Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 39

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 39
f Listamannahverfið Montmartre er eins og iitið þorp í stórborginni. Á Tertre-torginu eru framieiddar myndir á mettíma og seidar biautar tii allra heimshorna. ðamaður Vikunnar átti nýlega leið u rísarborg og . sem fvrir frá her segir bar augu og þeir (bínr, sem ekki þola dagsins Ijós heilsa nýrri nóttu. Leigubílstjórinn, sem ekur okk- ur síðasta spölinn að hótelinu, segir okkur frá því, að í mörgum hverfum séu það enn lög frum- skógarins, sem gilda. Þar ráði götu-mafían, eiturlyfjasalarnir og vændiskonur lögum og lofum, þar til dagsskíman sendir fyrstu geisl- ana inn í skemmtanahverfin, sem síðan sofna þyrnirósarsvefni fram til næsta kvölds. Næsta dag göngum við með- fram Signu, sem flýtur áfram lygn og kyrr, á litinn eins og íslenskt jökulfljót og næstum áþreifanleg andstaða þess hraða, sem rlkir í borginni. Ótal ferðamannabátar eru ( förum um fljótiö og við tökum okkur far með einum þeirra, mest til að njóta sólarinnar og fá tækifæri til aö skoða borgina frá nýju sjónarhorni. I hátölurunum gullu við leiðar- lýsingar á einum 5 tungumálum, góðar og gagnlegar upplýsingar, ef réttar lýsingar hefðu komið á réttum stöðum, en nú rann þetta saman í eina langloku, sem virtist fara fyrir ofan garð og neöan hjá flestum. Fyrir aftan okkur sat þrifleg bandarísk fjölskylda í sinni fyrstu evrópureisu. Hún lét ekkert fram hjá sér fara sem ekki vakti fádæma hrifningu og óstöðvandi flaum lýsingarorða. Fjölskyldufaðirinn dró derhúfuna brátt niður fyrir augu og sagði: „Vekið mig, þegar við siglum framhjá Hilton- hótelinu." Þegar siglt var undir eina af hinum sögufrægu brúm borgar- innar, hlutu farþegar óvænta skírn, er skolprör sprakk og bunan gekk yfir opið þilfarið. Flestir tóku þessu meö bros á vör og litu á þetta sem innvígslu í leyndardóma Partsarborgar og hristu af sér dropana, en lyktin sat eftir. Hjá skipstjóra bátsins fengum við að heyra, að vatnið úr Signu væri drukkið sjö sinnum, en það færi í gegnum mjög stranga hreinsun og væri álitiö hættu- minna til neyslu, heldur en upp- sprettuvatn það sem tappað er á flöskur og siðan selt í verslunum. Þegar ég burstaði tennurnar það kvöldið, þóttist ég fullviss um að það væri í sjöunda og síðasta sinn, sem þetta vatn rynni fram úr krananum. Aldrei kom Hilton-turninn og bandaríski fjölskyldufaðirinn var farinn að smáhrjóta, en afsprengin skrifuðu póstkort í óða önn. Við sigldum áfram og fram iijá frelsisstyttunni í frönsku útgáf- unni, og undir henni stóðu elsk- endur, sem kysstust svo heitt og lengi, að öllum tókst að mynda þau. Parísarbúar eru þá ekki dauðir úr öllum æðum þrátt fyrir mengað vatnið í Signu H.S. 23. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.