Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 34

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 34
Smásaga eftir Barbro Gummerus. TILCONCUR LlFSINS Hvað merkja þessi orð? Ást — hatur. Gleði — sorg. Líf — dauði? Og hversu skammt er ekki milli merkingar þeirra? í þessari smósögu segir fró ungri konu, sem reynir allar þessar tilfinningar á örlagastundu lífs síns. HÚN líkt og svífur í eins konar þoku milli himins og jarðar. Ekkert rýfur mistrið nema verkirnir, sem ætla að tæta hana sundur við og við. Samt eru verk- irnir ekki eins sárir og áður — nei, þeir eru allt að því þægilegir. Hún er ekki hrædd lengur. Hún heyrir í fólkinu í kringum sig, en hefur aftur augun. Hvað kemur þetta fólk henni við? Henni kemur ekkert við lengur. Til hvers er allt þetta umstang? Hún veit hún deyr hvort sem er, og hana langar mest að hrópa til þeirra að gefast upp, láta hana vera. Hún finnur á einhvern hátt til með þeim, þvi að þau vita ekki eins og hún, að þetta er þýðingar- laust. Þegar sársaukinn ætlar að yfirbuga hana, tekur hún því með þolinmæði. Hún vissi ekki, að til væri þvílíkur sársauki. Hún er hætt að hugsa, er ekkert nema tilfinningin. Hún gæti kveinað af kvölum, er. hún gerir það ekki. Henni finnst hún vera laus við þetta allt og á leið eitthvert annað. Hún heyrir glamra í lækningatækjunum, hún heyrir fólkið tala saman í kringum sig — en þessi hljóð koma úr öðrum _ heimi. I þessu myrkri umhverfis hana taka allt í einu að birtast myndir — með lokuð augun sér hún allt, sem gerðist meðan hún lifði. Hún er fimm ára og stendur bak við sólberjarunnana með ömmu sinni. Það hlýtur að hafa verið langt liðið á dag, og það hlýtur að hafa verið sumar, þvi að geislar sólarinnar falla skáhullt á grasið. Hún les sér sólber af runnanum, og munnurinn á henni fyllist gómsætum keimi. Am'ma hennar er í blárósóttum kjól, og hún hefur tekið hvitt hárið saman í hnút í hnakkanum. Bláu augun hennar eru fjarræn eins og þau horfi langt út i busk- ann, og hún segir hugsandi: — Nei, ég var aldrei hrifin af afa þínum. Aldrei nokkurn tima. Eg átti meira að segja erfitt með að þola hann. Sprautu, segir einhver langt, langt i burtu, — við verðum að gefa henni sprautu. Svo gerist ekki fleira lengi, lengi, en allt í einu finnur hún, að henni liður ekki eins illa og áður og hún er svo þakklát, að hana langar mest til að gráta. Fyrst nú rennur upp fyrir henni, hve óbærilegar kval- irnar voru. En eiginlega skiptir það ekki máli, eiginlega skiptir ekkert máli lengur. Hún heyrir einhvern stynja og gerir sér ljóst, að það er hún sjálf, sem stynur. Henni verður hálfhverft við. Hún ætiaði bara að liggja grafkyrr og þögul í myrkrinu, því að henni finnst myrkrið vernda sig. Hún er sjö ára og á að flytja til bæjarins úr gula húsinu með sól- berjarunnunum. Flutningabíllinn er farinn, og hún gengur með 34 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.