Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 32

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 32
MARIANNE héldu henni uppi, og andardrátt- ur mannanna gaf til kynna, aö þaö voru ekki vofur, er höfðu numið hana. á brott. Þessi ganga líktist þó mest martröð, og annað veifið heyrði hún i breimaketti eða skvamp í lækjarsytru. Hún var í ljósrauðum satinskóm, og hana verkjaði sáran i fæturna, enda leiðin grýtt á köflum. Ef ekki hefðu komið til þessir trölls- legu fylgdarmenn, hefði hún hnigið niður þarna á staðnum. Hún var svo óttaslegin.að blóðið í æðum hennar virtist ætla að storkna, og hún var með kökk í hálsi. Þessir hræðilegu atburðir fylgdu svo fast í kjölfar hins dá- samlega ævintýris í veiðihöllinni. Þar hafði hún upplifað ósegjan- lega hamingju, og það undirstrik- aði enn frekar þessa martröð, sem hún hélt, að myndi vara að eilífu. Hún var eins og lítill fugl að brjótast um í þröngu búri og gerði ekki annað en að meiða sig. Hliði var skellt. Þau hlutu að vera komin á upplýstan gangstíg, því að Marianne gat nú greint fölleita birtu. Síðan tók við ein- hvers konar forugur garður og því næst úr sér gengin þrep. Ein- hver blístraði þrisvar sinnum, en bankaði svo tvö högg á einhverjar dyr. Svo tók ailt í einu við hlýja. Marianne fann, að hún var komin inn á slétt gólf. Lykt af kálsúpu barst á móti henni, og loksins var siæðan tekin frá augunum. Hún leit óttaslegin í kringum sig. Fimm menn stóðu umhverfis hana, og þeir voru allir með grímu fyrir andlitinu. Þeir voru í snyrtilegum, svörtum fötum. Auk þeirra voru tveir aðrir staddir þarna. Þeir voru í skítugum vinnuskyrtum með höfuðföt úr olíudúk. Þau voru stödd þarna í ömulegri vínstofu sem var lýst upp af tveimur ósandi lömpum. Veggirnir voru svo kámugir, að það glampaði á þá, borðin hrörleg og áklæðið á stólunum gatslitið. 1 jeinu horninu stóð gömul kista ' með mölétnuváklæði.£inungis giös- in og flöskur, sem stóðu í röð upp á hillu virtust hrein og nýleg. Mest af öllu fékk þó á Marianne að sjá afgamla kerlingu, sem kom þarna út úr myrkrinu og hallaði sér, fram á stafprik. Hún var svo hrum að sjá, að hún hlaut að vera að minnsta kosti hundrað ára gömul. Hár hennar var dyftað og hatturinn á höfði hennar var bæði slitinn og skítugur og löngu kominn úr móð. Eins var um grátt mússulínssjal, sem var brugðið um axlir hennar. Blettóttur kjóll hennar var lika búinn að lifa sitt fegursta, en um hálsinn var hún með gylltan kross. Andlit gömlu konunnar var svo rúnum rist og hrukkótt, að það minnti einna helst á börk á ævafornu tré. Nef hennar var íbjúgt og nam allt að því við höku, en augu hennar voru næstum því eins græn og augun í Marianne sjálfri. Þau voru björt eins og nýútsprungin lauf á gömlum trjástofni. Þessi aldna og auðsjáanlega giktveika kerling haltraði við lurk sinn í áttina til Marianne og virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja, og hæðnisglott lék um varir hennar. „Agætis bráð, kæri barón. Agætis bráð,” sagði hún og kreisti kjúkur. „Satín og hreysikattar- skinn, svo ekki sé minnst á það, sem innan undir er. Ætlar þú virkilega að binda stein um háls- inn á henni og láta hana hafna á botni Signu? Það væri hreinasta sóun.” Kaldur sviti rann niður eftir bakinu á Marianne, er húh heyrði þennan flissandi hæðnishlátur gömlu konunnar. En maðurinn, er hún hafði ávarpað sem barón, yppti aðeins öxlum. „Rétturinn mun skera úr um það. Eg hlýði fyrirskipunum og þar með búið. Ég er búinn að hafa nógu mikið fyrir því að handsama hana. Hún fór aldrei út fyrir húss- ins dyr öðruvfsi en í fylgd með öðrum, ekki fyrr en í kvöld.” • „Við þurfum ekki að vera leiðir út af því,” greip annar fram í, og Marianne þekkti rödd mannsins, sem hafði setið við hlið hennar i vagninum. „Okkur hefur tekist að staðfesta grun okkar þess efnis, að hún var ætluð honum. Við náðum henni á veginum frá Butard. Og það veit sá sem allt veit, að við erum búnir að bíða nógu lengi. Honum hlýtur að hafa geðjast að henni.” Enn einu sinni risu hárin á Marianne, er hún heyrði illyrmis- legan hlátur gömlu konunnar. „Nú er nóg komið,” sagði hún allt í einu, „og meira en það. Segið mér i eitt skipti fyrir öll, hvað þið viijið mér. Drepið mig ef þið viljið, en gerið það fljótt. En Bifreiða- eigendur! Aukið öryggi; sparnað og ánægju í keyrslu yðar, með því að láta okkur annast stillingarnar á bifreiðinni. Framkvæmum: Véla- hjóía- og Ijósastillingar ásamt tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin tæki. Vélastilling sf. Stilli- og vélaverkstæöi Auðbrekku 51 K. simi 43140 32 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.