Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 30

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 30
Vinsælu Barnaog unglingaskríiboroin Ódýr, hentug og falleg. Gott litaúrval. Sendum hvert á land sem er. segja henni frá því öilu saman, ella myndi hún leita til Dorothée, sem hlaut að vita eitthvað um þennan dularfulla Monsieur Denis. Það var komið hörkufrost, og rúðurnar á vagninum voru hél- aðar, en hún var I hlýrri yfirhöfn, og hinn vingjarnlegi Monsieur Duroc hafði beðið velvirðingar á því, að hann skyldi ekki geta fylgt henni sjálfur, og ekillinn hafði fengið fyrirskipanir um að aka ekki of hratt og gæta þess, að hestarnir hrösuðu ekki, svo að hún kæmist örugglega heilu og höldnu heim. Þetta varð til þess að ekillinn ók mjög gætilega, sum- part kannski vegna þess að brekk- an, sem þau fóru niður, var all- brött. Einhvers staðar í fjarska sló kirkjuklukka fimm högg. Aðrar klukkur hringdu til morgunand- aktar. Það hlaut að vera klaustur þarna skammt frá. Þau voru nú komin á jafnsléttu, og vagninn bægði á sér, en stansaði síðan. Marianne varð undrandi, hún þurrkaði héluna af rúðunni og sá, að þau voru komin að ánni Signu. Allt i einu opnuðust dyrnar. „Þér verðið að stlga út hér, Madame,” sagði ekillinn. „Við neyðumst til þess að taka ferj- una.” „Ferjuna? Hvaða ferju? Við tókum enga ferju áður.” „Nei, þér fóruð um brúna við St. Cloud. En þeir hafa verið að gera við hana undanfarin tvö ár, og um leið og frostið herðir eins og núna, þá er hún ótrygg. Það er þvi betra að fara með ferjunni.” Marianne leit fram hjá öku- manninum og sá þá uppljómaðan fljótabát, sem beið skammt und- an. En hann virtist mannlaus, og kuldinn, sem barst inn um dyrn- ar, var napur. Hún tók að hríð- skjálfa og vafði brekáninu þéttar að sér. ' „Já, en við erum svo snemma á ferðinni,” sagði hún óþolinmóð. „Það fæst enginn til þess að ferja okkur yfir á þessum tíma sólar- brings. Við skulum heldur fara yfir brúna.” „Nei, það borgar sig ekki, Madame. Ég er viss um að ferju- maðurinn flytur okkur yfir. Við erum að vísu snemma í því, en handan árinnar bíður fólk. Það fer yfir á hverjum morgni til þess að»hlýða messu hjá þagnarmunk- unum að Mont-Valerien. Verið þvi svo vænar að stiga út úr vagn- inum. Hann þarf að vera sem létt- STÍL-HÚSGÖGN AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 hendi sér, hvað vinur hans yrði djúpt snortinn af henni og hversu auðveld bráð hún yrði? Hafði hann vitað, að þau myndu verða ástfangin hvort af öðru? Hafði hann viljað kynna hand fyrir Charles Denis til þess að leyfa honum að njóta raddar hennar eða Marianne sjálfrar? Allt var hugsanlegt, þegar svona maður var annars vegar. Hestarnir drógu vagninn með jöfnum hraða, og hún hugsaði með þakklæti til hins útsmogna diplómats. Þessa yndislegustu nótt lífs sins átti hún honum að þakka. Á þessari stundu, þegar hugur hennar hvarflaði til baka, gerði hún sér grein fyrir því, að hin skamm- vinna, blinda ást hennar á Francis Cranmere hafði aðeins verið rómantísk tálsýn ungrar skólastúlku. Aldrei myndi það líða henni úr minni, að það hafði verið Talleyrand, sem ómeðvitað eða af ráðnum hug, hafði varpað henni í faðm Charles. En nú þurfti hún að flýta sér heim. Hún ætlaði að spyrja fuet- ann nánar út í þetta, jafnvel þótt hann kynni að líta á það sem ókurteisi af hennar hálfu. Hann varð að segja henni allt, sem hann vissi um Charles Denis. Henni fannst hún og maðurinn, sem hún elskaði, vera eitt. Hún óskaði þess heitast að fá að lifa hans lífi, jafnvel þótt það hefði hættur í för með sér eða kannski einmitt vegna þess. Talleyrand varð að Winther vinsælustu og bestu þríhjólin Varahlutaþjónusta. öníM Spítalastíg 8, simi 14661, pósthólf 671. astur, þegar ég fer með hann um borð.” „Jæja þá,” sagði Marianne og stundi. Ekillinn rétti henni hönd- ina og hún steig út úr vagninum. I sömu andrá var svartri dulu smeygt yfir höfuð hennar. 12. kafli Riddarar skuggans Marianne hrópaði upp yfir sig, en um leið var tekið harkalega fyrir munn hennar, og hún gerði sér grein fyrir því, að allur mót- þrói var vonlaus. Ötta- og köfn- unartilfinning gagniók hana, og hún fann, að tekið var um fætur hennar og axlir og henni lyft upp. Dálitill veltingur benti til þess, að ræningjarnir væru komnir með hana um borð 1 ferjuna. „Hafið hraðann á,” sagði valds- mannsleg rödd. „Frostir er að herða, og hestarnir á bakkanum hinum megin að stirðna úr kulda.” Svo heyrðist hringla í peninga- \ pyngju og þvi næst sleikjulegt þakkarkvak. Marianne gat sér þess til, að verið væri að borga ökumanninum. Hún var viss um, að vagninn hafði ekki verið tekinn um borð. Frá malarborna árbakkanum heyrðist vagnskrölt, sem dó smám saman út. Eftir það greindi hún ekkert nema öldu- gjálfrið utan á síðum ferjubáts- ins. Marianne hlunkaðist niður á dekkið, og kraftaleg hönd hélt henni þar. Hún var að því komin að kafna, og örvæntingin var að ná tökum á henni. Hvaða menn voru þetta, og hvað ætluðust þeir fyrir með hana? Ætluðu þeir einungis að fara með hana yfir á hinn bakka árinnar? Græn slikj- an á ánni, sem hún hafði séð sem snöggvast, skaut henni skelk i bringu. Hún reyndi að rífa sig lausa og losa um duluna, en hönd- in hélt henni líkt og í skrúfstykki. „Verið kyrrar,” sagði skipandi rödd, „eða ég fleygi yður fyrir borð.” Sú staðreynd, að hann skyldi ógna henni með þessum hætti, benti til þess, að hann ætlaði ekki að gera út af við hana á stundinni. Þetta var þó nokkur huggun, og Marianne reyndi að halda aftur af köfnunartilfinningunni, en efnið f dulunni var svo þykkt, að hún náði vart andanum. ' „Eg er alveg að kafna,” stundi hún. „I guðanna bænum...” „Taktu af henni duluna,” heyrði hún sagt. „við erum hvort eð er að leggjast upp að.” Um leið og fljótabáturinn rakst I árbakkann, var losað um duluna. Það mátti ekki tæpara standa, enda var næstum því liðið yfir hana, og hún greip andann á lofti, en stór hrammur sló hana í bakið. „Hún er fallin I ómegin,” sagði einhver. „Já, eða eitthvað þaðan af verra.” Ef marka mátti raddir þessara manna, þá voru þetta engir ribb- aldar, hugsaði Marianne. Hún opnaði augun, og fyrir framan hana voru tveir menn með svartar grimur fyrir andlitunum. Þeir báru kringlótta hatta og voru 1 fyrirferðarmiklum reiðfötum. 30 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.