Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 38

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 38
* SIGNUVUTN í 3 Sú var tíðin, að listaskáld heimsins kepptust um að lof- syngja París, þessa borg borganna, sem jafnvel án listaskáldanna hefði staðið fyrir sínu. En tímarnir breytast og borgirnar með, og mannfólkið eldist. Stórborgin París er í dag eins hávaðasöm og óhrein og aðrar milljónaborgir. Lifir hún kannski á fornri frægð í minningum þeirra, sem heimsóttu hana milli stríðanna, og lifðu þar á rómantík og fuglasöng, þegar yfirfærslan að heiman var löngu þrotin? Alla vega er hún ekki lengur Mekka listaheimsins. New York hefur tekið við því hlutverki fyrir löngu, en París heldur samt sem áður áfram að laða að sér það fjölskrúðugasta mannlíf, sem gef- ur að líta. Reyndar höfðu liðið heil 13 ár síðan ég hafði verið í París og allar götur síðan hef ég verið að sannfæra sjálfa mig um, að best væri kannski að eiga minninguna um þessa heillandi borg eins og hún var þá. Ég sá fyrir mér h'Ærnig heilu gömlu bBrgnrhverfin höfðu ver- ið jöfnuð við jörðu í þágu at- hafnalífsins og nafni yfirvalda og hvernig útlínur borgarinnar litu út sem annarlegt línurit með tilkomu nýrra háhýsa og glerturna. Eftir þá útrýmingarherferö gegn gömlum húsum, sem farin hefur verið í Reykjavíkurborg einni síð- ustu áratugina, fannst mér réttast að vera viðbúin hinu versta í Parísarborg. Beinasta og skjótasta leiðin til Parísar frá íslandi liggur loftleiðis til Lundúna á vængjum vélknúins Pegasusar Flugleiða, en í Lund- únum þarf að skipta um vél og við stöllurnar frá Íslandi gengum inn í Air France flugvél., þar sem leikið var ,,La vie en rose", þegar farþegar gengu um borð. Við fljúgum þessa stuttu leið ofar Ijósrauðum skýjum og lend- um í þann mund, er síðasti farþeginn fær afgreiddan drykkinn sinn. Við eru lent á nýjasta flugvelli Parísarborgar, Charles de Gaulle flugvellinum, sem er ný- tískulegur eins og tekin út úr nýrri Bondmynd eða tæknihrollvekju Tati. Aðalbyggingin sjálf er f lögun sem fljúgandi diskur og út frá henni ganga færibönd til fjölda lítilla flugstöðva, sem liggja út frá aðalbyggingunni. Því miöur náði færibandið ekki inn í borgina, þótt langt væri. Til að komast inn í miðborgina var ekið gegnum iðnaðar- og verk- smiöjuhverfi, sem greinilega ekki voru besta hlið borgarinnar, en eftir því sem nær dró miðborginni, urðu göturnar breiðari og húsin stærri og glæsilegri. Ég sá í fljótu bragði að ótti minn hafði verið óþarfur, útlit borgar- innar hafði lítið breyst. Að vísu brá fyrir háhýsum og glerturnum hér og þar, en þá voru byggingar þessar það stílhreinar, að þær spilltu heildarsvipnum ekki að ráði, þótt þeim væri komið fyrir innan um gamlar byggingar. Við rogumst með ferðatöskurn- ar upp á fimmtu hæð á látlausu, en hreinlegu hóteli í latínuhverf- inu. Lyftan er óvirk, sturtubað á hæðinni fyrir neðan, klósettið frammi á gangi og Mambó-klúbb- ur í næsta húsi. Um hann vissum við ekki fyrr en við vorum að reyna að sofna fyrsta kvöldið. — Þið megið þakka fyrir að fá þak yfir höfuðið, segir frúin ( hótelafgreiðslunni. — París er yfirfull á þessum tíma, þjóðverj- arnir panta hótelherbergi með hálfs árs fyrirvara. Meira að segja^ garðbekkirnir í Tuleriegörðunum fyllast af útigangsmönnum, sem hafa notið ylsins í neðanjarðarjárn- brautarstöðvunum þangað til þær loka um eitt-leytið. Eftir að við höfum þvegið af okkur geimrykið, göngum við út í heita síðdegissólina og iðandi mannlífið. Það er páskadagur og sunnu- dagssvipur yfir boginni. Öll söfn eru opin, en margar verslanir og veitingahús hafa lokað. Hitinn er orðinn næstum óbærilegur fyrir okkur, sem lögðum upp frá íslandi ( 4 stiga frosti ( morgun, og það rennur af okkur svitinn, þar sem við göngum I stígvélum og þykk- um peysum eftir Boulevard St. Michele og reynum að komast ( takt við hraöan púls heimsborgar- innar. Við kaupum okkur létta bómull- arboli og pils af götusala, sem nýtur þess að allar verslanir í hverfinu okkar eru lokaðar og nú selur hann veldúðuðum norður- evrópubúum allan vetrarforðann á nokkrum stundum. Götusalinn er ungur svertingjapiltur, einn af þeim fjölmörgu afríkönum, sem bjóöa vörur sínar um alla borgina. Hann er í þykkum vetrarfrakka með lambhúshettu á höfði, og trúir ekki eins og við á, að voriö sé komið. Fyrir utan Louvre-safnið eru langar biöraðir feröamanna, sem eru komnir yfir hálfan hnöttinn til að sjá Monu físu brosa. Og Mona Lísa brosir, en brosið er faliö á bak við glerplötu, vegna ótta við skemmdarverk. Þetta veröur til þess að útgeislunin, sem þessi mynd sendir frá sér, verður eftir hinum megin á glerplötunni. i sama sýningarsal eru til sýnis aðrar myndir eftir meistara Leonardo, sem ekki eru síður fallegar, en það eru aðeins örfáir þeirra safngesta, sem standa I biöröð fyrir framan Monu Lísu, sem staðnæmdust fyrir framan þessar myndir. Mona L(sa stelur senunni frá öllum öðrum. i krirrum okkur eru töluð öll heimsinstungumál, nema franska Þeir borgarbúar, sem ekki hafa flúið borgina, dettur ekki hug aö heimsækja Louvresafnið á sjálfan páskadag. Á bak við okkur standa banda- rfkjamenn, sem virðast fylgja okk- ur eins og skuggar hvert sem við förum. Allt í einu fer ein banda- ríkjafrúin aö tala frönsku með áberandi bandarískum hreim við borðalagöan safnvörö, og nú sjáum við, að þarna er komin furstaynjan og filmdísin fyrrver- andi, Grace Kelly, sem þrátt fyrir gríðarstór dökk gleraugu, sem hylja hálft andlitið er nú búin að afhjúpa slna háttvirtu persónu. Bara að hún hefði nú ekki farið að tala frönsku. Af þeim erlendu ferðamönnum, sem gista París, ber mest á velklæddum japönum. Kannski af því að þeir koma í hópum og bera eina til tvær dinglandi myndavélar um hálsinn. Þeir kaupa og kaupa, mest listaverk eftir evrópska myndlistarmenn, kannski til að selja þegar heim kemur eða til að eiga á veggnum til minningar um París, meöan aðrir láta sér nægja gylltan smækkaðan Eiffelturn til að hengja í bíllyklana þegar heim kemur. Ameríkanar með sinn óstööuga dollara geta ekki lengur keppt við japani og suður-ameríkana (kaup- skapnum. Það besta er kannski að ganga út úr safninu og taka með sér myndir til að geyma á nethimn- unni og fá að vinna úr öllum þeim gersemum ( ró og næði þegar heim kemur. Þegar við síðan göngum heim- leiðis um kvöldið, þreyttar og rauðeygðar, eftir allt það bdagas, sem eitrar loftið í borginni, finnum við að nú vaknar borgin til nýs lífs Ein af gersemum Louvre-safnsins, imynd kveniegrar feguröar, handleggjalausa Venus frá Milo.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.