Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 33
öðrum kosti leyfið mér þá að fara.” Mótmæli hennar tóku snöggan endi, og hún öskraði upp yfir sig, er gamla konan barði hana á fing- urna með stafnum sínum. „Hingað og ekki lengra,” sagði hún skrækróma, „svarið þegaryrt er á yður. Annars skuluð þér þegja, því að ella kann svo að fara, að ég missistjórn á skapi mínu og drepi yður með eigin hendi. Hins vegar kann ég að iðrast þess eftir á, því að ef réttur- inn fæst til þess að hlusta á mig, þá verðið þér framseldar i mínar hendur, og ég verð ekki í vand- ræðumm>eð að ráðstafa yður. Ég á lítið hús í Ranelagh, þar sem ég tek á móti tignum herramönnum. Ef ég þekki þá rétt, munu þeir kunna að meta yður. Keisaraleg hóra! Eg vona bara, að hann sé frambærilegur elskhugi?” „Um hvern eruð þér að tala?” sagði Marianne bældri röddu. „Nú auðvitað mannætuna frá Korsíku. Verið ekki svona hæ- verskar. Þér getið verið stoltar af því starfi, sem ég hefi í huga handa yður.” Marianne gat ekki betur séð en að gamla konan væri geggjuð. Hvert var hún eiginlega að fara? Hvað var hún að tala um þessa mannætu? En þrátt fyrir örvænt- ingu sína, lét hún ógnun hennar sem vind um eyrun þjóta. Þotta virtist allt saman úr lausu lofti gripið. „Þér eruð ekki með öllum mjalla,” sagði hún. „Ekki það nei? Við skulum nú sjá til.” Hún hóf stafinn á loft, en bar- óninn náði að ganga á milli. „Nú er nóg komið. Ég er þegar búinn að segja þér, Fanchon, að það er ekki okkar að dæma. Láttu hana í friði. Við skulum fara niður í kjallara.” Framhald í næsta blaði. Blóm og gjafavörur í miklu úrvali Skreytum viö öll tækifæri Blómabúóin DÖGG Álfheimar6 sími33978 Reykjavíkurveg 60 sími 53848 V EJNNI & HNNI Hún er Ijúffeng, mammal Nammi- namm! Mjúk eins og... ' 9 23. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.