Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 35

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 35
mömmu sinni í síðasta sinn gegnum auð herbergin. Hún sér, að veggfóðrið er slitið, og allt er ósköp dapurlegt. Hún klappar arninum í stofunni um leið og þær ganga framhjá honum. í honum sá hún eldinn í fyrsta sinn. 1 nýju íbúðinni í bænum er enginn arinn. Þar eru bara mið- stöðvarofnar. Hún veit það, því að hún hefur komið, íbúðina, og það er stór grá ibúð í stóru gráu húsi, að minnsta kosti sýndist henni það vera grátt. Hún var viss um, að hún kynni aldrei við sig þar. En þau höfðu ekki spurt hana, hún hafði ekki atkvæðisrétt, það hefur enginn, sem er ekki nema sjö ára. — Jæja, þá förum við, sagði mamma. Henni heyrðist mamma eiga erfitt um mál. Kannski grét hún líka, en það sást ekki, þvi að hún sneri sér undan. Nú kemur það aftur Lengst innan úr henni og hún getur ekkert gert til að koma í veg fyrir það, ekki neitt. Það hefur tekið af lienni öll völd. Og sprautan er víst hætt að deyfa — það hlýtur að vera, því aldrei hefur hún fundið svona til f.vrr, og einhvers staðar hrópar einhver á hjálp. Það hlýtur að vera hún sjálf. Hún er fjórtán ára og hefur verið allan daginn í stóra, hlýja húsinu, þar sem alltaf rikir slík glaðværð, að hún getur næstum drukkið sig ölvaða af henni. Hún fór þangað beint úr skólanum, því að hún treysti sér ekki til að fara heim í íbúðina, treysti sér ekki til að rífast við mömmu sína, hlusta á eilífar og endalausar spurn- ingar hennar um, hvar hún hefði verið kvöldiö áöur. Og hún gat ekkert sagt um Steina, sem er svo skemmtilegur og gengur alltaf i slitinni úlpu, því að mamma myndi pkki skilja neitt, hún yrði bara hrædd og héldi langa ræðu um hve hættulegt það sé að fara út með strákum, sérstaklega þó, þegar maður er ekki nema fjórtán ára. Og svo kæmi sama sagan og vant var: Hvernig hún giftist pabba, hvernig hún eignaðist barn og stóð á haus í bleyju- þvotti alveg þangað til pabbi kynntist Lísu og flutti frá þeim. Mamma hefur verið svo undarleg síðan þær fluttu úr gula húsinu og síðan eru sjö ár. Sjálf er hún búin að vera í allan dag heima hjá pabba, og allir hafa verið svo glaðir. Hún bað um að fá að kveikja upp í arninum og auð- vitað fékk hún það. Hún hefði fegin viljað gefa hálfa ævina fyrir að fá að búa hjá þeim, en svoleiðis nokkuð gerir fólk ekki. Hún sat með litla barnið í fang- inu, andaði að sér ilminum úr nýþvegnu hári þess, lagði kinn sina að undurmjúkum vanga þess, og örlitla stund var hún raunveru- lega hamingjusöm og ánægð. En þegar hún gengur heim á leið, heim í stóra, gráa húsið, kennir hún til í brjóstinu. Mamma er náföl af reiði, og óskaplegur orðaflaumur streymir af vörum hennar. Hún reynir að komast inn í herbergið sitt, en mamma grípur í handlegg hennar og heldur svo fast, að hana verkj- ar. Og hún segir í sífellu: — Hvar hefurðu verið? Hvar hefurðu verið? — Ég var hjá pabba og Lisu, segir hún loks. Þá sleppir mamma hennar henni og leyfir henni að fara inn til sín. Þar sest hún í gamla, slitna hægindastólinn og starir á dyrn- ar. Hún reynir að loka hlustunum fyrir hljóðlátum volandi grátnum í stofunni. í kvöld ætlar hún að fara héðan — fara að hitta Steina. — Hjálpið þið mér, hrópar hún aftur upp yfir sig. — Hjálp! Eiginlega á hún við, að þau eigi bara að leyfa sér að deyja — leyfa sér að hverfa aftur til myrkurs- ins, þar sem hún var. — Já, við hjálpum þér, segir einhver, en svo deyja raddirnar út. Öllum stendur á sama um hana, og hún er að farast úr kvölum. Svo er allt í einu komið sumarið, þegar hún var átján ára, og hún finnur andvarann leika um andlit sitt, og hún finnur ilm- inn af hafinu, og hún sér sól- brennt andlit Jóns. Hún veit, að allt er öðru vísi en það ætti að vera, en veit ekki, hvernig hún á að komast hjá því. Hún féllst á að. fara með honum út á eyna. Jón hefur stórar, hvítar, tennur, og hann brosir til hennar, þar sem hún situr við eldinn.Það er eiginléga ekki kalt úti, bara venjulegt norskt sumarkvöld, en það var eigi að síður notalegt að sitja við eldinn. Það er svo fallegt hér á eynni, en hræðslan og ótt- inn ríkja í hjarta hennar. Hún veit ekki, hvernig hún á að sleppa. Og kvöldið, sem var svo fallegt, varð að martröð, sem hún gleymir aldrei. Það er orðið áliðið, kvöldið næstum orðið nótt og þau eru tvö ein. Hún er hætt að geta talað við hann, ansar bara einsatkvæðis orðum, og læst ekki taka eftir því, hve mjög hann gerir sér f.ar um að vera skemmtilegur. Hún veit, að hún hefur látið gabba sig, og hún er örvilnuð yfir því, hve ung og óreynd hún er. Svo er nóttin komin, og Jón leitar á hana. Hún hefur vitað þetta allan daginn, það er það, sem eyðilagt hefur fyrir henni daginn. Og allt 1 einu hrindir hún honum frá sér og segir, að hún vilji þetta ekki. Þá gerist nokkuð óvænt. Hann segir ekkert, fer bara að gráta hægt og stillilega. Hann leggur höfuðið á öxl hennar og grætur lengi. Hún strýkur honum um hárið og finnur, að henni þykir vænt um hann. Hún veit, að ekk- ert gerist, sem hún vill ekki sjálf. Og svo tekur hún skrefið inn í heim hinna fulLorðnu. — Andaðu djúpt, svona já — rólega, heyrir hún sagt í fjarska. Hún, sem aldrei hefur blótað alla ævi, segir nú sitt af hverju ljótt, segir þeim að fara til helvítis öllum saman. Hvernig getur hún verið róleg, hvernig geta þau ætlast til þess af henni, þegar hún liggur hérna og er í þann veginn að deyja? Hún finnur andúð sina á þeim fara vaxandi, hún er farin að hata þau, hata þau eins og hún hefur aldrei áður hatað nokkra mannveru. Nú er hún tuttugu og tveggja ára, og nýi, breiði gullhringurinn á fingri hennar er óendanlega fallegur. Hún hugsar tæpast um neitt annað en hann og gerir sér far um að láta bera sem allra mest á honum. Og Andrés gengur vjð hlið henpar, hann er í ljósa frakk- anurn sínum. Andlit hans er enn ungt og h'rukkulaus — lífið hefur ekki sett mark sitt á hann enn. Þau eru á leiðinni að líta á aðra.gráa íbúð í öðru gráu þúsi, en nú er það allt öðru vísi, því að þetta á að verða íbúðin þeirra Andrésar. Þau ætla að fylla hana af hlýju, hún á að verða eins og stóra húsið, þar sem hún kann svo vel við sig, full af lífi og gleði. Og seinna — þegar þau éru orðin eldri — þá kaupa þau kannski gult hús með sólberja- runnum í garðinum. Hún er örugg. og hamingjusöm. Ekkert mun nokkru sinni henda hana. Aldrei. — Svona já, segir konan og þurrkar henni um ennið. — Svóna já! Hún vill ekki opna augun, hún þolir ekki að sjá þau, getur ekki umborið rólegar, til- gerðarlegar raddir þeirra. Þeim stendur nákvæmlega á sama um hana og vilja láta hana kveljast. Og svo heyrir hún aðra rödd, og henni finnst það vera Andrés, sem er að tala, en hún heyrir ekki, hvað röddin segir. Hún heyrir ekki neitt, því að nú kemur það aftur, steypist yfir hana og ætlar hreint að ganga af henni dauðri. Heimurinn sjálfur virðist titra og skjálfa innan 1 henni, en andartaki síðar finnst henni hún hafa ráðið sjálfa lífsgátuna, og nú veit hún, hver er tilgangur lífsins. Því er lokið eins snögglega og það hófst. Hún er í miklu uppnámi. og sársaukinn er þarna ennþá, en það er eins og hann komi henni ekki við lengur. Og svo er þ:,ð kvöldið, þegar hún er ekki lengur tuttugu og tveggja ára, heldur tuttugu og sex, og íbúðin er ekki full gleði og hamingju, heldur ósköp venjuleg íbúð í ósköp venjulegu fjölbýlis- húsi í úthverfi. Það er svo langt á skrifstofuna nióri í miðborginni — þetta er allt svo erfitt — og hún er hræðilega þreytt á kvöld- in. 1 dag fékk hún að vita það, sem hún hafði ímyndað sér fyrir löngu — mér fannst þú ættir ekki að fá að vita það síðust allra, fannst það eiginlega vera skylda min að segja þér, það, sem allir aðrir vita. . . Þá veit hún það, og hún situr þögul við eldhúsborðið og bíður þess að hann komi heim. Svo kemur hann loksins, og hann fölnar, þegar hún segir honum það, sem hún veit. Hún talar rólega og vingjarnlega, eins og hún sé að ræða um einhvern annan, eins og henni komi þetta ekki við. Hún er hissa á sjálfri sér, hana langar ekki til að særa hann eða hefna sin, hún vissi ekki, að hún væri svona sterk. Þau sitja í margar klukkustundir, og hann talar og talar, orðin renna óstöðvandi upp úr honum — hún vill líka fá að vita allt, og hún skilur, að hann hefur átt erfitt. Hún gerir sér far um að skilja hann, og hún skilur hann. Þegar hann biður hana að fyrir- gefa sér, segir hún, að um slíkt sé ekki að ræða — það sé ekkert að fyrirgefa, enginn ráði við til- finningar sínar. Aðalatriðið er, segir hún og finnur enn nýjan styrk hjá sér. að hér vilt þú vera, hjá mér. Hún kemst aldrei lifandi frá þessu. Það vissi hún f.vrir löngu. Þetta er of mikið. Of mikið! Hvernig getur veröldin verið svona grimm? Hvernig er hægt að ætlast til þess, að nokkur haldi þetta út? Hvers vegna gera þau ekkert? Hún opnaf augun i fyrsta sinn í þessari eilífð og sér ógreini- lega, hvernig þau standa hjá henni, og hún æpir, æpir, æpir hásum rómi. Þegar hún þagnar, er því lokið. Hún heyrir hitt ópið, sem ekki kemur úr hennar kverkum, og hún skilur þetta ekki. Hún á þá ekki að deyja. Því er þá lokið! Hún er búin að vera svo niður- dregin. hún er búin að kasta upp svo oft, hún er búin að vera svo ikvíðin. en samt hefur hún aldrei misst vonina. Nú er því lokið, og þau geta átt ánægjulega daga saman öll þrjú. Og fólkið allt i kringum hana brosir. Einhver talar um óvenju- lega erfiða fæðingu. en allt fór þó vel að lokum, og allir tala bros- andi hver upp í annan. • Hún skilur ekki nú. hvers vegna hún hataði þau. — Sérðu hvað þú átt? spyrja þau. — Sérðu bara hvað þú átt? Og hún hlær og grætur í einu: — Það er drengur, segir hún. — Það er sonur! 23. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.