Vikan

Tölublað

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 28

Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 28
 Sþáin gildir frá fimmtudegi til miðvikudags HRUTURINN 21. mars - 20. aprii Vikan byrjar vel. Dragðu samt ekkert á langinn. Einhver leggur sig I líma til að NAUTIÐ 21. apríi — 21. mai Sennilega getur þú samið um þin vanda- mál. Erfiðleikar búnir í bili og nsesta framtíð virðist björt. JggggJ? TVÍBURAPNIR 22. maí - 21. júní 1 Tækifærin bíða. Þú ert í góðu skapi til að takast á við nýja hluti. Gleymdu fortíðinni en hugsaðu um framtíðina. KRABBINN 22. júni - 23. júlí Einhverjir erfiðleikar verða á vegi þínum. Treystu eigin dómgreind, en síður því hvað aðrir segja. LJÓNIÐ 24.júH -- 24. agúst, Ákvörðun verður tekin, sem verður þér í hag. Ef þú ert tilbúinn til að takast á við möguleikana, getur vel farið. (ZTi MEYJAN 24. ágúst — 23. sept. Til að ná takmarkinu verður þú að sýna klókindi — og þolinmæði. Tilbreyting í vinnunni kemur þér í betra skap. VOGIN 24. sept — 23. okt. Einhverju mótlæti máttu búast við, en það ' verður lítilfjörlgt. Hlakkaðu til helgarinnar. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Taktu vel öllum málamiðlunum og vertu vinsamlegur I viðskiptum. Það mun borga sig. , BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Nú mun allt ganga vel fyrir þig, en vertu ekki stór upp á þig. Otlit fyrir peninga. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Góðir möguleikar í vinnunni. Sennilega kemur einhver heppni fyrir þig. Helgin verður góð. VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. Áhyggjuefni mun leysast óvænt og fyrir hreina tilviljun. Erfiðleikar í peningamál- um, sem eru þér að kenna. FISKARNIR 20. febr. — 20. mars Einhver reynir að hafa áhrif á þig, en láttu það ekki ske. Fjölskyldulíf verður gott. Fimmtudagur heppnisdagur. A STdQRNUiPfl Þessi maður, sem hún hafði gefið sjálfa sig svona algjörlega blygðunarlaust á vald var elsk- hugi hennar í þess orðs fyllstu merkingu. Eftir þessa nótt var hún ekki lengur ung stúlka. Ast Charles, en ekki fljótræðislegur klunnaskapur sjóarans, hafði gert hana að konu. Hún skildi nú, hvað það þýddi að heyra einhverjum til. Ekkert og enginn myndi nokkru sinni geta skilið hana frá þeim manni, sem hafði gefið henni raunsanna mynd af ástinni og henni sjálfrj. „Eg elska þig Charles,” muldr- aði hún syfjulega um leið og augnalok hennar sigu. ,,Eg mun verða þín að eilífu. Hvert svo sem leið þín mun liggja og hvað sem þig kann að henda, þá mun ég elska þig...” Hann reis upp við dogg, svo að hún gæti virt hann enn betur fyrir sér. ,,Þú ættir ekki að taka svona til orða, mín kæra. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Á morgun er ég kannski liðið lík.” ,,Þá myndi ég líka deyja og við yrðum saman eftir sem áður. Þig grunar ekki, hvað þú hefur gefið mér, og nú verður ekki við snúið. Eg tilheyri þér og þér einum. Kysstu mig, Charles. kysstu mig.” Ofsafenginn þreif hann hana í fang sér og tók hana á ný. „Það ert þú sem ert gefandinn, og samt ertu að þakka mér,” sagði hann á eftir. „Hitt er rétt, að ekkert og énginn megnar að gera þessa nótt að engu. En farðu nú að sofa. Það er orðið áliðið riætur.” Hún hjúfraði sig upp að honum og lygndi aftur augunum. Allt var eins og það átti að vera. Þau elsk- uðu hvort annað, og hver gæti svo sem lagt stein í götu þeirra. Hann var ekkjumaður, og 1 fyrsta skipti frá því nóttina forðum að Selton Hall mundi Marianne eftir því, að hún var einnig í ekkjustandi. Marianne vissi ekki, hvort þessi sæluríki svefn stóð lengur eða skemur, en þegar hún vaknaði á ný, fannst henni hún hafa fest blund fyrir aðeins andartaki siðan. Charles sat uppi við í rúm- inu og þarna i hálfrökkrinu sá hún Duroc vera að hvísla ein- hverju að honum. „Hvað er að?” spurði hún syfju- lega. „Er kiukkan orðin svona margt?” „Nei, vertu bara róleg. Klukk- an er ekki nema þrjú, en ég verð að fara. Láttu spenna hestana fyrir, Duroc. Eg er að koma.” Hann var þegar kominn fram úr, og Marianne fannst eins og verið væri að slíta hjartað úr brjósti sér. „Hvers vegna ertu að yfirgefa mig? Af hverju þarftu að fara svona fljótt? Hvað er á seyði?” Hann faðmaði hana biíðlega að sér og kyssti hana á annað augna- lokið. „Það er ekkert að, en ég á brýnt erindi til Parísar og verð að fara þangað.” En hún var ekki á þvi að sleppa honum. Þessi skyndilega brottför um miðja nótt skaút henni skelk i bringu. Henni fannst ástæðan liggja um of í augum uppi. „Charles, ég bið þig.. segðu mér sannleikann. Þú ert samsæris- maður, er ekki svo?” Hann leit á hana, en fór síðan að hlæja og losaði um leið hend- urnar, sem hún' hafði brugðið um háls honum. „Or því að þú gast þér rétt til, þá er ég svo sem ekki að neita því. Eg er samsærismaðúr, og við því getur þú ekkert gert. Vertu þess vegna væn stúlka...” JULIETTE BENZONI C Opera Mundi Paris Hún kúrði þarna innan um þvæld rúmfötin, og silkimjúkt hárið var allt í óreiðu. örvænting- arfull horfði hún á hann klæða sig i flýti. Hún hafði þá haft á réttu að standa. Charles lifði hættule^u lífi, lífi flóttamanns, og hún varð að bíta í það súra epli. Astarsamband þeirra yrði ekki auðvelt hér í þessu landi, sem var undir harðstjórn, en hún ætlaði að bíða hans, og ef hann yrði að leggja á flótta myndi hún flýja með honum. „Lofaðu mér einu,” sagði hún blíðri, ástríkri röddu, „að ef hætta steðjar að þér, þá iátir þú mig vita. Ég mun fylgja þér alla leið til vitis ef nauðsyn krefur.” Hann stóð fyrir framan stóran spegil og var að setja á sig háls- klút, en síðan leit hann skarp- skyggnufn augum á hana. Þar sem hún lá þarna innan um silkirúm- fötin líktist hún myndastyttu aft- ,an úr heiðni. „Ég lofa þvi,” sagði hann alvar- lega, en bætti svo við. „Breiddu nú ofan á þig og farðu aftur að sofa.” 1 stað þess að hlýða honum teygði hún nautnalega úr sér og hún minnti á læðu. „Æ, það er svo heitt,” sagði hún. Það var farið að lifna aftur í 28 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.