Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 31
Þau voru nú stödd á hinum bakka árinnar rétt hjá Boulogneskógi. Hún sá tvo aðra reiðmenn, sem biðu hjá vagni, er hún þekkti allt of vel. „Svarti vagninn," sagði hún felmtri slegin. Annar hinna grimuklæddu manna fór að hlæja. „Hún hefur þá tekið eftir honum! Þú hefur rétt fyrir þér, hún er hættulegri en vænta mátti. En nú verðum við að hafa hraðann á.” „Andartak. Einmitt vegna þess að hún er hættuleg, verðum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur. að leyfa henni að ná andanum er eitt, en...” „En hvað hef ég til sakar unnið?” andmælti Marianne um leið og hinn maðurinn batt hendur hennar með silkiklút. „Hvert ætlið þið með mig, og hvers vegna?” Þetta var út í hött. Reiðin varð óttanum yfirsterkari, og ósjálfráð sjálfsbjargarviðleitni var farin að gera vart við sig. „Það mun yður verða sagt, mademoiselle, þegar við komum á áfangastað,” svaraði maðurinn. „Þangað til er yður fyrir bestu að hafa hægt um yður. Okkur geðjast ekki að því að myrða konur...” Hún sá nú glitta í hólmgöngu- byssu með löngu hlaupi í hendi mannsins, og hann beindi byssu- hlaupinu að vinstra brjósti henn- ar. Þetta var alvarleg ógnun. „Eg skal hafa hægt um mig,” muldraði hún. „Gott. Og nú verð ég að biðja yður um að hafa mig afsak- aðan.” Þvl næst var bundið fyrir augu hennar svo fast, að hún sá ekki glætu. Sfðan tóku mannræningj- arnir sinn undir hvorn handlegg hennar og leiddu hana að vagnin- ' um. Hún fann, að hendur teygðu sig innan úr vagninum og drógu hana til sin. Svo var dyrunum skellt aftur og Marianne settist i þægilegt sæti. Hún heyrði andar- drátt við hlið sér og gat sér þess til, að þetta væri maðurinn, sem hefði hjálpað henni upp í vagn- inn. Einhver fyrir utan sagði: „En múffan hennar. Hún ligg- ur þarna á bakkanum. Við getum ekki skilið hana eftir þar. „Engin verksummerki,” sagði foringinn. „Hvers vegna ekki? Þeir halda þá kannski, að hún hafi drukkn- að.” „Og múffan á þessum bakka. Flfl!” Fáeinum sekúndum slðar opn- uðust dyrnar aftur, og einhver smeygði múffunni utan um reyrðar hendur hennar. Maður- inn við hlið hennar opnaði nú munninn I fyrsa skipti og það fór hrollur um hana. Rödd hans var harðneskjuleg og miskunnarlaus. „Að þið skulið gera svona mikið veður út af einum strokufanga.” „Okkar verk er að flytja hana, en ekki dæma,” sagði hinn. „Ef hún reynist sek, verður hún tekin af lífi, en hún þarf ekki að liða að ósekju. Við verðum að koma henni til foringjans heillri á húfi.” Dyrunum var skellt aftur, og vagninn ók á fleygiferð í áttina að skóginum. Marianne heyrði, að reiðmennirnir fjórir komu á eftir, og hún fór að velta því fyrir sér, hver þessi foringi gæti eiginlega verið. Ferðin með vagninum var til- tölulega stutt, en sfðan var farið fótgangandi. Tveir mannræningj- anna hálf'báru Marianne á milli sín, og þetta virtist engan endi ætla að taka. Marianne fannst eins og verið væri aið draga hana niður bræðilega hála, daunilla brekku. Það var nistingskalt og mikill raki i lofti, og rotnunarlykt barst að vitum hennar. Hún sá ekki glóru. Hvorugur fylgdar- manna hennar höfðu sagt stakt orð siðan þau lögðu af stað frá ánni, og Marianne rambaði þarna um í dimmum þagnarheimi. Ein- ungis styrkar hendurnar, sem italski smábíllinn Autobianchi er rúmgóður smábill, árangur ítalskrar hugkvæmni og smekkvísi í bílaiðnaði. Autobíanchi er nýr bíll á íslandi þótt að hann hafi um árabil verið seldur víða í Evrópu. Hann er ódýr í innkaupi og hefur lítinn rekstrarkostnað. Autobianchi er líka öruggur bíll með framhjóladrifi, sem í öllum Bíla-fagblöðum er álitið að gefi mestan stöðugleika og öryggi í akstri. Autobianchi er bíll sem býður upp á lipurð og hraða í akstri, jafnframt því að vera sparneytinn á bensín. BDÖRNSSON Aco SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SlMI 81530 AUTOBIANCHI Lipur og harðger.. 23. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.