Vikan - 03.06.1976, Blaðsíða 43
hrísgrjóninsjóðaviðvæganhitaí 15
rnínútur. Setjið saman við 1 stk.
rselleríog 1 lauk, sem hvorttveggja
er skorið í smáa bita, og- sjóðið
áfram í 5 mínútur. Síðan er kjötið
sett saman við og ef þörf krefur
dálítið meira vatn. Þegar allt er
orðiðvelheitt.errétturinnskreyttur
nteð rauðri og grænni papriku, sem
skorin er í strimla. Berið soyasósu
með og gjarnan Chutney.
RÍKIR RIDDARAR.
Þeireru búnir«úrfranskbrauði, og
þetta er réttu r, sem vel má bera fyrir
gesti með kaffibolla. Skerið þurrt
franskbrauð í fingurþykkar sneiðar
og fjarlægið skorpuna. Þeytið
saman 1/4 Itr af mjólk, 1/4 Itr af
rjóma, 1 eggjarauðu, 1 egg,2tskaf
vanillusykri og 2 msk af strásykri.
Leggið brauðið í bleyti í þessa
blöndu. Steikið síðan í smjöri á
pönnu. Setjið á bökunarplötu og
smyrjið eplamauki ofan á, og ef
vill má setja möndluflögur saman
við það. Síðan eru settir á þetta
marengstoppar (1 eggjahvíta og
50—60 grflórsykur) og bakað, þar
til marengsinn hefurfengiðásig lit.
I staðinn fyrir marengstopp má
nota rjómatopp.
LANGT BRAUÐ.
Brúniðsvínakjötsafganga ásamt
sveppum (nýjum eða niðursoðn-
um), sáldrið yfir dálitlu hveiti,
þynnið með rjóma og chilisósu.
Smyrjið franksbrauðsneiðar, sem
skornareru langsum eftir brauðinu
og setjið maukið þar á, hyljið með
rifnumosti. Setjiðí275° heitan ofn,
þartil osturinn hefur fengið á sig lit.
Berið fram heitt.
KJÖTPÆ.
í þetta má nota hvaða kjöt sem
er. Hnoðið saman deig úr 4 dl af
hveiti, 200graf smjörlíki, örlitlu salti
og 5 msk af vatni.
Fletjið út í ferkantaðan hleif.
Á miðjan hleifinn eru látnar kjöt- og
ostasneiðar til skiptis í lögum.
Síðan eru hornin brotin saman inn
að miðju. Tveir langir deigstrimlar
eru settir yfir samskeytin. Penslið
með þeyttu eggi og bakið við 225° í
ca. 20—25 mínútur. Berið fram
með salati.