setti upp sólgleraugu, og fylgdist með manninum úr sæti sínu. Hann var klunnalegur maður, og með illilegan munn- svip. Hann stóö þrepi ofar en Aza- rov, og leit nú með merkissvip niður á hann. Mikil spenna virtist ríkja milli þeirra. Allt í einu virtist maðurinn verða reiður. Hann otaði fingri reiðilega að Azarov, og skamm- aði hann fyrir framan alla lögreglumennina. Þegar Azarov ætlaði að svara, benti maðurinn honum æstur á að koma inn í bygginguna. Azarov fylgdl honum eftir með samanbitnar varir. Þegar hann opnaði d.vrnar, leit hann um öxl. Súsanna sá andlit hans greinilega. Hann virtist ekk- ert niðurbeygður eftir ávíturnar. Dökk augun tindruðu, og munn- svipur hans lýsti næstum hömlu- lausri reiði. Augnaráð hans sagði henni að góðsemi hans væri horf- in út í veður og vind. Ferðabæklingurinn hafði lýst kveðjuveislunni í Boyanna Inn, sem „hátíðarkvöldverði”. en það var takmarkað gamanið þar þetta kvöldið. Dansarar í þjóðbúning- um, fyrsta flokks matur og skemmtilegur veitingasalur með útsýni yfir Sofia, gat ekki dulið þá staðreynd að ferðin var ekki lengur skemmtileg. Dauði Atkins. lögregluvörðurinn í kringum þau og yfirheyrslurnar tvær var þeim alltof ferskt í minni. Jafnvel nú var stór hópur einkennisklæddra hermanna á torginu fyrir framan veitingastaðinn í tilefni þjóðfrels- isdagsins. Azarov stóð utan við hópinn. og fylgdist hljóðlega með öllu sem fram fór. Hundurinn við hlið hans hreyfði sig ekki meðan á ræðuhöldunum stóð. Ljóskastar- arnir. fótatak hermannanna, og hið hvassa dat-a-dat-a-dathljóð vélbyssanna gaf til kynna að þau voru stödd í kommúnistaríki. Taugar Súsönnu voru spenntar. Sama mátti segja um hitt ferða- fólkið þar til sýningunni fyrir ut- an hótelið lauk og hermennirnir þurfu hljóðlega. Azarov fór líka. Fyrst hikaði hann aðeins. og beygði dökkt höfuðið niður meðan hann kveikti sér í sígarettu. Eldurinn lýsti upp andlit hans i augnablik. en dó síðan út og skildi mann og hund eftir í myrkri. Súsönnu varð hughægra eftir að þeir voru farn- ir. Smám saman létti yfir öllum hópnum. Bandaríkjamennirnir fóru að taka þátt i skemmtuninni og klappa fyrir listafólkinu. Einnig tóku þau þátt i slöngu- dansi gegnum veitingahúsið. Að lokum fór litill búlgari upp á stól og stjórnaði þeim meðan þau sungu „Auld lang Svne." Þetta var nóg til að láta hvaða ferð sem var enda skemmtilega. Síðan tókust allir í hendur. og þau gengu út úr veitingahúsinu. inn i upplýsta nótt Sofiaborgar. Það var ekki alveg orðið dimmt og ljósrák var á vesturbimninum. Þau fóru ekki inn i rútubilinn fyrr en öll birta var horfin af himninum. en loks var haldið af stað ;til h'ótelsins. Þrir dansar- anna urðu þeim samferða.Þeir voru ungt og broshýrt fólk. sem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.