Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 22

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 22
SKILABOB FRA 4BSÆ auðsjáanlega hafði skemmt sér vel um kvöldið. Þeir fóru þó fljót- lega úr bílnum. sem ók hratt áfram gegnum hljóða borgina. Sofia var leiðinleg i dagsbirtu. en draugaleg í mvrkri. Dökk. þung húsin. auðar göturnar og kyrrstæðir bíiarnir i gráum skýl- unum sýndu augljóslega að þau voru stödd í höfuðborg kommún- istarikis. Þegar þau komu að hótelinu, sáu þati að lögreglubílar lokuðu veginum. og lögregluvörður var um torgið. Lögreglan raðaði sér upp sitt hvorum megin við ferða- langana og þau gengu öll inn í anddvrið. Nú var komið að Súsönnu að yfirgefa hópinn. Þegar hún stóð í dyrum rútubílsins, komu tveir varðmenn. tóku undir sinn hvorn handlegg hennar og ýttu henni inn í næsta bíl. Bíllinn var kominn langt í burtu áður en hinir í hópnum gerðu sér greir; fyrir því hvað hafði gerst. Lófar Súsönnu voru rakir. ..Hvert ætlið þið með inig?" tókst henni loks að sp.vrja rólega. Hún fékk ekkert svar. ..Talið þið ensku?" Aftur ekkert svar. Súsanna vissi að flótti var útilokaður. Mennirnir héldu enn um handleggi hennar. Ofsa- hræðsla var aö ná tökum á henni. Bílarnir óku hratt, og náðu fljótlega ákvörðunarstað. Þeir ætluðu sér auðsjáanlega ekki að gefa Súsönnu tíma til að átta sig. Húsið var hluti af stjórnarráðs- b.vggingunum. Ný. en kuldaleg. Susönnu var ýtt inn fyrir dyrnar, niður steintröppur. og inn í dimman kjallara. Lágt var undir loft þar og þröngt. Stór stálhurð opnaðist, og stór hendi ýtti henni inn fýrir. Hún hrasaði uin leið og hurðinni var skellt í lás fyrir aft an hana. Sterkur ljóskastari lýsti beint í augu hennar. Bak við hana voru andlit. Hún lyfti hendinni örvæntingarfull til .hlifðar augunum. Rödd gelti til hennar bak við ljósin. Það var Azarov. Einhver færöi ljóskastarann aðeins til. Nú sá Súsanna betur. Tveir menn sátu við borð, með blindandi ljósgeislann fyrir aftan sig. Þeir snéru andlitunum að henni. Annan þeirra þekkti hún ekki. Hínn var Azarov. Susanna starði rugluð á þá! ..Nafn?" urraði Azarov. - Reiðin varð hræðslunni yfir- sterkari. „Hvað á þetta að þýða?” spurði hún. „Hvérs vegna svarar þú ekki spurningunni?” „A hvaða forsendum hafið þið sótt mig hingað?” „Súsanna’Pence Clarke, þú ert njósnari í þessu landi.” „Vitleýsa.” Kúldahrollur hríslaðist niður bakið á henni. t vegabréfinu stóð aðeins Súsanna P. Clarke. Þeir höfðu orðið Sér úti um fleiri upplýsingar, — ein- hvers staðar. „Ösvífni mun ekki koma þér að neinu gagni. Við höfum nauman tíma." Þótt undarlegt , væri, gat Súsánna ekki annað en dáðst að vangasvip hans. „Við viljum fá að vita hvernig stefnumóti ykkar Novaks var háttað.” „Eg hef ekki hitt neina njósnara,” sagði hún ákveðin. Fingur hennar snertu kalda hurðina á bak við hana. „Við munum gefa þér klukkustundar frest. Síðan munum við þvinga þig til að tala." Þessu var ekki hægt að svara. ,„Þú ert falleg kona Súsanna Pence Clarke. Andlit þitt yrði afskræmt. og hendur þínar brotnar." „Hvers vegna eruð þið að útlista allan þennan óhugnað?” spurði Súsanna. „Við viljum frekar að þú segir okkur frá sambandi þínu við Novak og CIA, ótilneydd. Það sem þið hafið stundað er glæpastarf- semi gagnvart vinaþjóð okkar, Búlgarfu. „Hvaða glæpur hefur verið framinn gegn Búlgarip?” spurði Súsanna. Hana verkjaði í augun af sterkri birtunni. „Þú hefur engan rétt til að spyrja spurninga. . Þú ert njósnari.” Súsanna hló hæðnislega. „Við getum ekki farið eftir reglunum í þetta skiptið," sagði hinn maðurinn allt í einu á rússnesku. „Timinn er dýrmætur og hún er ósamvinnuþýð. Vertu harðari við hana.” Súsanna þekkti aftur rödd rússans, sem stjórnað hafði yfirheyrslunni þegar Novak var drepinn. „Það er ekki rétta aðferðin við hana,” svaraði Azarov líka á rússnesku. „Ertu eitthvað veikur fyrir henni?” spurði hinn maðurinn. „Við þekkjum brögð kven- njósnara.” „Nei, Meiinski liðsforingi." „Byrjaðu þá að þvinga út úr henni það sem við viljum víta." INÚ feröast ailir i SÓLSKINSSKAPI MEÐ SUNNU SUNNUFERMR (SÉRFLOKKI MALLORCA COSTA DEL SOL COSTA BRAVA 30. maí 15 dagar — Fáein sæti laus 13. júni 22 dagar — Fáein sæti laus 4. júlí 22 dagar — Laus sæti 25. júlí 15 dagar — Fáein sæti laus 1. ágúst 15 dagar — Upppantað 8. ágúst 15 dagar — Upppantað 15. ágúst 15 dagar — Upppantað 22. ágúst 15 dagar — Upppantað 29. ágúst 15 dagar — Upppantað 5. sept. 15 dagar — Fáein sæti laus 12. sept. 15 dagar — Fáein sæti laus 19. sept. 15 dagar — Laus sæti 26. sept. 22 dagar — Laus sæti 17. okt. 15 dagar — Laus sæti 15. mai 20 dagar — Laus sæti 5. júní 15 dagar — Fáein sæti laus 19. júní 22 dagar — Laus sæti 10. júlí 22 dagar — Fáein sæti laus 31. júlí 15 dagar — Fáein sæti laus 7. ágúst 15 dagar — Fáein sæti laus 14. ágúst 15 dagar — Uppselt 21. ágúst 15 dagar — Fáein sæti laus 28. ágúst 15 dagar — Uppselt 4. sept. 15 dagar — Fáein sæti laus 11. sept. 15 dagar — Fáein sæti laus 18. sept. 15 dagar — Laus sæti 25. sept 22 dagar — Laus sæti 16. okt. 15 dagar — Laus sæti 13. júní 22 dagar — Laus sæti 4. júlí 22 dagár — Laus sæti 25. júli 22 dagar — Laus sæti 15. ágúst 22 dagar — UpppantaÖ 5. sept. 22 dagar — Fáein sæti laus 26. sept. 22 dagar — Laus sæti 16. okt. 15 dagar — Laus sæti Þúsundir ánœgðra viðskiplavina? er okkar besta auglýsing VfERBASKRIFSTOIAN SUNNA UEKJAREðTU 2 SÍMAR 16400 12U7U. 22 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.