Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 16
stjóri Ben Pollack hrifist svo af leik hans, að hann sendi eftir honum til Chicago til að leika í hljómsveit sinni í Los Angeles. Þegar Ben síðan hætti hjá Pollack, þá hafði hann náð um- talsverðum árangri í röðum djass- leikara. Hann hafði þá þegar leikið inn á nokkrar plötur bæði í félagi með öðrum og einnig spilað á plötur nokkur einleikslög á alto og barytone saxafón, einleika, sem ekki hafa heyrst síðan. Hann haft einnig leikið mikið með bestu djassleikurum þeirra tíma, bæði hvítum og svörtum, enda varð Benny sá fyrsti, sem síðar fékk negra í hljómsveit sína og braut þannig kynþáttarmúrinn í hljóm- sveitum. Hann hefir að vísu sagt, að oft hafi verið erfitt að' leika með þeim, vegna þess hve lítið þeir kunnu á hljóðfærin. Yfirleitt höfðu margir þessara manna lært á sín hljóðfæri sjálfir og án tilsagnar og kunnu jafnvel ekki að lesa nótur. Benny hafði lært á klarinettuna frá byrjun og var snillingur í allri meðferð hennar og vissi þar af leiðandi, hvað hægt var að gera með hvert hljóðfæri, en það reyndist oft erfitt að koma ólærð- um mönnum í skilning um það, þótt hljómlistargáfan væri fyrir hendi. Annað atriði varð Benny snemma til góðs árangurs. Hann var algjör bindindismaður og leið sínum leikurum ekki neina óreglu, og öll stjórn hans einkenndist strax af nákvæmni, látlausum æfingum og öryggi. Þeir sem ekki vildu sætta sig við slíkt, gátu bara tekið pokann sinn og labbað. Þetta var óalgengt í þá daga, þegar hljómlist einkenndist jafnvel af drykkju, hálfgerðu kæruleysi og „good time", því hljóðfæraleikar- arnir voru oft ekki síður að skemmta sér sjálfum með leik sínum. Slíkar voru fæðingarhríðir djassins. Benny hélt samt sem áður sínu striki og vandaði alla spilamennsku eins vel og kostur var. THfinningar er hægt að láta í Ijósi án vímugjafa. Næstu fimm árin lék Benny með ýmsum, stofnaði litla hljóm- sveitarhópa og lék víða, á skóla- böllum og annars staðar. Nú var hann orðinn aðalfyrirvinna móður sinnar, sem nú var ekkja , og systkioa sinna tíu. Um þessar mundir var útvarpið á sínum sokkabandsárum og breiddist ört út um Bandaríkin. Stór fyrirtæki keþptust um að auglýsa vörur sínar og leigðu til þess góðar hljómsveitir. Benny Goodman hafði verið á ferðalagi með hljómsveit sinni um Banda- ríkin, ferðalagi, sem virtist ætla að enda með ósköpum, þegar þeir loks spiluðu fyrir stúdenta um jólin 1934 — 35 í Los Angeles. Þá skeði undrið allt í einu. Stúdentar flykktust í kring um hljómsveitina og hlýddu á hana í stað þess að dansa. Þeim tókst líka sérlega vel upp þetta kvöld og léku hvert sólóið á' fætur amarri eftir eigin höfði og þess á milli útsetningar Fletcher Henderson. Þar kom, að áheyrendur ætluðu að ærast. Þeir tróðust að hljómsveitinni, stöpp- uðu niður fótum og létu öllum illum látum. Mælt er, að þetta kvöld hafi sveiflan skapast, og Benny Goddman varð á svip- stundu frægur.. Nú tóku við stærri hljómleikar, leikur á plötur og ýmiskonar framfarir á sviði djassins. í desem- ber 1535 voru fyrstu djasshljóm- leikarnir haldnir í Chicago. Á pálmasunnudag 1936 lék Teddy Wilson djass á „kammertónleik- um" ásamt öðrum hvítum og svörtum hljóðfæraleikurum, og var það í fyrsta sinn sem svartir hljóðfæraleikarar léku með hvítum á hljómleikum. I mars 1937 fór hljómsveit Benny Goodmans til New York City til að leika þar í útvarp á vegum Camel tóbaksfyrirtækisins. Þegar Benny fór síðan sama ár með hljómsveit sína í Paramount leikhúsið til að halda hljómleika, bjóst hann ekki við neinu sér- stöku. Að minnsta kosti bjóst hann ekki við að 21 þúsund manns greiddu aðgang og dönsuðu jitti- bug á milli sætanna og útnefndu hann loks „King of Swing". Ári síðar fór Benny með djass- hljómsveit sína í Carnegie Hall og hélt þar hljómleika, sem síðan hafa selst á hljómplötum og segulböndum fyrir á aðra milljón dala. Þar léku líka snillingar eins og Harry James, Gene Krupa, Ziggy Elman, Lionel Hampton og Jess Stacy lög, sem síðan hafa orðið sígild, eins og „Sing, Sing, Sing", „Stompin at the Savoy" og „Dont be that way". Þessa hljómleika hafði Benny líka undirbúið á sinn sérstaka hátt. Æfingar voru geysimargar og langar, og stjórn hans og ná- kvæmni í öllum hlutum einkenndu alla hljómleikana. Gagnrýnendur voru allir á einu máli um ágæti þeirra, og tímaritið TIME skrifaði: ,, Kvikasilfursléttleíki Goodmans í einleik ásamt rrieiri djasstækni en nokkur klarinettuleikari getur nálg- ast, einkenndu leik hans." En snillingurinn Benny Good- man hefur ekki legið á liði sínu síðan. Síöan 1938 hefur hann jafnframt snilldarleik sínum í djassi, haldið á lofti frægð sinni sem klarinettuleikari í sígildri tónlist. Hann hefur leikið inn á plötu með Strepgjakvartett Budapest, fengið Bela Bartók til að semja fyrir sig verkið „CONTRASTS" sem hann lék inn á plötu 1940 ásamt fiðluleikaranum Joseph Szigetti. Hann fékk einnig Paul Hindemith og Aaron Copland til að semja klarinettukonserta fyrir sig. Þegar Goodman var fertugur ákvað hann að læra klarinettuleik upp á nýtt hjá Reginald Kell, einum þekktasta klarinettuleikara heims. Til þess þurfti hann m.a. að læra að blása að nýju. í stað þess að halda munnstykki klarinettunar milli framtanna óg neðri varar eins og hann hafði gert þau þrjátíu ár, sem hann hafði leikið á klarinettu, j varð hann að læra að blása í j hljóðfærið aðeins milli beggja í vara, og jafnvel að nota aðra j fingrasetningu. Að hann skyldi j geta haldið djassstíl sínum óskert- ; um, vitnar umsögn blaösins New • Yorker eftir hljómleika í New York ■ með nýrri hljómsveit sinni. j „Furðulegast af öllu er, að meist- í arinn hefur aldrei verið eins mikill í í meistari", ritaði gagnrýnandi í blaðsins. Jón Múli Árnason, sem er einn j heimildamanna minna sagði mér, j: að það hefðu verið Kennedy j forseti og Krútsjoff sem viljandi j komu í veg fyrir, að hann fengi að j hlusta á hljómleika Benny Good- mans þegar Jón var í Washington til að hlusta á djasshátíöina 1962. Kennedy var þá nýlega orðinn aldavinur Krútsjoffs að nýju eftir j kúbudeiluna, og það hafði oröið j að samkomulagi milli þeirra að j senda Benny til USSR, svo rússar mættu verða blessunar djassins aðnjótandi. Jón segir, að Benny hafi blásið allt þar á hvípandi hausinn og Krútsjoff karlinn hafi faðmað hann grátandi að sér í í Bolsjoj. En þessi koss í Bolsjoj varð til þess að Jón varð af tónleikunum, og það eina sem hann fékk í staðinn var kóksopi með Gerry Mullingan að húsabaki í Washington. En Gerry þessi Mulligan var í raun og veru eigandi hljómsveitarinnar, sem Benny fór með til bolsanna í æðsta ráðinu í Kreml. Kennedy hafði sagt utan- ríkisráðuneytinu að kaupa hana handa Benny til ferðalagsins. Jón segist ekki enn vera búinn að fyrirgefa þetta, en hugsar sér gott til glóðarinnar, þegar Benny kem- ur hingað í júní. Kannski Benni væni fái þá fyrirgefningarkossinn hjá Mr. Moolah eftir öll þessi erfiðu ár. Hvað sem því líöur, þá hlakka fleiri til en Nonni karlinn, því Benny er enn upp á sitt besta (fæddur 30. ma( 1909) og hefur troðfyllt Carnegie Hall aftur og aftur undanfarið. Hann á meira að segja eftir að fylla Laugardalshöll- ina, sem er okkur meira virði en margar Carnegie hallir. Þeir, sem veröa Benny sam- ferða hingað, eru okkur ekki allir jafnþekktir, en geta vafalaust spilaö eitthvað fyrir því. Þar eru nöfn eins og Slam Stewart bassi, Hank Jones piano, Connie Kay, Al Klink, Pete Appleyard vibra- phone, Buck Pizzarelli guitar, Urbie Green trompet og fleiri. Benny kann vafalaust að velja þá bestu eins og áður... og svo verður meistarinn sjálfur þarna líka: Benjanín David Goodman „The King of Swing." KAfíLSSON. 16 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.