Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 40

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 40
JARÐSKJÁLFTI, BÍLTÚR OG BRÚÐKAUP. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig þrjá drauma. Þá fyrri tvo dreymdi mig, en ég tek það fram, að venjulega dreymir mig tómt rugl. Þriðja drauminn fékk kunningjakona mín í bréfi frá vinkonu sinni, sem er mjög berdreymin, og fjallar draumurinn um kunningjakonu mina. Ég tek það fram, að ég er stödd í... Fyrri draumurinn minn var svona: Ég lít út um glugga og sé þá heim að vissum stað í... Eitthvert jarðrask hafði orðið þar, sem ég man ekki greinilega eftir. Því næst finnst mér eins og ég sé stödd á sama stað sólarhring seinna, og sé að skoða ummerkin frá deginum áður. Sé ég þá ummerki eftir jarðskjálfta og skriðuföll, sem ég man þó ekki greinilega eftir, nema það var mikill aur og vatn. Seinni drauminn dreymdi mig næstu nótt: Ég er stödd í húsi, og það er alltaf stöðugur fólksstraumur í kringum mig líkt og í móöu eða fjarska. Þó ber mest á einni konu, sem er nátengd þeim stað, er fyrri draumurinn fjallaði um. Þó er hún álíka óljós og allt ánnað þarna inni, nema hárið, sem er Ijósrautt. Hún var að fara á mannfagnað, sem ég komst ekki á með henni, vegna þess að öll mín b^tri föt voru í... Samt sem áður er mér boöið eitthvert í bíl. Ég hika, því að ég er ekki með gleraugun mín. Þó læt ég um siðir slag standa og fer, en þegar við erum lögð af stað, (bíllinn er troðfullur af fólki), vil ég komast út. Þá grípur skyndilega ótti um sig í bílnum, þvl að það er flóð á leiðinni. Ég lít til hægri og sé, hvar þaö brýst fram og heyri niðinn greinilega. Mér fannst sem það væri vonlaust að komast út úr dalnum, sem mér fannst nú vera dalur í..., sá hinn sami og fyrri draumurinn gerðist í. Mér finnst við vera á leiðinni upp á þjóðveg. Þó sé ég ertngin kennileiti, nema veginn. Hitt finn ég bara. Þaö kemur ríðandi maður eftir veginum og ríöur í dauðans ofboði undan flóðinu. Ég þekki manninn strax, enda þykir mér mjög vænt um hann, og veit — fremur en sé — að hann kemur að heiman. Það munar ekki miklu, að árekstur yerði milli bíls og hests, þegar bíllinn kemur á veginn. Mér veröur litið viö og finnst nú, að ég sjái þann stað, sem ég dvel nú á í... frá næsta þjóðvegi. Stekk ég þá skyndilega út úr bílnum, því að ég get ekki hugsað mér aö sjá fólkið mitt farast, en mér finnst það vera statt í húsinu, og reiðmaðurinn veröur gagntekinn af sömu tilfinningu, og stekkur svo hart af baki, að hesturinn kútveltist. Ég lít við og sé, að húsið springur í loft upp og fólk hendist út um gluggana. Einnig stendur fólk fyrir utan, og sjávarniðurinn er þagn- aður. Eftir þetta dreymdi mig allt í ruglingi, þó að það væri í framhaldi af þessu. Ég man, að meðal hinna látnu var nefnt nafnið..., sem birtist ekki. Ég fann allar staðarákvarðanir á mér í seinni draumnum, er) sá mjög skýrt í þeim fyrri. öll hughrif voru ákaflega sterk, þó sérstaklega óttinn og tryggðartilfinningin við fólkið, og hvað ég fann það sterkt, að bærinn heima var nálægt, þó að ég sæi hann ekki. Ég er stödd í... og ég sá út um gluggann þaðan í fyrri draumnum, og sá þangað heim í seinni draumnum, sem ég merki þó ekki af neinu ööru en staðsetningunni á þeim staö, sem ég horfði frá. í báðum draumunum sá ég heim í sama dalinn. Ég bý öðrum megin í honum, en er mjög tengd þeim stað, sem kom fram í fyrri draumnum, og er hinum megin í dalnum. Ég var búin að ráða þessa drauma sem mikil umbrot innan fjölskyldunnar, en þar sem ég er alls enginn draumráðandi og mig dreymir mjög sjaldan af viti, langar mig samt að leita til þín, þó ég þykist hafa fundiö örlitla lausn. Svo er hér að lokum síðasti draumurinn: Bréfritara þykir fyrrnefnd vinkona vera gift strák úr..., sem heitir X. 'Bréfritari var hálfundrandi yfir þessu, því að þær eru mjög góðar vinkonur, en hún frétti þetta utan að sér, og vissi ekki einu sinni, að þau þekktust. Henni er sýnd brúöarmyndin og brúðurin í dökkri síðri dragt, og náði jakkinn niður á mið læri. Brúðguminn var hvit- klæddur og hallaði brúðurin sér upp að honum. Bréfritari lætur þess getið, að það sé ekki oft sem hún muni drauma, þó aö hún sé berdreymin, og að hún þekki engan X í... Einnig má geta þess, að ég kannaðist alls ekki við þessa..., sem kom fram í mínum draumi. ...Mér þætti fróðlegt að vita, hvort þessi nöfn hafa einhverja merkingu, og hvort þessi draumur hefur einhverja merkingu fyrir fyrrnefnda... Þess má geta, að við grúskum svolítiö í lófalestri hér á..., og á vissum stað I lófanum er á sumum aö finna bókstaf, sem við teljum upphafsstaf eigin- mannsins. Og einmitt í lófa þeirrar, sem draumurinn fjallaði umf er að myndast..., sem verður greinilegra, hvort sem það nú varðar drauminn eða ekki. Að lokum við ég biðja þig að birta ekki... Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. (Lofa að kaupa blaðið, sem þetta birtist í, þótt ekki sé ég áskrifandi). Það ska/ strax tekið fram, aö draumráð- andi birtir ekki bréfið frá þér vegna þessarar tiiraunar til að múta honum, sem fram kemur síðast í bréfinu, heldur vegna þess hve /itríkt og skemmti/egt bréf þitt er, og hve draumarnir____einkum draumar þínir en ekki þeirrar berdreymnu ____ eru athyglisverðir. Einnig er það athyglisvert, að þér hefur tekist allvel að ráða draumana þina. Draumráðandi var búinn að ráða þá svo i huganum, áður en hann /as þessa orðsend- ingu frá þér. Hið eina, sem hann vildi bæta við, er það, að hann te/ur drauminn ná út fyrir ramma fjölskyldunnar, og miki/ umbrot verði í dainum öllum, jafnvel hatrammar deilur. Einnig er hugsanlegt, að allir íbúar dalsins þurfiað standa saman um að vernda dalinn frá eyðileggingu, sem utan að komandi öfl taka ákvarðanir um. Auðvitað skipta nöfnin nokkru máli í draumum ykkar beggja, en þó hafa þau engar afgerandi afleiðingar á ráðningu þeirra, enda eru nöfn oftast fremur til að undirstrika merkingu drauma, en til að gefa nákvæma merkingu þeirra til kynna. Draumur vinkonu kunningjakonu þinnar virðist mér vera fyrir óskaplegu þvaðri um kunningjakonu þína, hvort sem nokkur fótur er fyrir þvf þvaðri í raunveruleikanum eða ekki. Að /okum þetta: Draumráðandi er enginn sérstakur lófalestrarfræðingur, en hann telur sig þó vita, að ykkar aðferð við /ófa/estur sé algerlega fráleit. MIG BREYMBI 40 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.